Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN
60 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR ég horfi
um öxl á liðið ár er
ýmislegt sem ég hef
til að vera þakklát fyr-
ir, en líka annað sem
ég er undrandi á (sem
ég kem að síðar í
greininni). En hvers
vegna að horfa um öxl
núna? Jú, í dag, 10.
maí, hefði sonur minn
Sturla orðið 18 ára, ef
honum hefði enst líf.
Afmælisdagar eru fyr-
ir flest okkar ákveðin
tímamót sem við not-
um til að skoða fortíð-
ina og jafnvel setja
okkur markmið um framtíðina.
Þakklæti
Hvað er það á liðnu ári sem ég
get þakkað fyrir? Ég er þakklát
fyrir að sl. sumar var sonur minn í
góðu jafnvægi og hamingjusamur.
Ég er þakklát fyrir þær stundir
sem við áttum saman, fyrir að hann
hafði tekið ákvarðanir um framtíð-
ina og er þakklát fyrir að helgin í
Eyjum var skemmtileg. Ég er
þakklát öllu því fólki sem kom að
björguninni, þakklát starfsfólki
Borgarspítalans fyrir hversu frá-
bært það er og hversu mikil fag-
mennska ríkir þar. Ég er þakklát
vinum Sturlu og Jóns Barkar sem
komu upp á spítala daginn eftir
slysið, þakklát starfsfólki gjör-
gæslunnar fyrir að umbera syrgj-
andi unglingahópinn og hjálpa okk-
ur að styðja við bakið á honum.
Þakklát prestum og áfallateymi
sem héldu samverustund með tug-
um unglinga á spítalanum. Þakklát
félagsmiðstöðinni Frostaskjóli sem
stóð fyrir samverustund með þess-
um og öðrum unglingum sem áttu
um sárt að binda eftir verslunar-
mannahelgina. Þakklát öllu því
fólki sem lagði lykkju á leið sína til
að senda góðar hugsanir eða biðja
fyrir strákunum. Þakklát starfs-
fólki gjörgæslu- og barnadeilda
fyrir að búa eins vel um okkur og
kostur var, þannig að við gátum
verið hjá Sturlu hverja stund.
Þakklát starfsfólki barnadeildar
fyrir að leyfa vinum að vera í heim-
sókn langt fram eftir kvöldum og
stundum fram á nætur. Þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum
með Sturlu, hann er ómetanlegur.
Við fengum að hitta son og bróður,
fengum að ræða við hann, fengum
tækifæri til að velta upp framtíð-
inni með honum, fengum tækifæri
til að segja honum hvað við elskum
hann óendanlega mikið. Við erum
þakklát fyrir vonina um bjarta
framtíð Sturlu.
Og svo þegar við komum aftur á
gjörgæsludeildina mætti okkur
hlýtt viðmót og sameiginleg trú á
enn eitt kraftaverkið. Trú á að
drengnum sem hafði lifað af, gegn
öllum lögmálum, tækist það aftur.
En kroppurinn og sálin voru orðin
örþreytt og að lokum urðum við að
viðurkenna að Sturla gat ekki
meira.
Aftur fylltust gangar spítalans af
syrgjandi ættingjum og vinum. Og
aftur tók starfsfólk á móti öllum
með opnum örmum og hlýhug.
Kveðjustundin við rúmið hans með
presti, ættingjum og vinum við
undirspil tónlistar Sigur Rósar er
falleg minning sem við erum líka
þakklát fyrir.
Ég er þakklát öllum ættingjum
og vinum sem studdu okkur og
gáfu kraft. Ég er þakklát forfeðr-
um mínum og -mæðrum fyrir að
hafa lagt hönd á plóg til að búa til
það samfélag sem við lifum í, sam-
félag sem byggist á sameiginlegri
ábyrgð og samneyslu.
Lærum af mistökum
Hér að framan hef ég lýst því
fyrir hvað ég get verið þakklát í
þessu lífi. En þótt þakklæti sé mér
ofarlega í huga verð ég líka að við-
urkenna að á sumu er ég undrandi.
Fyrst og fremst er ég undrandi á
framgöngu flugmálayfirvalda og
hissa á að flugöryggismál skyldu
ekki vera eins og best
verður á kosið hjá
þjóð, sem stærir sig af
því að vera fremst
meðal jafningja. Sum-
ir hafa velt vöngum
yfir því hvað stýri
gerðum okkar að-
standenda Sturlu og
Jóns Barkar. Mark-
mið okkar er, að sú
virðing sé borin fyrir
unglingum að ekki sé
farið með þá eins og fé
í réttum. Að við næstu
verslunarmannahelgi,
og allar héðan í frá,
geti foreldrar dregið
andann léttar í þeirri vissu að ekk-
ert verði til sparað svo að öryggi í
samgöngum sé tryggt. Að ekki séu
hér í fjöldaflutningum samgöngu-
tæki sem standast ekki fulla skoð-
un. Aldrei aftur.
