Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 71
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 71
Opinn kynningarfundur föstudaginn 11. maí í
Borgartúni 6 frá kl. 13.00 - 17.00
Nordic Interactive - samstarf um notkun og þróun á gagnvirkri
upplýsingatækni:
Preben Mejer, Tele Danmark
Norrænir tengiliðir við Nordic Interactive:
Morten Kyng, The National Danish Centre for IT Research, Danmörku -
Kenneth Olausson, The Interactive Institute, Svíþjóð -
Phillip Dean, UIAH Media Lab, Finnlandi - Research
Hilde Lovett, Telenor, Noregi
Íslenskir frummælendur:
Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent Háskóla Íslands:
Tungutækniáætlun menntamálaráðuneytisins
Snæbjörn Kristjánsson, RANNÍS: Markáætlun um upplýsingatækni
og umhverfismál
Aðgangur ókeypis.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til
rannis@rannis.is
„Nordic Interactive“ - Norrænt netverk
um notkun og þróun á gagnvirkum
upplýsingatæknikerfum
Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800,
bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is,
heimasíða http//www.rannis.is
„EINHVERN tíma
fyrir 1933 kom roskin
kona og hringdi dyra-
bjöllunni heima hjá
mér. Hún vildi endilega
selja mér bækling sem
fjallaði um yfirvofandi
heimsendi en ég af-
þakkaði boðið þar sem
ég taldi áhyggjur henn-
ar ótímabærar,“ segir
Margareta Buber-
Neumann. Margir aðr-
ir gætu sagt svipaða
sögu. En saga Buber er
sérstök af því að tæp-
um tíu árum síðar átti
hún sjálf eftir að koma
til votta Jehóva — og það á stað sem
hún hefði ekki getað ímyndað sér ár-
ið 1933 að að hún ætti eftir að lenda
á. Margareta Buber er þá fangi í
fangabúðunum í Ravensbrück og
sem skálafyrirliði kemur hún inn í
sérstakan heim sem er frábrugðinn
fangabúðalífinu almennt. Í skálanum
eru vottar Jehóva og þessar konur
lifa allt öðruvísi lífi en venjan er í
fangabúðum. „Í skála 3 hófst furðu-
legur kafli í lífi mínu. Hjá andfélags-
legu föngunum hafði hver einasta
mínúta dagsins verið upptekin af
einhverjum skyldustörfum eða af
ótta við einhver vandræði. Hjá vott-
unum fannst mér ég hafa himin
höndum tekið, í skálanum fór allt
fram með nákvæmni og áreiðanleika
klukkunnar. Verkefni mitt fólst í því
að reyna að gera líf þessara 300
kvenna sem bærilegast á meðan á
skálavistinni stóð, koma í veg fyrir
að SS-skálavörðurinn væri með
áreitni og gæta einstaklingsbund-
inna hagsmuna fanganna. ... [Vott-
arnir] voru þeir einu meðal fanganna
sem höfðu með sér lokað samfélag
grundvallað á sameiginlegri trú og
sannfæringu. ... Þegar ég kom í skála
3 hafði ég litla sem enga hugmynd
um hvað fælist í trúarsannfæringu
þeirra né heldur hvers vegna Hitler
leit á þá sem óvini ríkisins og var
uppsigað við þá.“ SS-verðirnir gátu
sent vottana út fyrir búðirnar, þess-
ar konur flýðu ekki. Þær voru sjálf-
viljugar í fangbúðunum eins og Bub-
er greinir frá. Með því að undirrita
yfirlýsingu um að þær afneituðu trú
sinni gátu þær yfirgefið fangabúð-
irnar samdægurs sem frjálsar kon-
ur. Vottarnir höfðu samt allt aðra
skoðun en Buber á því hvað væri
frelsi og fangavist. Sama tilboð var
lagt fyrir píslarvotta frumkristnu
kirkjunnar á sínum tíma ef þeir af-
neituðu trúnni, svikju Guð. Þeir
völdu frekar að vera sendir í róm-
versku hringleikahúsin þar sem ljón
rifu þá í sig. Með reisn gengu þeir í
dauðann, mörgum heiðingjum til for-
undrunar. Þeir vildu ekki bjarga líf-
inu — að svíkja Guð var það sama og
semja sig að siðum heiðingjanna.
