Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 53

Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 53 ✝ Ingibjörg Þ.Stephensen fædd- ist 9. janúar 1936 í Reykjavík. Hún lést 27. apríl síðastliðinn á Landspítalanum. For- eldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Ö. Stephensen leikari, f. 21. desember 1904, d. 13. nóvember 1991, og Dóróthea G. Stephensen, f. 16. desember 1905. Systkini hennar eru Guðrún leikari, f. 29. mars 1931, Stefán hljóðfæraleikari, f. 15. febrúar 1939, Kristján Þorvaldur hljóð- færaleikari, f. 17. mars 1940, og Helga leikari, f. 4. september 1944. Ingibjörg giftist, 20. mars 1966, Siglaugi Brynleifssyni, f. 24. júní 1922. Foreldrar hans voru hjónin Brynleifur Tobíasson mennta- skólakennari, f. 20. apríl 1890, d. 27. febrúar 1958, og Sigurlaug Hallgrímsdóttir, f. 22. september 1893, d. 24. júní 1922. Börn Ingi- bjargar og Siglaugs eru Þorsteinn f. 8. maí 1967, kvæntur Margréti Birnu Sveinsdóttur, f. 11. maí 1967, sonur þeirra er Björn Alex- ander, f. 19. apríl 2000. Dóróthea Júlía, f. 13. nóvember 1968, og Brynleifur, f. 29. ágúst 1970, kvæntur Jóhönnu Sigurveigu Ólafsdóttur, f. 20. apríl 1975, sonur þeirra er Guðmund- ur Breiðfjörð f. 1. desember 1998. Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og kenndi síðan einn vetur í Hveragerði. Hún hélt svo til Lond- on til náms við Lond- on College of Speech Therapy og lauk það- an prófi í talmeina- fræði árið 1960. Eftir að hún kom heim vann hún í fyrstu við rannsóknir. Ingibjörg sinnti húsmóðurstörfum til ársins 1974 en hóf þá kennslu og stundaði barnakennslu og sérkennslu víða um land. Hún vann jafnframt að þýðingum og þýddi fjölda leikrita fyrir Ríkisútvarpið. Enn fremur las hún mikið upp, einkum ljóð og sögur, auk þess sem hún vann að þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið. Vorið 1979 las Ingibjörg Passíu- sálmana í útvarp. Undanfarin sex ár hafa Ingibjörg og Siglaugur verið búsett í Reykjavík. Útför Ingibjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Ingibjörg systir okkar er látin. Sú næstelsta í hópi fimm barna Þor- steins Ö. Stephensen og konu hans Dórótheu Breiðfjörð. Þótt söknuður okkar sé sár er það þó huggun harmi gegn, að hún hefur nú fengið lausn frá löngu og erfiðu sjúkdómsstríði. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti og virðing fyrir minningu þessarar elskulegu og greindu konu. Hún var sannarlega vel af guði gerð. Ljóðelsk var hún og naut vel góðra bókmennta af smekk og skilningi. Guðrækin og heittrúuð af einlægu hjarta. Þakkir skulu henni færðar fyrir alla þá ræktarsemi og hlýju, sem hún ávallt auðsýndi mér og mínu skylduliði. Skapstór var hún og skoð- anaföst en aldrei langrækin né fýlu- gjörn. Mátti ég margt af henni læra í þeim efnum. Samtöl okkar voru löng og innihaldsrík, þótt oft væri langt á milli okkar. Hún bjó úti á landi lengst af sinni ævi. Ekki ætla ég nú að rifja upp nein atvik frá uppvaxtarárum okkar á þessum vettvangi, þótt af mörgu sé að taka. Enda var hún alla tíð skemmtileg, kát og sópaði að henni. Einkum meðan heilsan leyfði. Læt ég því nægja, að senda börnum hennar og eiginmanni dýpstu samúð- arkveðjur okkar systkina og mömmu okkar. Hún má nú þola þá þungu raun, í hárri elli, að syrgja elskulega dóttur sína. Megi Guð blessa ykkur öll og hugga. Guðrún, Hafsteinn, Dóra og Kristín. Vorið kemur bjart og milt með fyr- irheit um yndislegt sumar. Þannig kom mín elskulega systir í þennan heim; björt, falleg og gáfuð, búin ein- stöku næmi á manninn og náttúruna, bókmenntir og