Slys gerast, þau verða ekki aftur
tekin, en þeir sem bera ábyrgð
verða að gangast við henni. Við
verðum að læra af mistökum okk-
ar. Sem þjóð höfum við ekki efni á
öðru. Það er mannlegt að gera mis-
tök en það er að sama skapi
ómannlegt og jafnvel hættulegt að
hafa fólk í ábyrgðarstörfum sem
ekki getur viðurkennt mistök. Sem
þjóð höfum við ekki efni á slíku
fólki.
Ég er undrandi yfir þeim
tungum sem telja að hefnd og reiði
ráði för, sem telja að von um pen-
ingalegan ávinning stjórni gerðum
okkar. Ég er undrandi á fólki sem
fundið hefur hjá sér hvöt til að
dreifa slíkum óhróðri og jafnvel
senda okkur tölvupóst þar um.
Slíkum einstaklingum er vorkunn.
Ég er undrandi á fólki sem reynir
að gera málið flokkspólitískt og
áfellist þingmann Vestmanneyinga,
Lúðvík Bergvinsson, sem með mál-
efnalegum hætti hefur viljað fjalla
um flugöryggismál.
„Allt hefur sinn tíma“
Í minningarorðum Séra Sigurðar
Jónssonar við útför Sturlu vitnaði
hann í Prédikarann, en þar segir
að öllu í þessu lífi sé afmörkuð
stund. Sorgin knúði dyra hjá okkur
að kveldi 7. ágúst sl. og hún hefur
enn ekki kvatt. Sigurður sagði líka
í ræðu sinni: „Sorgin vinnur sitt
verk, sefar og læknar, og í skugg-
um hennar greinum við skin af
fögrum minningum um góðan og
heilsteyptan dreng, skin sem aldrei
mun fölna, heldur færa okkur birtu
sína af skini sólarinnar, sólar von-
arinnar, framtíðarinnar og nýárs-
ins sem leggur smyrsl á lífsins sár,
og læknar mein og þerrar tár.“
Í allri umfjöllun um mál tengd
slysinu höfum við kappkostað að
vera málefnaleg og byggja á stað-
reyndum sem rökum. Með ásök-
unum um flokkspólitík, hefnd og
peninga og jafnvel tilfinningalegt
uppnám er verið að reyna að dreifa
athyglinni frá aðalatriðinu, flugör-
yggismálum, og þeirri kröfu að
þeir, sem bera ábyrgð, axli hana.
Aldrei aftur
Kristín Dýrfjörð
Höfundur er móðir Sturlu Þórs sem
lést 1. janúar sl. af völdum áverka
sem hann hlaut í flugslysinu í Skerja-
firði, hún er eiginkona Friðriks Þórs
Guðmundssonar blaðamanns og hún
er lektor við Háskólann á Akureyri.
Söknuður
Að við næstu versl-
unarmannahelgi, og
allar héðan í frá, segir
Kristín Dýrfjörð, geti
foreldrar dregið andann
léttar í þeirri vissu að
ekkert verði til sparað
svo að öryggi í sam-
göngum sé tryggt.
ÞEGAR ég las frétt
sem birtist í Morgun-
blaðinu föstudaginn 4.
maí um fund útvegs-
manna í Þorlákshöfn
og í Vestmannaeyjum
með þingmönnum Suð-
urlands varð ég svo
gáttaður á því sem fyr-
ir augu bar að ég varð
orðlaus lengi vel.
Það voru ekki um-
mæli útvegsmannanna
sem urðu mér undrun-
arefni, né heldur þær
skoðanir sem útvegs-
menn létu í ljós á mál-
efninu sjálfu sem til
umræðu var, heldur
ummæli þingmannanna Árna John-
sen, Margrétar Frímannsdóttur og
Guðna Ágústssonar. Þeirra ummæli
eru sum hver þess eðlis að ég finn
mig knúinn til að gera við þau at-
hugasemdir og fara fram á skýring-
ar.
Orðrétt er haft eftir Árna Johnen:
„Þeir (þ.e. smábátasjómenn) hafa
braskað með kvótann, keypt og selt
allt að fjórum sinnum og grátið sig
síðan aftur inn í kerfið.“
Það sem vekur sérstaka athygli
mína er að þessi orð eru sögð á fundi
með útvegsmönnum sem eru í LÍÚ,
skyldu kvótabrask, kvótakaup og
kvótasala vera nýyrði á þeim bæ?
