Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 81 DAGBÓK strets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. Ný snyrtistofa Hef opnað snyrtistofu í Silfurtunglinu, Skipasundi 51, v/Holtaveg, sími 588 7088, gsm 691 0381 Kristín B. Hallbjörnsdóttir. Laugavegi 54 - Sími 25201 Gallajakkar frá 3.990 Gallaskokkar frá 2.990 Gallabuxur frá 4.990 stærðir 36-44 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert á margan hátt sér- stakur og það dregur fólk að þér, en stundum ertu of upp- tekinn af sjálfum þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur ekki látið ótta við það óþekkta halda aftur af þér um alla eilífð. Þú ert vel í stakk búinn og átt að geta tekist óhræddur á við lífið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þess að draga ekki ályktanir af ófullkomnum staðreyndum. Gefðu þér tíma til þess að kynna þér mál og þá verður framkvæmdin ár- angursrík og örugg. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Má vera að þú hafir ekki nóg fyrir stafni og þurfir því að velja þér viðameiri viðfangs- efni. Af þeim er nóg svo það er ekki eftir neinu að bíða. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Finnist þér samband þitt og vina þinna vera orðið ein- stefna skaltu tala við þá og gera þeim grein fyrir því að þú gerir kröfur til þeirra líka. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Finnist þér þú vera eitthvað slappur þessa dagana ættirðu að taka heilsu þína til endur- skoðunar. Mörgu má nefni- lega breyta með lítilli fyrir- höfn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt öllum séu sett einhver takmörk myndi fátt gerast ef enginn freistaði þess að komast örlítið lengra. Og svo aðeins lengra og aðeins lengra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu ekki að berja aðra til hlýðni við skoðanir þínar. Það kallar bara á mótþróa. Sýndu virðingu og lipurð og leyfðu öðrum að gera upp sinn hug. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er gott að eiga vin, sem óhætt er að ræða við sín hjartans mál. En þú þarft að vera tilbúinn til að hlusta á vininn þegar hann þarfnast þín. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu þér ekki bregða þótt sviðsljósið beinist að þér. Þú hefur til þess unnið og mátt njóta þess ef þú lætur það ekki stíga þér til höfuðs. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er svolítið hastarlegt að uppgötva það að hafa leitað lausnarinnar yfir lækinn, þegar hún var allan tímann við hendina. En betra en ekki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Leyfðu bjartsýni þinni að ráða ferðinni. Þótt margir hjallar virðist í veginum, eru þeir bara til sigrast á. Þú hef- ur alla burði til þess. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefðir gott af því að kom- ast afsíðis og velta fyrir þér lífinu og tilverunni. Umfram allt þarft þú að forðast fljót- færni, sem þér hættir til. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT UM DAUÐANS ÓVISSAN TÍMA Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt hvað fyrir er; grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. Hallgrímur Pétursson TOMMY Gullberg og Lars Andersson fundu fallega vörn gegn fjórum spöðum Marcins Lesniewski í keppni sænska landsliðshópsins við þann pólska, sem fram fór í síðasta mánuði. Gullberg var í vestur og hugsaði vörnina rökrétt frá byrjun: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ KG9653 ♥ ÁG8 ♦ 109 ♣ K5 Vestur Austur ♠ Á ♠ D842 ♥ 543 ♥ D1096 ♦ G7653 ♦ 82 ♣Á963 ♣1042 Suður ♠ 107 ♥ K72 ♦ ÁKD4 ♣DG87 Vestur Norður Austur Suður Gullberg Martens Andersson Lesniewski -- -- -- 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass * yfirfærsla í spaða Með því að yfirfæra fyrst á öðru þrepi og stökkva svo í fjóra spaða, var Martens að gefa makker milda áskorun í slemmu. Lesniwski hafði auðvitað engan slemmu- áhuga með lágmarksgrand og tvíspil í spaða. Þegar boðið er upp í slemmu og stansað í geimi er vörnin yfirleitt heldur von- dauf um að fá töluna. A.m.k. þarf eitthvarð sérstakt að koma til. Gullberg hélt á tveimur ásum og sá helstu vonina í því að byggja upp stungu hjá makker – hann kom því út með smáan tígul frá lengsta lit. Lesniewski átti slaginn í borði og spilaði spaða á tíuna og ás Gull- bergs. Þessi byrjun reyndist afdrifarík. Gullberg hélt áfram með tígul og þegar Andersson komst inn á spaðadrottningu, spilaði hann makker inn á laufás og fékk tígul í þriðja sinn. Blind- ur