Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 62

Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 62
UMRÆÐAN 62 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 Við sendum þér nýju eldavélina og sækjum þá gömlu þér að kostnaðarlausu (aðeins á höfuðborgarsvæðinu) Nýja vélin heim að dyrum ➤ Fjölvirkur blástursofn með 8 mism. kerfum ➤ Sérstakt pizzakerfi ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Stórt grill ➤ HxBxD: 85-90x59,5x60 cm. Eldavél með blæstri UMBOÐSMENN UM LAND ALLT U pp ítö kuverð KR. 15.000 ELDAVÉLINA ÞÍNA SELDU OKKUR Stálklædd eldavél með keramik hellub. og blæstri ZANUSSI ➤ Fjölvirkur blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill ➤ Geymsluhólf ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm. Verð áður 84.100 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 69.100 U pp ítö kuverð KR. 15.000 Verð áður 67.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 52.900 ➤ Fjölvirkur blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill og grillteinn ➤ Geymsluhólf ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm. Eldavél með blæstri U pp ítö kuverð KR. 10.000 ➤ Keramik helluborð og ofn saman í pakka ➤ Fjölvirkur blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill og grillteinn Ofn með keramik helluborði og blæstri Verð áður 73.500 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 58.500 U pp ítö kuverð KR. 15.000 Verð áður 57.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 47.900 Við tökum gömlu eldavélina þína upp í, ef þú kaupir nýja eldavél af okkur á meðan birgðir endast. Útlit, aldur eða ástand skiptir engu máli. U pp ítö kuverð KR. 10.000 Verð áður 45.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 35.900 ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill ➤ Geymsluhólf ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm. Eldavél ➤ Fjölvirkur blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill og grillteinn ➤ Geymsluhólf ➤ HxBxD: 85x49,5x60 cm.50 cm U pp ítö kuverð KR. 10.000 Eldavél með blæstri Verð áður 46.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 36.900 ,,ÞAR sem fullar og einlægar sættir hafa tekist með málsaðilum verður fallið frá máls- sókn Félags lyfjafram- leiðenda Suður-Afríku gegn forseta lýðvelds- ins við Hæstarétt Suð- ur-Afríku.“ Svo hljóma, í lauslegri þýðingu, upphafsorð yfirlýsing- ar sem deiluaðilar gáfu sameiginlega út, að lok- um athyglisverðustu deilumála síðari ára. Með því að falla frá málssókn er í reynd viðurkennd umdeild löggjöf sem heimilar stjórnvöldum Suður-Afríku, að hefja í samráði við lyfjaframleiðendur eig- in framleiðslu lyfja gegn HIV-al- næmi, þrátt fyrir alþjóðlega einka- leyfisvernd, svo framarlega sem brýnir þjóðarhagsmunir séu í húfi. Í sáttinni er jafnframt áréttað að verndun hugverka og einkaleyfi er forsenda framfara og þróunar nýrra lyfja og bóluefna. Farið öfganna á milli Atvik hafa frá upphafi málsins ver- ið túlkuð með misjöfnum hætti, og á stundum farið öfganna á milli. Um- fjöllun fjölmiðla hefur að sama skapi verið mikil, a.m.k. á Vesturlöndum. Meðal annars hefur farið mikið fyrir þeirri skoðun að í málshöfðuninni kristallist réttur fátæks þróunarríkis til að verja sig gegn meintu einok- unarvaldi alþjóðlegra lyfjafyrir- tækja. Það ríkti því mikil eftirvænt- ing á blaðamannafundi sem ríkisstjórn Suður- Afríku boðaði til í kjöl- far dómsáttarinnar. Þeir hafa hins vegar orðið fyrir vonbrigðum sem bjuggust við víg- reifum yfirlýsingum stjórnvalda. Lyfjaskortur ekki meginorsök Blaðamannafundur- inn lýsir vel þeim gríð- arlega flókna bak- grunni, bæði pólitískt og efnahagslega, sem deilan á sér, en á fund- inum lýsti Manto