Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 70
UMRÆÐAN
70 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TRAUST verður að
ríkja milli almennings
og flugmálayfirvalda.
Í landi einsog okkar,
sem treystir mikið á
flugsamgöngur, er
mikilvægt að stjórn-
völd sem hafa eftirlit
með flugöryggi sinni
því af kostgæfni. Í op-
inberri umfjöllun í
kjölfar flugslyss í
Skerjafirði 7. ágúst sl.,
hefur komið fram hörð
en vel rökstudd gagn-
rýni á störf rannsókn-
arnefndar flugslysa og
Flugmálastjórn.
Hlutverk Alþingis er mikilvægt.
Í fyrsta lagi tekur Alþingi ákvörð-
un um fjárveitingar til flugmála, en
á fjárlögum þessa árs fara rúmlega
tveir milljarðar króna til Flugmála-
stjórnar og 24 milljónir króna til
rannsóknarnefndar flugslysa, auk
þess sem Alþingi og alþingismenn
hafa eftirlitsskyldu með því að
stjórnvöld vinni sín verk í samræmi
við lög og reglur.
Aðkoma
samgöngunefndar
Samgöngunefnd Alþingis fjallar
um flugmál á Íslandi. Í ljósi þess
óskuðu fulltrúar í samgöngunefnd
ítrekað eftir því við flugmálstjórn
og rannsóknarnefnd flugslysa að
fulltrúar þeirra kæmu fyrir nefnd-
ina á lokuðum fundi og skýrðu sín
sjónarmið, vegna þeirrar gagnrýni
sem fram hafði komið á þeirra
störf. Fulltrúi flugmálastjórnar
mætti en fulltrúar rannsóknar-
nefndarinnar gerðu það ekki, en
sendu nefndinni síðar bréf þar sem
gerð var tilraun til að skýra fjar-
veruna. Af þeim sökum að hvorki
samgönguráðherra né fulltrúar
nefndarinnar voru tilbúnir að mæta
á fund var ekki annarra kosta völ,
ef ræða átti málið frekar, en að
taka það upp við samgönguráð-
herra utan dagskrár á Alþingi.
Umræða utan dagskrár
á Alþingi
Í umræðunni var m.a. fjallað um
það hvernig skýrsla flugslysa-
nefndar tók breytingum frá frum-
skýrslu þar til hún
kom út í endanlegri
mynd. Ýmislegt í því
ferli vakti athygli, eins
og sjá má af umræð-
unum, sem finna má á
heimasíðu Alþingis.
Það var og er mitt
mat, að umrædd rann-
sókn hafi ekki haft
þann trúverðugleik
sem slík rannsókn
verður að hafa. Til
þess að endurvinna
trúnað hafi þurft að
koma til nýjar og frek-
ari rannsóknir. Því
beindi ég því til sam-
gönguráðherra í umræðunni; í
fyrsta lagi að hann endurskoðaði þá
ákvörðun að fá erlenda óvilhalla
viðurkennda aðila til að fram-
kvæma nýja rannsókn á flugslysinu
í Skerjafirði 7. ágúst sl. Í öðru lagi
að hann beitti sér fyrir því að er-
lendir óvilhallir viðurkenndir sér-
fræðingar geri úttekt á eftirlits-
kerfi Flugmálastjórnar, sem lýtur
að flugöryggi landsmanna. Við
þessu hefur samgönguráðherra
brugðist með því að óska eftir því
við Alþjóðaflugmálastofnunina
(ICAO) að hún geri úttekt á þess-
um málum hér á landi. Að öðru
leyti er ekki ástæða til að elta frek-
ar ólar við skrif framkvæmdastjóra
Flugþjónustunnar ehf., sem jafn-
framt á sæti í rannsóknarnefnd
flugslysa, og birtust í Morgun-
blaðinu í gær.
Athugasemd
við skrif Sveins
Björnssonar
Lúðvík Bergvinsson
Höfundur er alþingismaður.
Flugslys
Ekki var annarra kosta
völ, ef ræða átti málið
frekar, segir Lúðvík
Bergvinsson, en að
taka það upp við sam-
gönguráðherra utan
dagskrár á Alþingi.
HÉR hvílir, minn-
ingin lifir og hvíl í friði
eru algengustu graf-
skriftir á legsteinum.