Vottarnir voru tilbúnir, eins og
einn fanginn í Stutthof orðaði það, til
að feta braut trúfestinnar við föður-
inn eins og Kristur gerði. Frum-
kristnir menn áttu að færa keisaran-
um fórnir. Þeir neituðu því af sömu
ástæðu og vottarnir í fangabúðunum
neituðu að undirrita og afneita
trúnni. Eitt sinn sagði Buber við eina
konuna: „Ég skil ekki hvers vegna
þið skrifið ekki undir. Þið getið bara
haldið áfram að trúa og útbreiða boð-
skapinn á laun. Það kæmi sér miklu
betur fyrir hreyfinguna.“ — „Nei,“
svaraði hún, „það stríðir gegn sam-
visku okkar. Að láta SS-mönnum í té
þessa undirskrift er það sama og að
ganga í bandalag við djöfulinn.“
Voru þær ofstækisfullar? Nei, þær
brugðust við sem einstaklingar í
fangabúðunum — alls ekki sem fjar-
stýrð vélmenni eins og það gæti
kannski litið út í augum utanaðkom-
andi og skilningsvana fólks. Vottur,
sem var fangi í Stutthof, segir að til-
hugsunin um að afneita trúnni hafi
getað verið freistandi.
Ég verð að bæta við:
Auðvitað var það freist-
andi — Stutthof var
helvíti og vottarnir
voru ekki vélmenni
heldur manneskjur. En
þessi kona féll ekki fyr-
ir freistingunni. Það
ræður úrslitum. Styrk-
urinn, sem konurnar
bjuggu yfir í fanga-
búðunum, átti rætur
sínar í trú þeirra og
staðfestu sem þær
sóttu í frásögu guð-
spjallanna af dauða-
dómi og krossfestingu
Jesú. Vottar Jehóva lifa í þeirri sann-
færingu að Jesús komi brátt aftur;
þá líði þessi illi heimur undir lok og
nýr heimur taki við sem varir að ei-
lífu. Þangað til hefur Satan tækifæri
til að birtast og beita öllum sínum
brögðum. Þær litu á Hitler sem
verkfæri og spegilmynd Satans. Þar
af leiðandi vildu þær ekki beygja sig
undir vald Hitlers. Þær vildu ekki
heilsa með „Heil Hitler“ eða þjóna
stríðsvél hans á nokkurn hátt.
Þetta kann að þykja undarlegt nú
á tímum: Hvers vegna vildu þær ekki
heilsa með „Heil Hitler“ eins og hver
annar? Var ekki saklaust að rétta
fram handlegginn? Ekki fyrir vott-
ana. Að heilsa með „Heil Hitler“ var
eitt og hið sama og að falla á kné fyr-
ir Satan: Hitler var þá gerður að guði
þessa heims og Jehóva var afneitað.
Þetta var ekki ofstæki. Í augum vott-
anna var málið ósköp einfalt: Þeir
heiðra engan nema Jehóva. Ef nauð-
syn krefur eru þeir tilbúnir til að láta
lífið. Vottarnir líta ekki á dauðann
sem endi alls. Þeir líta sömu augum á
lífið og frumkristnir menn gerðu: Líf
mannsins er ekki eingöngu þetta líf
sem lýkur með dauðanum. Trú
þeirra á endurkomu Jesú þýðir það
sama fyrir þá og hina frumkristnu,
að upprisan eigi sér stað og þá hefjist
hið eiginlega líf — sem er, eða öllu
heldur var, undirstaða kristninnar.