Tshabalala-Msimang, heilbrigðisráð- herra Suður-Afríku, því yfir að stjórnvöld hygðust að svo stöddu ekki beita lyfjameðferð gegn HIV- alnæmi. Meginorsakir hins mikla heilbrigðisvanda Suður-Afríku mætti rekja til fátæktar meginþorra svartra íbúa landsins og vanþróaðs heilbrigðiskerfis. Með hliðsjón af þessari niðurstöðu má ljóst vera að tal um „sigur“ eða „tap“ málsaðila er einföldun sem á lítinn rétt á sér. Tekist á við vandann Eftir stendur dómsáttin, hin eig- inlega niðurstaða deilunnar. Í henni er leitast af fremsta megni við að taka á þeim alvarlega vanda sem báðir málsaðilar standa frammi fyrir: Annars vegar hvernig lyfjafyrirtæki geti veitt stjórnvöldum Suður-Afríku þá aðstoð sem þau þurfa í baráttunni gegn ekki aðeins HIV-alnæmi, held- ur einnig berklum og taugaveiki, svo að dæmi séu nefnd, og hins vegar hvernig stjórnvöld geti fært sér slíka aðstoð í nyt, án þess að það komi nið- ur á framtíðargetu lyfjafyrirtækja til að fjárfesta í rannsóknum og þróun nýrra lyfja. Mikilvægt fordæmi Þegar upp er staðið veitir dómsátt Félags lyfjaframleiðenda og stjórn- valda í Suður-Afríku mikilvægt for- dæmi fyrir áframhaldandi samstarf lyfjafyrirtækja við þróunarlönd á sviði heilbrigðismála. Ljóst er að lyfjafyrirtækin bera ríka siðferðis- lega ábyrgð í þessum efnum. Hins vegar hefur e.t.v. skort hentugan far- veg eða aðferðir sem báðir aðilar hafa getað fallist á. Málssóknin gegn stjórnvöldum Suður-Afríku var því ekki til marks um að þau hunsuðu slíka ábyrgð, heldur að þróunarað- stoð lyfjafyrirtækja má ekki ganga gegn þeirri markaðslegu ábyrgð sem þau jafnframt axla sem hlutafélög á opnum markaði. Dómsáttin er þann- ig áþreifanleg sönnun þess að tekist hefur að greiða úr viðkvæmum deilu- málum, sem hefðu, að öllu óbreyttu, torveldað mikilvægt samstarf lyfja- fyrirtækja og þróunarlanda. Þarfar sættir en ekki sigur Hjörleifur Þórarinsson Lyfjaframleiðsla Dómsáttin gefur, að mati Hjörleifs Þór- arinssonar, mikilvægt fordæmi fyrir áfram- haldandi samstarf lyfjafyrirtækja við þróunarlönd. Höfundur er framkvæmdastjóri GlaxoSmithKline á Íslandi. TILEFNI þessarar greinar er að vekja athygli á því að til stendur að viðkvæm gögn um einkalíf látinna verði færð til skráning- ar í gagnagrunn á heil- brigðissviði. Nú hefur landlækni verið stefnt vegna slíks máls þar sem hann hafnar beiðni dóttur látins manns um að gögn um hann fari ekki í grunn- inn. Öðrum kemur það ekki við Þegar prestur und- irbýr útför með syrgj- endum eru honum fengnar í hendur upp- lýsingar um hinn látna einstakling til þess að geta gert grein fyrir helstu æviat- riðum við útförina. Oft á tíðum koma upp álitamál um hvort þetta eða hitt eigi erindi í ræðu prestsins eða hvort satt skuli kyrrt liggja. Við slíkar aðstæður hef ég gjarnan stuðst við ráð gamalreynds kollega sem sagði: Þeir vita sem þekkja, öðrum kemur það ekki við. Þetta er ágæt vinnuregla enda minning lát- inna viðkvæmt mál sem eftirlifend- ur þurfa að fara um mildum hönd- um. Venjur og lög siðaðra þjóða Í öllum siðuðum þjóðfélögum gilda venjur og lög um látna. Graf- reitir og kirkjugarðar eru staðir sem njóta friðhelgi. Röskun graf- arhelgi er refsiverð samkvæmt ís- lenskum lögum. Um meðferð lík- ama látinna gilda lög og reglur sem læknar og starfsfólk útfararstofn- ana þurfa að virða. Lögin vernda rétt látinna og eiga að tryggja að þeir njóti virðingar og að ekki sé farið með líkamsleifar þeirra nema að siðbundnum og löglegum hætti. Samkvæmt stjórnarskránni nýt- ur einkalíf manna verndar. Frið- helgi einkalífsins telst til grundvall- ar mannréttinda. Trúnaðarupp- lýsingar sem læknir hefur undir höndum og hefur lofað að viðlögð- um drengskap að láta ekki uppi teljast viðkvæmar persónulegar upplýsingar. Enginn