Þetta er hinsta kveðja
eftirlifandi til látinna
ástvina sinna. Í Háva-
málum eru þau spak-
mæli að „deyr fé,
deyja frændur, deyr
sjálfur ið sama; en
orðstír deyr aldregi,
hveim er sér góðan
getur“. Vonin er að
minning og góður
orðstír lifi. Að öðru
leyti er um einkamál
að ræða. Að hinir
látnu hvíli í friði.
Þar til nú. Með gagnagrunnslög-
unum er sett fram það markmið að
nýta heilsufarsupplýsingar í fjár-
hagsskyni. Heilsufarsupplýsingar
eru viðkvæm einkamál. Markmið
er sagt að búa út upplýsingar í
hagnaðarskyni sem gætu gagnast,
til dæmis, til að finna upp ný lyf
eða til að stjórna heilbrigðisstofn-
unum, til að finna leiðir til að skera
niður kostnað, hagræða á deildum,
eða reikna áhættu í tryggingum.
Þannig mætti áfram telja hugsan-
legan fjárhagslegan ávinning sölu-
manna af hagnýtingu upplýsing-
anna. Og jafnvel þótt ekkert af
þessu væri söluvara þá er alltént
hægt að gera söluvöru úr þeim
sýndarveruleika að mikil hagnað-
arvon sé af þessu öllu saman. Þjóð-
sagan segir jú að Einar Ben hafi
selt norðurljósin fyrir skotsilfur og
brennivín.
Og nú fer gagnagrunnur á heil-
brigðissviði að banka upp á hjá þér
og krefjast upplýsinga. Samningar
hafa tekist við nokkur sjúkrahús á
landsbyggðinni þar sem pólitískt
skipaðar stjórnir taka fram fyrir
hendur á læknum og ganga til
samninga um afhendingu heilsu-
farsupplýsinga allra einstaklinga
til gagnagrunnsins. Eitthvað fá
þær fyrir vikið, kannski nýjar tölv-
ur, hrós fyrir uppbyggingu starfa á
landsbyggðinni, klapp á bakið, eða
einhver atkvæði í sveitarstjórnar-
kosningum.
Og gagnagrunnurinn bankar og
bankar og krefst upplýsinga um
alla. Líka um alla hina látnu.
Landlæknir neitar
Ung stúlka, Ragnhildur Guð-
mundsdóttir, missti föður sinn,
Guðmund Ingólfsson, fyrir nokkr-
um árum. Guðmundur er einn besti
jasspíanisti landsins, alger snilling-
ur er hans orðstír.
Hann á einnig sitt
einkalíf. Og dóttir
hans vill að hann fái
að hvíla í friði. Hún
óskaði eftir því við
landlækni að upplýs-
ingar úr sjúkraskrá
föður hennar yrðu
ekki fluttar í gagna-
grunn á heilbrigðis-
sviði.
Eftir japl, jaml og
fuður í heilt ár svarar
landlæknir loks fyrir
hönd landlæknisemb-
ættisins og neitar að
verða við bón hennar.
Til að rökstyðja neitunina dregur
embættið upp að í athugasemdum
með gagnagrunnsfrumvarpinu sé
ekki gert „ráð fyrir því að einstak-
lingar geti hafnað því að upplýs-
ingar um látna foreldra þeirra séu
færðar í gagnagrunninn“.
Tugir annarra einstaklinga
höfðu sent landlækni svipaða
beiðni. Þeir fengu einnig neitun og
sömu svör.
Hvergi er að finna skýra laga-
heimild til að flytja upplýsingar um
látið fólk í gagnagrunninn. Land-
læknir færir engin rök fyrir því að
hann geti heimilað flutning upplýs-
inga um látna í grunninn. Áður en
hann varð landlæknir skilaði Sig-
urðar Guðmundsson séráliti um
gagnagrunnsfrumvarpið, dags. 3.
sept. 1998, og segir að heilsufars-
upplýsingar geti snert „helgustu vé
fólks“ og um látna menn „Ekki er
kveðið sérstaklega á um hvernig
fara eigi með upplýsingar um látna
menn. Vísa þarf til ákvæða upplýs-
ingalaga um það efni (80 ára regl-
an).“ Þarna vísar hann til þess að
aðgang að einkamálefnum manna
skyldi fyrst veita að áttatíu árum
liðnum frá því þau urðu til sam-
kvæmt upplýsingalögunum. Þeim
lögum var breytt árið 1997 og laga-
ákvæði um sjúkraskrár voru felld
undir lögin um réttindi sjúklinga. Í
þeim breytingum fólst að það er
Persónuvernd, en ekki úrskurðar-
nefnd um upplýsingamál, sem fer
með úrskurðarvald yfir sjúkra-
skrám um látna sem geymdar eru
t.d. á Þjóðskjalasafni. Um aðgang
að þeim upplýsingum sem ekki hef-
ur verið eytt gilda því strangar
reglur persónuverndarlaganna.