ljóð. Hún var sérstök kona sem lifði bæði sterk og viðkvæm í hörðum heimi eins og blóm sem sprettur í harðbýlli náttúru. Það eru forréttindi að umgangast slíkar manneskjur sem auðga umhverfi sitt og gera heiminn að betri og fallegri stað. Hún systir mín var mér svo kær og mér er þakklæti efst í huga. Hún kenndi mér svo ótal margt, huggaði mig og gladdi, og minningarnar um líf okkar saman eru mér svo mikils virði. Ég hef misst góðan vin og ég veit að missir eiginmanns hennar, barna, barnabarna og tengdabarna er mikill og sár. Ég og fjölskylda mín viljum votta ykkur öllum samúð af heilum hug. Hún Imba mín stóð alltaf eins og klettur með þeim sem hún unni og bar velferð fjölskyldu sinnar ávallt fyrir brjósti. Ég kveð mína kæru systur með virðingu og þökk. Hvíl í friði. Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér ljóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. Blessað veri grasið sem grær yfir leiðin, felur hina dánu friði og von. Blessað veri grasið sem blíðkar reiði sandsins, grasið sem græðir jarðar mein. Blessað veri grasið, blessað vor landsins. (Snorri Hjartarson.) Helga systir. Heimsmynd þeirra liðlega eitt hundrað ungmenna sem hófu nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1951 var töluvert önnur en fyrri ár- ganga. Við höfðum vaknað til vitund- ar um okkur sjálf meðan hinn svokall- aði siðmenntaði hluti heimsbyggðar- innar varð eldi og eimyrju að bráð. Frásagnir af þjóðarmorðum og pynt- ingum var það sem við stautuðum okkur fram úr í dagblöðum og heyrð- um lýst í útvarpi. Erlendir hermenn voru hluti af daglegu lífi okkar og byssurnar fleiri en fólkið. Einhvers staðar innst inni bjó ótti um að þessu lyki kannski aldrei og stríðið bærist hingað. Og víst hjó það skörð í ís- lenskar fjölskyldur þeirra sem um út- höfin fóru. En sum okkar áttu einmitt þeim að þakka inngöngu okkar í hina öldnu menntastofnun. Íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að færa stríðandi þjóðum mat meðan styrjöld- in geisaði og þannig flutt mikla fjár- muni inn í landið. Og erlendur her þarfnaðist vinnufúsra handa og af- koma fólks gjörbreyttist. Mennta- skólinn í Reykjavík var ekki lengur skóli fyrir efnafólk og erfðaprinsa. Við hin vorum komin yfir þröskuldinn með engu minna vit í kollinum en hin- ir sjálfskráðu. Skaparinn hafði deilt því af meiri sanngirni en ráðamenn þjóðartekjunum. En það var ekki alltaf auðvelt að fóta sig í þessu framandi umhverfi. Nýir félagar opnuðu okkur áður óþekkta menningarheima sem gerðu okkar eigin heim svo ógnarlítinn. Það reyndi á hollustuna við það sem við vorum og þá sem við áttum allt að þakka. Stundum varð glýjan í augun- um að villuljósi og gildismatið van- hugsað. Þá var gott að finna skjól hjá góðu fólki. Og ekki var langt að fara. Aðeins fyrir hornið á Íþöku og út á Lauf- ásveg fjögur. Með nýrri vinkonu úr hópnum okkar, Ingibjörgu Stephen- sen. Þar bjuggu Dóróthea og Þor- steinn Ö. Stephensen ásamt börnum sínum fimm og afa þeirra Guðmundi Breiðfjörð. Þorstein þekkti hvert mannsbarn í landinu sem burðarás ís- lenskrar leiklistar og heimili þeirra hjónanna bar vott um ást á menningu og listum, án þess hégóma og hroka sem stundum fylgir þeirri ást. Ekki voru þau hjón efnuð á veraldlegan mælikvarða. Hvorki Leikfélag Reykjavíkur né Ríkisútvarpið voru á þeirri tíð vinnustaðir fyrir fégráðuga. En í pottinum hennar Theu var alltaf nóg, hversu margir sem komu að borði. Og listamenn, sem við höfðum aðeins lesið um í blöðum, komu og fóru og ræddu um lífið og listina og sósíalismann meðan Thea