getur létt þessari skyldu af læknum og heil- brigðisstarfsmönnum – enginn! Ekkert réttlætir að þessi vernd falli niður við andlát og að hægt sé að fara með upplýsingar um látna að geðþótta heilbrigðisyfirvalda, jafnvel þótt stutt sé (ó)lögum. Í frumvarpinu um gagnagrunns- lögin var ekki gert ráð fyrir að fólk gæti sagt sig úr grunninum en þeirri heimild var bætt inn í við um- ræður á alþingi. Eftir sem áður ganga lögin í ber- högg við þá viðteknu vinnureglu að leita skuli upplýsts samþykkis ein- staklinga áður en persónuupplýs- ingar eru notaðar í rannsóknar- skyni en þessi regla hefur verið við lýði allt frá Nürenberg-réttarhöld- unum. Fyrst lögin ganga út frá þeirri grundvallarreglu að einstak- lingar geti sagt sig úr grunninum geta þau varla náð til látinna því þeir geta eðli málsins samkvæmt ekki varið þennan lögbundna rétt. Kristin kirkja stendur vörð Kristin kirkja hefur um aldir staðið vörð um helgi mannlegs lífs. Á Íslandi gegnir kirkjan mikilvægu hlutverki við andlát fólks. Því má halda fram með rökum að öll helstu siðferðisgildi þjóðarinnar eigi ræt- ur að rekja til kenninga Krists um náungakærleika og virðingu fyrir lífinu. Sem kristinn maður lít ég á það sem heilaga skyldu mína að stuðla að því að upplýsingar um látna fari ekki í gagnagrunninn og leggst reyndar gegn því yfirhöfuð að upp- lýsingar um lifandi fólk fari í grunninn án upplýsts samþykkis. Hvað finnst fólki t.d. um þá hugmynd að upplýsingum úr sál- gæslusamtölum presta og sóknar- barna verði líka bætt í grunninn, svo og skriftamálum einstak- linga? Slíkt er auðvit- að fjarstæða. Eða hvað? Vegið að starfsheiðri Í samningi Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri og Íslenskrar erfða- greiningar er gert ráð fyrir að prestar og djáknar skrái upplýs- ingar í sjúkraskrár sem eigi síðan að fara í gagnagrunninn. Ætla má að samningar við aðrar heilbrigð- isstofnanir þar sem sömu stéttir eru við störf séu samhljóða. Hér þarf þjóðkirkjan að athuga sinn gang. Þetta má aldrei verða. Hér er beinlínis gert ráð fyrir að prestar og djáknar bregðist skyldum sínum við Guð og menn að þeir virði ekki vígsluheit sitt og tvöþúsund ára hefð kirkjunnar. Gagnagrunnslögin eru ótrúleg smíð og svo meingölluð að þau vega að helstu siðferðisgild- um elstu stétta samfélagsins, þau eru aðför að starfsheiðri presta, lækna og annarra heilbrigðisstétta – aðför að siðferðisgrunni þjóðar- innar. Sem prestur og fyrrverandi djákni brýni ég starfssystkin mín að láta aldrei upplýsingar úr sál- gæslusamtölum eða skriftamál af hendi við nokkurn mann eða yf- irvöld, sama hvað í boði er. Gerist það grefur þjóðkirkjan sína eigin gröf. Og hver getur treyst læknum sem láta persónu- upplýsingar af hendi – og jafnvel fyrir peninga? Viðurkennd mannréttindi Er einhver grundvallarmunur á þagnarskyldu presta og lækna og er einhver eðlismunur á upplýsing- um um sálrænt ástand fólks og upplýsingum um líkamlega kvilla? Nei! Og þess vegna eiga sjúkra- skrár og skriftamál að liggja í þagnargildi. Þegar presta og kirkju ber á góma kemur mörgum í hug dauðinn enda gegnir stéttin mikilvægri þjónustu við syrgjendur. Kirkjunni ber að standa vörð um sjálfsagðan rétt látinna um friðhelgi og graf- arfrið. En henni ber ekki síður að standa vörð um stjórnarskrárbund- in mannréttindi lifandi fólks. Ef einhver ein stofnun í landinu ætti að láta mál af þessu tagi til sín taka þá er það íslenska þjóðkirkjan. Mannrétt- indi látinna og lifenda Örn Bárður Jónsson Höfundur er prestur. Friðhelgi Grafreitir og kirkju- garðar eru staðir sem njóta friðhelgi, segir Örn Bárður Jónsson. Röskun grafarhelgi er refsiverð samkvæmt íslenskum lögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.