Skyldi vinur minn Árni Johnsen
ekki hafa verið að kasta steinum úr
glerhúsi þetta kvöld?
Staðreyndin er sú að smábátar
hafa bjargað heilu byggðarlögunum
sem stórútgerðarmenn skildu eftir
sem rjúkandi rústir og bjargarlaus
eftir stórfellt brask með kvóta og
hlutabréf þar sem allt varð að víkja
fyrir gróðavon í nafni hagræðingar,
íbúar þessara byggðarlaga hafa hins
vegar fundið sér nýtt og tryggara
viðurværi í útgerð smábáta í sátt við
náttúru landsins og fólkið í bæjun-
um.
Önnur ummæli Árna Johnsen
sem vekja athygli mína eru: „Þið
hefðuð stundum þurft að svara fyrir
ykkur að sjómanna sið,“ síðan sagði
Árni „að stöðva yrði gengdarlausan
flutning á kvóta til trillukarla og
jafnvel að gera lögin afturvirk“.
Þetta eru furðuleg ummæli í ljósi
þess að Árni Johnsen er einn helsti
forystumaður Sjálfstæðisflokksins
sem einmitt er sá flokkur sem kom á
þeim lögum sem smábátasjómenn
starfa eftir í dag, hvaða gengdar-
lausa flutning á kvóta til trillukarla
ertu að tala um, Árni? Þorskaflahá-
marksbátar hafa verið kvótasettir
einu sinni í þorski og
það var árið 1995. Því
hefur ekkert verið
breytt síðan.
Nú vofir hins vegar
yfir að kvótasetja
þessa báta í ýsu, ufsa
og steinbít, en það er
ekki að kröfu smábáta-
sjómanna. Þvert á
móti.
Við teljum að nátt-
úran sjálf sé einfær um
að skammta okkur afla
í þessum tegundum,
enda ómögulegt að of-
veiða þessa stofna með
krókaveiðum.
Og til frekari árétt-
ingar um „gengdarlausan flutning á
kvóta til trillukarla“ vil ég minna á
smábáta á aflamarki. Hefur þú, Árni
Johnsen, orðið var við gengdarlaus-
an flutning á kvóta til þeirra? Eða er
það kannski svo að þeir hafa farið
mjög illa út úr þessu kvótakerfi?
Árni, þú talar um að gera lögin
afturvirk. Hvað ertu að tala um í
þessu sambandi? Vildirðu ekki vera
svo vænn að útskýra þetta fyrir okk-
ur smábátaeigendum?
Ég veit ekki heldur alveg hvernig
ég á að skilja þessi orð: „Þið hefðuð
stundum þurft að svara fyrir ykkur
að sjómanna sið.“
Á Árni Johnsen ef til vill við að út-
vegsmenn skuli beita hvaða brögð-
um sem er til að ná til sín veiðiheim-
ildum smábáta og þurrka út þessa
„óværu“ sem smábátaútgerð er í
sumra augum.
Ummæli Margrétar Frímanns-
dóttur koma mér ákaflega undar-
lega fyrir sjónir, Margrét segist
ekki geta stutt frestun frumvarps
um kvótasetningu smábáta vegna
þess að öryggi smábátanna sé ekk-
ert, síðan segir orðrétt: „Þetta er
hreinasta lotterý og þrátt fyrir að
þetta sé byggðamál má ekki gerast
að þessum skeljum sé hleypt hömlu-
laust á sjó.“
Ég verð að spyrja Margréti Frí-
mannsdóttur: Hvað áttu við með að
öryggi smábátanna sé ekkert? Sjálf-
ur hef ég róið smábát frá Þorláks-
höfn í meira en tíu ár og ég fullyrði
að þessi ummæli eru röng. Margrét
er velkomin til mín hvenær sem er
til að kynna sér öryggisbúnað um
borð og ef til vill að fara í sjóferð,
kröfur í öryggismálum smábáta eru
hvergi meiri en á Íslandi og þeim er
rækilega framfylgt af Siglingastofn-
un.
Fyrir nokkrum árum var gerð
vönduð úttekt á þessum málaflokki
og mörgum til undrunar reyndist
smábátaflotinn koma mjög sterkur
út úr könnuninni.
Enn furðulegri finnast mér um-
mælin um að ekki megi gerast að
þessum skeljum sé hleypt hömlu-
laust á sjó.