framleiddi listmuni til að drýgja tekjur heimilis- ins. Á sumrin var setið úti á þaki í garðinum hennar Theu þar til fór að kula og við Imba gátum dregið okkur í hlé niður í herbergi til að ræða óbærilega ást okkar á skáldum og snillingum skólans og lesa Sigbjörn Obstfelder og Jóhann Jónsson, en hún las ljóð öðrum betur eins og kunnugt er. Eða við sátum þarna tandurhreinar meyjarnar, dálítið öf- undsjúkar, og prjónuðum peysur eftir sænskum uppskriftum á fyrsta bekkjarbarnið, Mörð nokkurn Árna- son, sem seinna launaði okkur streðið með því að aflífa Alþýðubandalagið. Og ófá kvöldin fóru í undirbúning bókmenntakvölda sem næsta víst var að féllu hinum heittelskuðu í geð og jafnvíst var að þeir nenntu ekki að halda sjálfir. Enda uppteknir við að skrifa greinar í Skólablaðið um það sem var „jenseits von gut und böse“. Kynni mín af fjölskyldunni á Lauf- ásveginum fæ ég aldrei fullþakkað. Né Ingibjörgu samfylgdina á mikils- verðu skeiði ævinnar. Við ætluðum að hittast þegar hún losnaði af sjúkra- húsinu, en hún fór nú aðra för. Sé eitt- hvert eilífðarland handan fjalla bíða hennar vísast vinir sem fóru á undan, og vel mætti hugsa sér að þar sætu við guðaveigar Ólafur Jónsson, Ingvi Matthías og Jökull í endurheimtum æskublóma og hjá þeim gamli mentorinn Þorsteinn Ö. Stephensen með blik í auga. Sé þetta land ekki til er myndin samt á sínum stað. Guðrún Helgadóttir. Og silfurhvítt sumarregnið seytlar af blaði á blað … Enginn gat farið með ljóð eins og hún. Sæluhrollur, gæsahúð, innhverf- an út, tilfinningagos – þetta kallaði hún á, en haggaðist ekki sjálf, sýndi enga leikræna tilburði, bara las, blátt áfram, skrautlaust, en ætíð mátti finna dýptina. Enda datt henni ekki í hug að lesa upp annað en það sem hún sjálf hreifst af. Annars var til siðs að fela vandlega innstu hræringar undir ólíkindabrynju. Vera töff (spánnýtt orð þá). Sitja á Ellefu og látast vera bóhem. Hlusta á heimspekilegar um- ræður um skáldskap og nýjustu bæk- ur. Reyna að skjóta inn gáfulegri setningu. Sitja með skáldum og hommum, leikurum, sérvitringum og smákrimmum – og skólasystkinunum auðvitað. Þetta var okkar annað heimili um árabil. Og uppeldisstöð. Oftar en ekki var mætt Imba Stef með sjóhattinn sinn. Einu sinni fórum við betliferð með hann allan hringinn. Og fengum nóg fyrir hálfri áka á bíla- stöð. Sú dugði í partý fyrir marga. Enda meira stællinn en löngun í vín. Minnisstætt er æskuheimili Imbu á Laufásveginum. Thea móðir hennar með ríkulegt kaffiborðið, Þorsteinn faðir hennar og hans vinir með fróð- legar samræður. Og öll þessi systkin! Þarna var ljúft að koma í heimsókn. Ingibjörg Stephensen var vinkona mín frá því að við kynntumst á menntaskólaárunum. Hún var guð- móðir fyrsta barnsins míns. Í skírn- argjöf fékk hann frá henni ljóð Jó- hanns Jónssonar. Ungæðisleg hegðan breyttist með árum og þroska. En ekki áhuginn á bókmennt- um og ekki vináttan. Ég fékk að vera hjá henni í próflestri hálfan mánuð í Hveragerði. Þótt hún væri í vinnu gat hún ekki á sér setið og las upphátt með mér leikrit Shakespeares sem ég var að basla við fyrir prófið. Leiðir skildi vegna starfs og búsetu tíma og tíma. Hún var við nám erlendis og ég dvaldist í öðrum löndum. Síðan var hún við kennslu víða um land. En við vissum alltaf hver af annarri, ég heimsótti hana í Hrísey og að Ljósa- vatni og hún kom stundum á Lauga- veginn. Þá var eins og við hefðum hist í gær, hægt að halda áfram að ræða tilveruna á okkar hátt. En aldrei komst ég til hennar í Hafnirnar, para- dísina hennar, sælureitinn sem sonur hennar