Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 72
ÍSLENDINGAFÉLÖG
72 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga í Vesturheimi var haldið í
Vancouver í Kanada síðustu helgina í
apríl. Þingfulltrúar voru um 80 tals-
ins frá 16 Íslendingafélögum í Kan-
ada, Bandaríkjunum og Þjóðræknis-
félaginu á Íslandi. Aðalmál þingsins
var undirbúningur að frekari eflingu
heildarsamtaka allra Íslendinga-
félaga í Vesturheimi og er stefnt að
því að næsta þing Þjóðræknisfélags-
ins, sem haldið verður í Minneapolis í
Bandaríkjunum á næsta ári, marki
tímamót varðandi sameiningarferlið.
Í október sl. undirrituðu Sigrid
Johnson, forseti Þjóðræknisfélags
Íslendinga í Vesturheimi, Jón Sig.
Guðmundsson fyrir hönd
Þjóðræknisfélagsins í Bandaríkjun-
um og Markús Örn Antonsson, for-
maður Þjóðræknisfélagsins á Íslandi,
viljayfirlýsingu um nánari samvinnu
allra Íslendingafélaga í Norður-Am-
eríku með aðild Þjóðræknisfélagsins
á Íslandi. Hefur málinu verið fylgt
eftir í samtölum við forystumenn
félaganna og er gert ráð fyrir að
Þjóðræknisfélagið á Íslandi gegni
þýðingarmiklu samræmingarhlut-
verki og þjónustu við heildarsamtök-
in í framtíðinni.
Á ársþinginu í Vancouver gerði
Markús Örn Antonsson grein fyrir
störfum Þjóðræknisfélagsins á Ís-
landi, sem hefur á stefnuskrá sinni að
stuðla að reglubundnum menningar-
samskiptum milli Íslands og Íslend-
ingabyggða í Vesturheimi, m.a. með
gagnkvæmum heimsóknum lista-
manna og fyrirlesara, útgáfumálum,
stuðningi við bókasöfn Íslendinga-
félaganna vestanhafs og upplýsinga-
þjónustu á skrifstofu félagsins í
Reykjavík. Kristín Ólafsdóttir, sem
starfað hefur á alþjóðasviði skrifstofu
Alþingis, mun taka við starfi skrif-
stofustjóra innan skamms. Skrifstofa
Þjóðræknisfélagsins er rekin með til-
styrk utanríkisráðuneytisins og í
samvinnu við það. Fram komu sér-
stakar þakkir til Halldórs Ásgríms-
sonar utanríkisráðherra, fyrir þann
mikla áhuga sem hann hefur sýnt
auknu samstarfi þjóðræknisfélag-
anna í Vesturheimi og á Íslandi.
Almar Grímsson, formaður stjórn-
ar Snorra-sjóðsins, skýrði frá ung-
mennaskiptum sem sjóðurinn annast
fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins á Ís-
landi og Norræna félagsins. Sjóður-
inn hefur undanfarin tvö sumur
styrkt alls 32 námsmenn af íslensk-
um ættum frá Kanada og Bandaríkj-
unum til sex vikna dvalar á Íslandi.
Fimmtán til viðbótar munu koma
hingað í sumar og stefnt er að því að
gefa íslensku námsfólki kost á sam-
svarandi sumardvöl í Íslendinga-
byggðum í Kanada.
Rúmlega 2000 manns eru starfandi
í félögum og deildum innan Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga í Vestur-
heimi. Á þinginu gengu félög Vestur-
Íslendinga í Minneapolis og Victoria í
British Columbia í samtökin. Mikil
umræða fór fram um framtíðarstarf
félaganna, endurnýjun þeirra og öfl-
un nýrra félagsmanna. Árið 2000 var
mjög uppbyggjandi fyrir félögin
vegna margvíslegra viðburða, sem ís-
lensk stjórnvöld stóðu að í tilefni af
árþúsundaskiptum og landafundahá-
tíð. Fram kom eindreginn vilji til að
virkja hinn mikla áhuga sem skap-
aðist af því tilefni til styrkingar
félagsstarfi Vestur-Íslendinga og
samskiptum við Ísland.
Á þinginu voru Hjálmar W. Hann-
esson, sendiherra Íslands í Ottawa,
og Eiður Guðnason, aðalræðismaður
í Winnipeg. Flutti sendiherrann há-
tíðarræðu, þar sem hann lýsti hinum
margvíslegu samskiptum, sem
þróast hafa í tímans rás milli Kanada
og Íslands á sviði varnarmála, sam-
gangna, viðskipta og menningar-
mála. Hin sérstöku tengsl milli Ís-
lands og Vestur-Íslendinga yrðu
forgangsverkefni hjá sendiráðinu og
skrifstofu aðalræðismannsins í
Winnipeg.
Rúmlega 80 þingfulltrúar frá 16 félagsdeildum innan Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og Þjóðrækn-
isfélagsins á Íslandi sóttu ársþingið, sem haldið var í Vancouver síðustu helgina í apríl.
Heildarsamtök allra
Íslendingafélaga
í Vesturheimi efld
Sigrid Johnson, forseti Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi,
ásamt forystumönnum tveggja Íslendingafélaga, sem
gengu í samtökin á þinginu, þeim Haraldi Bjarnasyni í
Vancouver (t.v.) og Fred Bjarnason frá Victoria.
Hjálmar W. Hannesson sendiherra afhendir Fred Bjarnason f.h. félags-
ins í Victoria enska útgáfu Íslendingasagna, sem var þjóðargjöf Íslend-
inga til bókasafna og stofnana vestanhafs í tilefni af landafundaári. Með
þeim á myndinni er Ray Johnson, fyrrv. formaður Þjóðræknisfélagsins í
Vesturheimi, sem hefur annast afhendingu þjóðargjafarinnar.
Fulltrúar íslensku utanríkisþjónustunnar í Kanada: Eiður
Guðnason, aðalræðismaður í Winnipeg, Heather Alda Ire-
land, ræðismaður í Vancouver, og Hjálmar W. Hannesson,
sendiherra í Ottawa.
Höfundur er útvarpsstjóri og
formaður Þjóðræknisfélagsins
á Íslandi.
Markús Örn Antonsson afhenti Óla Leifssyni, formanni Ís-
lendingafélagsins í British Columbia, bókagjöf frá Þjóð-
ræknisfélaginu á Íslandi og bókaútgáfunni Eddu.
Stefnuskrá Þjóðræknisfélagsins er, segir
Markús Örn Antonsson, að stuðla að reglu-
bundnum menningarsamskiptum milli Ís-
lands og Íslendingabyggða í Vesturheimi.
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
Pipar og salt kvarnir,
mikið úrval
Vorfagnaður Þýsk-íslenska vinafélagsins á Suðurlandi verður haldinn
föstudaginn 18. maí nk. í gamla samkomuhúsinu að Minni-Borg í
Grímsnesinu. Húsið opnar kl. 19:30, borðhald hefst kl. 20:30. Boðið
verður upp á Spatzel. Jón Bjarnason mun sjá um skemmtiatriði og
leika fyrir dansi eftir borðhald. Miðaverð er 1.800 kr.
Þýsk - íslenska vinafélagið á Suðurlandi
Þátttaka tilkynnist fyrir 14. maí til Magnúsar s. 551 2501, Georgs
s. 486 8933 eða Ragnheiðar s. 554 2030, allt eftir kl. 19.00.
Hittumst hress og takið með ykkur gesti. Stjórnin
Bankastræti 3,
sími 551 3635
Póstkröfusendum
Lífrænar jurtasnyrtivörur
Hálskremið — hálskremið
BIODROGA