Er þingmaðurinn að lýsa því yfir
að skipstjórar þessara báta séu
ófærir um að stjórna bátunum, eða
er verið að leggja til að skrifræðið
margfræga stjórni því hvenær
menn fara á sjó, eða er þingmað-
urinn ef til vill genginn í lið með
LÍÚ sem ég tel að vilji þessa útgerð
alfarið feiga?
Eftir Guðna Ágústssyni eru höfð
eftirfarandi ummæli: „Haldið þið að
ég fengi frið í landbúnaðarráðuneyt-
inu ef ég væri búinn að láta
„hobbý“-bændur hafa allan rollu-
kvótann?“
Ég geri ráð fyrir að „„hobbý“-
bændur“ séu samlíking við smábáta-
sjómenn í þessu landi.
Sjálfur rek ég smábát sem veitir
5–6 mönnum atvinnu mestallt árið
og tel mig hafa gert það þannig að
sómi sé að. Ég lít því á það sem
hreina móðgun við mig og aðra smá-
bátasjómenn hér á Suðurlandi og
um allt land að þingmaður og ráð-
herra tali um okkur sem einhverja
„hobbý“-karla enda eru flestir þess-
ara báta gerðir út allt árið af mikl-
um myndarskap.
Mér finnst sorglegt til þess að
vita, að á sama tíma og það telst
sannað að á Íslandsmiðum sé tugum
þúsunda tonna af fiski kastað í sjó-
inn engum til gagns, og á sama tíma
og reynslan af aflamarkskerfinu er
ekki betri en svo að enn stefnir í út-
hlutun undir 200 þús. tonnum í
þorski, skuli eina úrræði þingmanna
Suðurlands vera að skera niður
veiðiheimildir smábáta.
Opið bréf til þriggja
þingmanna Suðurlands
Þorvaldur
Garðarsson
Sjávarútvegsmál
Mér finnst sorglegt
til þess að vita, segir
Þorvaldur Garðarsson,
að eina úrræði þing-
manna Suðurlands sé
að skera niður veiði-
heimildir smábáta.
Höfundur er formaður Árborgar,
félags smábátaeigenda á Suðurlandi.
ÞROSKAÞJÁLFAR
eru sú stétt sem sér-
staklega hefur mennt-
að sig til þess að starfa
með þroskaheftum á
öllum æviskeiðum.
Nám þroskaþjálfa tek-
ur nú þrjú ár og er á
háskólastigi. Þar öðl-
ast þeir menntun og
þekkingu á því hvernig
best er hægt að mæta
þörfum þroskaheftra á
öllum æviskeiðum lífs-
ins.
Í haust voru lausir
kjarasamningar hjá
þroskaþjálfum og
stefnir í verkfall ef
ekkert verður að gert. Afhverju
höfum við áhyggur af því? Jú, ein-
faldlega vegna þess að við erum
báðar mæður þroskaheftra ung-
linga og eru þroskaþjálfar snar
þáttur í lífi þeirra. Eins og aðrir for-
eldrar viljum við allt það besta fyrir
börnin okkar og höfum sömu óskir
fötluðum börnum okkar til handa og
þeim ófötluðu, að þau séu hamingju-
söm, njóti virðingar og öryggis og
fái tækifæri til þess að nýta það sem
í þeim býr.
Fötluð börn hafa jafnmisjafnar
þarfir og þau eru mörg og til þess
að þau megi dafna og blómstra er
mikilvægt að geta komið til móts við
hvert og eitt þeirra, geta sett sig í
þeirra spor, skynjað og skilið þarfir
þeirra og hugsanir, skilið tilfinning-
ar þeirra og hvernig þau sýna þær,
skilið hvernig þau sýna eða tjá sig
um líðan. Algengt er að þau eigi erf-
itt með að gera sig skiljanleg með
talmáli en þau hafa engu að síður
þörf fyrir að geta tjáð sig og hafa
margt að segja.
Flótti úr stétt þroskaþjálfa leiðir
af sér óöryggi og vanlíðan fyrir hinn
þroskahefta sem birtist í öllum
mögulegum myndum, þar sem hinn
þroskahefti áttar sig engan veginn
á því hvað er að gerast, hversvegna
nýir og nýir starfsmenn koma inn í
líf hans. Öryggi og gott skipulag er
það sem skiptir miklu máli í lífi hins
Hvað má virðingin kosta?
Guðbjörg Erla
Andrésdóttir
Þroskaþjálfar
Flótti úr stétt þroska-
þjálfa, segja Guðbjörg
Erla Andrésdóttir og
Ásta Friðjónsdóttir,
leiðir af sér óöryggi
og vanlíðan fyrir hinn
þroskahefta.
Ásta
Friðjónsdóttir