bjó henni. Þar sagði hún að sér liði best. Eftir að hún hætti vinnu og flutti til Reykjavíkur ætlaði hún að taka upp þráðinn og umgangast vin- konurnar og skólasystkinin meira. En veikindi hömluðu, hún komst allt of sjaldan. Og nú er hún horfin okkur, allt of fljótt. Þótt ævin hennar Imbu hafi verið erfið vegna endurtekinna veikinda og sjúkrahúsdvalar var hún sjálf ekki vansæl. Hún átti mann sem hún unni og börn sem hún dýrkaði. Að námi loknu gerði hún fyrst úttekt á þörf fyr- ir talkennslu og starfaði síðan við hana nokkur ár. Gerðist síðar barnakennari og naut þess, ekki síst að kenna yngstu börnunum. Enda hvarvetna mikils metin sem kennari. En óskastarfið, að hennar eigin sögn, var húsmóðurstarf- ið og móðurhlutverkið sem hún fékk tækifæri til að sinna óáreitt af öðrum störfum í átta ár, árin sem börnin fæddust og uxu úr grasi. Hún elskaði börnin sín og var stolt af þeim. Það var dásamlegt á þessum árum að fá frá henni jólakortin sem þau teiknuðu. Dórótheu eldri, systkinum Ingibjarg- ar og börnunum, þeim Þorsteini, Dórótheu Júlíu, Brynleifi og fjölskyld- um þeirra votta ég samúð mína og ekki síst Siglaugi sem misst hefur sinn trygga lífsförunaut. Vilborg Harðardóttir. Það mun vera fremur sjaldgæft að fólk eignist bestu vini sína eftir miðj- an aldur en sú varð raunin þegar ég kynntist Ingibjörgu Stephensen. Sameiginlegur áhugi á skólamálum leiddi okkur saman fyrir um það bil einum áratug. Hún hringdi til mín einn góðan veðurdag eftir að grein eftir mig um skólamál hafði birst í Morgunblaðinu. Ingibjörg þakkaði mér fyrir greinina, kvaðst vera mér sammála og langa til að leggja máli mínu lið. Hún lét ekki sitja við orðin tóm heldur skrifaði skömmu síðar grein í sama blað og studdi mál mitt. Nokkru síðar bauð hún mér í heim- sókn til sín austur að Ljósafossi þar sem hún kenndi. Þangað fór ég því einn hlýjan vordag, fann kennarabú- staðinn þar sem þau Siglaugur bjuggu og barði að dyrum. Ingibjörg kom til dyra, björt og brosandi, bauð mér til stofu og kynnti mig fyrir manninum sínum. Er ekki að orð- lengja það nema þarna sat ég í góðu yfirlæti langt fram á kvöld. Ekki skorti umræðuefni; bókmenntir og listir, stjórnmál og menningarmál – það var sama hvar borið var niður, Ingibjörg og þau hjón bæði voru öll- um mönnum fróðari og skemmtilegri. En skólamálin bar samt hæst eins eins og eðlilegt var þar sem Ingibjörg hafði ung helgað sig kennslustarfinu. Henni þótti vænt um fólk og alveg sérstaklega vænt um börn. Í lítt sveigjanlegu skólakerfi var því betra en ekki að eiga að kennara eins og Ingibjörgu. Kennara sem vakti yfir velferð smáfólksins, rétt eins og það væri hans eigin börn. Ég man hvað Ingibjörgu þótti gaman að segja mér frá litlu nemendunum sínum á Ljósa- fossi þegar þeir þyrptust að henni á mánudagsmorgnum til þess að segja henni frá sorgum helgarinnar og gleði. Ingibjörg hefur átt við nokkra vanheilsu að stríða um nokkurt skeið og stundaði því ekki lengur kennslu. En því fór fjarri að áhuginn hefði dofnað, hann jókst ef nokkuð var enda gafst nú meira tóm en áður til lestrar. Síðast þegar við hjónin heimsóttum hana og Siglaug vestur í Hafnir sýndi hún mér bók sem hún var að lesa. Bókin heitir Baby Talk og fjallar um það hvernig foreldrar geti unnið að auknum málþroska kornungra barna sinna. Bókin er eftir Sally Ward, vin- konu Ingibjargar og fyrrum bekkjar- systur í London þar sem þær lærðu talkennslu. Ingibjörg var afar hrifin af þessari bók, hún sá sem var að þetta svið var óplægður akur sem ástæða væri til að kanna nánar. Ég talaði síðast