Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 65
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 65
hluti þeirrar raunmenntunar, sem
verður að prýða góðan lagamann.
Hann þarf jafnframt að vera ýmsum
kostum búinn, sem seint verða lærðir
af bókum, svo sem mannskilningi,
þroskuðu siðgæði, ríkri réttlætis-
kennd og dirfsku til að segja ætíð það,
sem hann veit sannast og réttast og
helst að lögum. Formleg lagakennsla
er þó engu að síður sá þátturinn við
mótun faglegs hæfis lagamannsins,
sem þyngst vegur.
Lögfræðikennslan verður að rísa
undir merkjum. Henni er ætlað að
skapa færa fagmenn, sem séu í stakk
búnir til að mæta þeim ströngu og sí-
vaxandi kröfum, er fyrr var lýst, og
vera vökumenn lýðræðisins og stríðs-
menn réttarins, er standi – með
„lagasverðið bjart“ að vopni – í fylk-
ingarbrjósi þeirra, sem berjast gegn
rangsleitni og meingerðum. Laga-
kennslunni verður að skapa þá um-
gjörð og þann aðbúnað sem hæfir.
Tryggja þarf þjónustu nægilega
margra og mikilhæfra kennara og
góða vinnuaðstöðu fyrir kennara
jafnt sem nemendur. Háskólakennslu
í lögfræði verður ekki haldið uppi
nema byggt sé á ítarlegum og sívirk-
um rannsóknum í lögfræði, en þessi
óhjákvæmilegi grunnur kennslunnar,
sem verður ætíð að vera samofinn
henni, krefst mannafla og umfangs-
mikilla heimildasafna. Við kennsluna
þarf einnig að nýta hvers kyns tækni,
sem auðveldar heimildaöflun og upp-
lýsingastreymi og stuðlar að skilvirk-
ari kennslu. Fræðsluhlutverki gagn-
vart almenningi, m.a. með atbeina
upplýsingatækninnar, má einnig síst
af öllu gleyma, þótt örðugt kunni að
vera að framfylgja því markmiði svo
að nægur sómi sé að. Öll þau svið,
sem hér voru nefnd, þarfnast veru-
legrar eflingar. Allt kostar þetta fé,
en naumar fjárveitingar hamla því að
kennsla og rannsóknir verði með
þeim hætti, sem vera ætti, enda þótt
þess skuli jafnframt minnst að fram-
farir á þessu sviði, sem öðrum, byggj-
ast ekki einvörðungu á fjármunum
heldur einnig á hugkvæmni, frum-
kvæði, starfsvilja og baráttuþreki
einstaklinga. Lagakennslan og lög-
fræðirannsóknirnar við Háskóla Ís-
lands líða nú vegna fjárskorts. Stór-
aukinna fjárveitinga er því þörf, en
úrbætur í því efni munu ekki fást
nema til komi breyttur og bættur
skilningur ráðamanna utan Háskól-
ans og innan.
Fagleg kennsla í lögfræði getur að
sjálfsögðu farið fram víðar en í Há-
skóla Íslands, og svo á einnig að vera.
Kennsla í lögum – á afmörkuðum
sviðum, svo sem í viðskiptarétti – er
nú einnig veitt, eða verður innan
skamms, í sumum þeim menntastofn-
unum öðrum, er starfa á háskólastigi.
Ber vissulega að fagna því og efla þá
þróun, þannig að tryggt verði að vel
sé að verki staðið. Samkeppni er holl,
á þessu sviði sem öðrum, og marg-
breytnin leiðir jafnt til aukins gró-
anda í „grasrótinni“ sem til viðgangs
fræðanna í æðra skilningi. Um ófyr-
irsjáanlega framtíð verður þó almenn
lögfræðimenntun á víðtækum fagleg-
um grundvelli einvörðungu veitt, hér
á landi, við lagadeild Háskóla Íslands.
Þar er og verður því starfið mest og
ábyrgðin þyngst við þróun íslenskra
lögvísinda og um leið þörfin ríkust
fyrir aukinn stuðning og skilning al-
mennings og stjórnmálamanna jafnt
sem æðstu stjórnvalda Háskólans.
Höfundur er forseti lagadeildar
Háskóla Íslands.
✐
✔
✎
❂
✎
✒
✔
✎
❒
❇
✎
✒
✐
✐
✑
✶
❅
❒
➝
❋
❒
✎
✗
✙
✙
✎
✍
❍
✎
❖
❋
M A Í
Kynlíf fyrr
á öldum
Heimt
úr helju
– t ó k l y f í l æ k n i s l e i k
Ást án
landa-
mæra
Benazir
Bhutto
Bjargvættur
lesblindra
Voruð þið
að rífast?
sumar-
tískuna
Allt um
Lítilli stúlku VAR EKKI HUGAÐ LÍF eftir að hún tók lyf í læknisleik.
ÁSTIN spyr ekki um LANDAMÆRI - 3 pör frá ólíkum löndum.
VAR KYNLÍFIÐ BETRA á tímum Grikkja og Rómverja?
Flott FÖT OG FYLGIHLUTIR - kíkt í búðir og fataskápa fyrir SUMARIÐ.
GYÐA Stefánsdóttir er BJARGVÆTTUR lesblindra.
Voruð þið AÐ RÍFAST? Hafðu engar áhyggjur!
VORLITIRNIR í snyrtivörum.
Nýtt Líf - fyr i r kröfuharðar konur