Þessi upprunalegi lífsskilningur
kristninnar og veraldleg máttarvöld
hafa gert marga að píslarvottum og
eiga eflaust eftir að gera fleiri að
píslarvottum. Dauðinn er ekkert
vandamál fyrir þann sem er algjör-
lega sannfærður um upprisuna.
Hægt er að búa yfir þeim trúarstyrk
að fara „sjálfviljugur“ í fangabúðir ef
nauðsyn krefur. Vottarnir sóttust
ekki eftir að fara í fangabúðir og afla
sér virðingar sem píslarvottar en ef
það var nauðsynlegt voru þeir til-
búnir til að feta í fótspor Krists.
Fyrir síðari heimsstyrjöldina voru
25.000 vottar í Þýskalandi. Sex þús-
und enduðu í fangabúðum, þar af lét-
ust tvö þúsund. Talan er kannski lág
í samanburði við þann fjölda sem lét
lífið í fangabúðunum. En — þrátt
fyrir allt lentu 25 prósent allra votta í
Þýskalandi í fangabúðum, og um það
bil 10 prósent af vottunum í heild
létu lífið þar. Ekkert annað kirkju-
félag nálgaðist þetta hlutfall.
Vottarnir fá alltaf gott umtal þeg-
ar minnst er á þá í frásögnum ann-
arra af fangabúðavistinni. Lise Børs-
um, norsk kona sem var í fanga-
búðunum, leggur áherslu á að ekki
hafi verið slegist um matinn í skála
vottanna. Það var sjaldgæft að hópur
manna byggi yfir slíku siðferðis-
þreki. Og hún skrifar í bókinni
Kvindehelvedet i Ravensbrück: „Að
sumu leyti litum við á þær eins og
hálfklikkaðar en þær hjálpuðu okkur
á ýmsan hátt.“ Børsum vill láta þess
getið að vottarnir hafi sýnt öðrum
hlýju og umhyggju: Þær sýndu öðr-
um föngum mannúð, hvort sem þeir
voru kristnir, gyðingar eða guðleys-
ingjar. Þegar líða tekur á frásögnina
segir hún að aðrir fangar hafi stund-
um fengið gefins kartöflur hjá vott-
unum.
Kartafla þykir ekki merkileg gjöf í
allsnægtaþjóðfélagi. En í fangabúð-
unum sultu menn heilu hungri. Að
gefa öðrum til dæmis kartöflu var
fórn sem krafðist innri styrks, sér-
stakrar trúar og sannfæringar. Í
búðunum var ekkert ætilegt látið af
hendi. Voru vottarnir þá dýrlingar,
bjuggu þeir yfir sérstöku siðferðis-
þreki sem aðeins fáum er gefið?
Vottar, sem komust lifandi úr fanga-
búðunum, vísa því á bug. Þeir hafa
engan áhuga á að láta hampa sér
sem hetjum.
Horst Schmidt er vottur Jehóva.
Hann sat í fangelsinu í Branden-
borg, dæmdur til dauða fyrir að neita
að gegna herþjónustu. Hann vill
beina athyglinni frá eigin verðleikum
og að trúnni. Eins og hann segir
sjálfur: Styrkur minn bjó í trúnni.
Hann tekur því í sama streng og
Dostojevskíj: Sá sem veit af hverju
hann þjáist getur þolað hvað sem er.
Bæði Dostojevskíj og Horst
Schmidt leggja hvor á sinn hátt
áherslu á kraft trúarinnar. Þar bera
þeir báðir sannleikanum vitni, hvor á
sinn hátt.
TRÚIN Í FANGA-
BÚÐUM NASISTA
Lasse Brandstrup
Vottarnir fá alltaf
gott umtal, segir
Lasse Brandstrup,
þegar minnst er á þá
í frásögnum annarra
af fangabúðavistinni.
Höfundur er trúarbragðafræðingur
og rithöfundur.
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
Kokkabókastatív
Litir: Svart, blátt,
grænt, grátt
Verð kr.
3.995