við Ingibjörgu í síma í mars sl. Ég var að fara til dval- ar erlendis í einn mánuð og ætlaði að skreppa vestur í Hafnir til þess að kveðja hana. Til þess gafst hins vegar ekki tóm en það gerði ekki svo mikið til, fannst okkur. Þegar ég kæmi aftur ætlaði Ingibjörg að segja mér nánar frá bókinni góðu og eigin hugmynd- um um smábarnakennslu og ég ætlaði að segja henni frá lestrarnámi ungu nemendanna minna. Sviplegt fráfall Ingibjargar hefur nú komið í veg fyrir þann fund. Við Þórir vottum fjölskyldu Ingi- bjargar djúpa samúð. Helga Sigurjónsdóttir. Við fráfall Ingibjargar Þ. Stephen- sen hvarflar hugur minn til æsku- heimilis hennar á Laufásvegi 4, en þar var ég tíður gestur ásamt foreldr- um mínum og systkinum frá fyrstu tíð. Mæður okkar Ingibjargar voru uppeldissystur, og því var okkur oft boðið þangað á hátíðis- og tyllidögum. Stundum fékk líka stráklingur úr Vesturbænum að sofa hjá stóru strákunum bræðrum hennar og það þótti mér „toppurinn á tilverunni“ eins og krakkarnir segja í dag. Á menntaskólaárum Ingibjargar man ég að oft kom hún heim á Laufásveg með vini sína. Þetta var lífsglatt ungt fólk sem hafði skoðanir á öllu milli himins og jarðar; bókmenntum, list- um og pólitík og tók fullan þátt í um- ræðum eldra fólksins, enda þekktist ekki kynslóðabil á Laufásvegi 4. Eftir fjörugar umræður og mikla hlátra voru Ingibjörg og vinir hennar þotin niður í bæ, þau máttu ekki vera að því að stansa lengur, það var svo mikið að gera við að bjarga heimin- um. Eða kannski fóru þau bara á kaffihús að hitta upprennandi skáld og listamenn þjóðarinnar. Ung að árum hóf Ingibjörg að lesa ljóð í Ríkisútvarpið og frá þeim tíma þekkja hana flestir landsmenn sem komnir eru um og yfir miðjan aldur. Þá og ævinlega síðan fannst mér hún vera hinn fullkomni túlkandi ljóða. Í hvert sinn sem hún las ljóð, með sinni mildu, tempruðu og tilfinningaríku rödd, hrærði hún viðkvæman streng í brjósti okkar sem á hlýddum, og við urðum kannski örlítið betri mann- eskjur á eftir. Stundum heyrir maður fólk tala um, bæði í gamni og alvöru, að það ætli að láta flytja þetta eða hitt lagið við útför sína. Ávallt þegar slík- ar hugsanir hafa hvarflað að mér, hef ég helst óskað mér að Ingibjörg Þ. Stephensen læsi mér lítið ljóð, þegar ég hyrfi brott úr þessum heimi. Vegna búsetu og starfa þeirra hjóna úti á landi hefur fundum okkar fækkað á síðari árum og of oft verið vík milli vina. Það gladdi foreldra mína og okkur systkinin því mikið að hitta hana í áttræðisafmæli föður míns sl. haust og að sjá að fallega brosið hennar Ingibjargar var enn á sínum stað. Vegna dvalar foreldra minna er- lendis geta þau ekki fylgt Ingibjörgu síðasta spölinn, en við leiðarlok þakka þau og við systkinin, henni og fjöl- skyldu hennar á Laufásvegi 4, fyrir allt það góða sem þau hafa okkur gjört. Eiginmanni hennar, börnum, Theu og öllum aðstandendum biðjum við blessunar Guðs. Andreas Bergmann. Um fermingarleytið í lífi ungs pjakks fyrir austan fjall var þáttur í útvarpinu með ljóðalestri: Ingibjörg Stephensen les ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. – Og hún flutti þau þann- ig að pjakkurinn fékk áfall og spurði sig í miðju yfirliðinu: Hvernig í ósköp- unum er hægt að fara með ljóð svona yfirnáttúrlega vel? Er hægt að læra þetta einhvers staðar? Hjartans þökk fyrir innblásturinn, Ingibjörg. Það er þér að þakka að ég er ennþá á nám- skeiðinu. Mína dýpstu samúð til allra þinna. Hvíldu í friði – munuð. Hjalti Rögnvaldsson. INGIBJÖRG Þ. STEPHENSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.