Landlæknir, Sigurður Guðmunds-
son, hefði getað orðið við beiðni
ungu stúlkunnar á grundvelli
þeirra ströngu reglna sem Sigurð-
ur Guðmundsson borgari og fyrr-
um formaður vísindasiðanefndar
vildi láta gilda um „helgustu vé“
hinna látnu. Hann kaus að gera
annað.
Hvað hefur breyst? Landlækn-
isembættið og heilbrigðisráðuneyt-
ið fá ókeypis aðgang að gagna-
grunninum m.a. til skýrslu- og
áætlunargerðar. Embættið og
ráðuneytið hafa hag af því að eng-
inn sleppi úr grunninum. Ef fólk
sleppur úr grunninum verður
skýrslugerðin erfiðari. Eru það
hagkvæmnisástæður embættisins,
ráðuneytisins eða fyrirtækisins
sem ráða neituninni? Eru hags-
munir ríkisvaldsins og fyrirtækis-
ins settir ofar hagsmunum einstak-
linganna sem vilja vernda helgustu
vé sín? Eru þetta eðlileg tengsl
milli hagsmuna embættis og ráðu-
neytis annarsvegar og fyrirtækis
hinsvegar?
Mannvernd styður
baráttu stúlkunnar
Samtökin Mannvernd styðja
réttindabaráttu þessarar ungu
stúlku. Ragnar Aðalsteinsson, lög-
maður samtakanna, rekur nú mál
stúlkunnar í héraðsdómi Reykja-
víkur gegn Sigurði Guðmundssyni
landlækni, fyrir hönd landlæknis-
embættisins. Gerð er sú dómkrafa
að ákvörðun landlæknisembættis-
ins um neitun verði felld úr gildi og
að dómurinn viðurkenni rétt henn-
ar til að banna að upplýsingar um
föður hennar verði fluttar í gagna-
grunn á heilbrigðissviði.
Ef þú vilt styðja ungu stúlkuna í
baráttu við þau öfl sem hunsa
hennar sjálfsagða rétt, hunsa bón
hennar um að ekki verði hróflað við
gögnum um látinn föður, þá getur
þú lagt þitt af mörkum. Það er best
gert með því að senda beiðni til
landlæknis um að upplýsingar um
látna aðstandendur þína verði ekki
fluttar í gagnagrunn á heilbrigð-
issviði. Þannig tryggir þú einnig
friðhelgi þeirra, að einnig þínir fái
að hvíla í friði.
Úrsagnareyðublöð og upplýsing-
ar eiga að vera aðgengileg á heil-
brigðisstofnunum. Töluverður mis-
brestur er á því og er sá mis-
brestur enn eitt dæmi um
stjórnsýslu landlæknisembættisins
í þessu máli og skort á stjórnfestu
hins opinbera. Í mörgum apótek-
um, til dæmis, eru úrsagnareyðu-
blöðin komin niður í skúffu. Þá
vantar enn úrsagnareyðublöð fyrir
lífsýnasöfn. Vonandi þarf ekki að
koma til kasta dómstóla til að
þvinga stjórnvöld til að hafa úr-
sagnareyðublöð aðgengileg fyrir
borgarana eins og lög kveða á um.
„Hvíl í friði“, þar til ...
Einar Árnason
Gagnagrunnur
Samtökin Mannvernd,
segir Einar Árnason,
styðja réttindabaráttu
þessarar ungu stúlku.
Höfundur er prófessor í
þróunarfræði og stofnerfðafræði
við Háskóla Íslands og
varaformaður Mannverndar.
Með prentara og án prentara
Fyrir rafhlöðu og 220 V AC
RÖKRÁS EHF.
Kirkjulundi 19, sími 565 9393
Hágæða vogir á góðu verði