átti hæsta spaða, níuna, en Andersson áttuna staka á eftir, sem hlaut að verða að slag. Lesniewski var ónáængur með sjálfan sig, því hann sá að hann hefði átt að taka fyrsta slaginn heima og spila spaðasjöunni að blindum. Þá hefði ás vesturs slegið vind- högg og trompuppfærslan þar með úr sögunni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Ámorgun föstudaginn 11. maí verður níræður Höskuldur Bjarnason frá Burstafelli á Drangsnesi, nú til heimilis á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna á Hrafnistu í Reykjavík. Af því tilefni ætla hann og kona hans, Anna Guðrún Hall- dórsdóttir, að taka á móti ættingjum og vinum í félagsheimilinu Baldri á Drangsnesi laugardaginn 12. maí, frá kl. 16-19. Gjafir eru vinsamlegast afþakkað- ar, en þeim sem vilja gleðja hann er bent á Sundlaugar- sjóðinn á Drangsnesi. (Kt: 68016-9719, reiknisnúmer: 650151, í Búnaðarbankanum á Hólmavík.) 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 10. maí, verður níræður Þórar- inn Brynjólfsson, fyrrv. vél- stjóri frá Dýrafirði, nú bú- settur í Þverbrekku 4, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum sunnudaginn 13. maí nk. í safnaðarheimili Kársnessóknar, Borgum í Kópavogi, frá kl. 15.30-18. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 10. maí, verður áttræður Oddur Geirsson, pípulagninga- meistari, Holtagerði 64, Kópavogi. Hann heldur upp á daginn í faðmi fjölskyld- unnar. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 10. maí, verður fimmtugur Herluf Már Melsen, fram- kvæmdastjóri Smurþjón- ustunnar, Skipholti 60, Reykjavík. Eiginkona hans er Sveinfríður Þorvarðar- dóttir. Hann er að heiman á afmælisdaginn. DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 10. maí, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Hólmfríður Löve og Þor- steinn C. Löve, múrarameistari, Miðtúni 20, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson Íslandsmeist- arar í paratvímenningi Hjónin Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson sigruðu með fá- dæma yfirburðum í Íslandsmótinu í paratvímenningi sem spilað var í Verkmenntaskólanum á Akureyri um síðustu helgi. 44 pör tóku þátt í mótinu sem fór vel fram í alla staði undir stjórn Antons Haraldssonar. Lokastaðan: Björk Jónsdóttir - Jón Sigurbjörnss. 359 Bryndís Þorsteinsd - Ómar Olgeirss. 227 Una Sveinsdóttir - Pétur Guðjónss. 223 Jacqui McGreal - Böðvar Magnúss. 202 María Haraldsd. - Bjarni H. Einarss. 178 Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðars.175 Soffía Guðmundsd. - Eiríkur Hjaltas. 170 Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Mánudaginn 7. maí mættu 17 pör. Spilaður var Mitchell, 18 spil. Lokastaðan var þessi: NS-riðill: Ragnheiður Bragad. - Ásta Ástþórsd. 173 Páll Guðmundss. - Kristinn Péturss. 158 Svava Jónsd. - Kristján Nielsen 158 AV-riðill: Sturlaugur Eyjólfss. - Birna Lárusd. 167 Dúfa Ólafsd. - Jóhannes Jónss. 155 Jórunn Kristinsd. - Stefán Óskarss. 153 Síðasta spilakvöld vetrarins verð- ur mánudaginn 14. maí. Spilað er í Þönglabakka 1, 3. hæð og hefst spilamennska kl. 20. Allir velkomnir. Bridsfélag Akraness Starfið í vetur var með hefð- bundnu sniði og þátttaka með ágæt- um. 12. október hófst 5 kvölda tví- menningskeppni þar sem 3 bestu kvöldin giltu, sigurvegarar þar urðu þeir Alfreð Viktorsson og Stefán Jó- hannsson. 23. nóvember hófst hraðsveita- keppni, spilaðir voru 10 spila leikir og tvöföld umferð, 6 sveitir tóku þátt og það var sveit Inga Steinars Gunn- laugssonar sem bar sigur úr býtum, sveitina skipuðu: Ingi Steinar Gunn- laugsson, Ólafur G. Ólafsson, Alfreð Viktorsson, Stefán Jóhannsson og Guðjón Guðmundsson. 11. janúar hófst Akranesmót í sveitakeppni, spilaðir voru 2 16 spila leikir á kvöldi og tvöföld umferð, 9 sveitir tóku þátt, sveit Árna Braga- sonar hreppti titilinn að þessu sinni með 344 stig, í 2. sæti varð sveit Al- freðs Viktorssonar með 323 stig og í 3. sæti lenti sveit Tryggva Bjarna- sonar með 313 stig. Sigursveitina skipuðu: Árni Bragason, Erlingur Einarsson, Guðmundur Magnússon, Ólafur Þ. Jóhannsson, Kristinn Þór- isson og Þorsteinn Jóensson. 22. mars hófst Akranesmótið í tví- menningi, spilaður var Barómeter og tvöföld umferð, 20 pör tóku þátt, mótinu lauk 3. maí með sigri Árna Bragasonar og Erlings Einarssonar með 235 stig í 2. sæti urðu Guðmund- ur Ólafsson og Hallgrímur Rögn- valdsson með 215 stig og í 3. sæti komu þeir Alfreð Viktorsson og Þórður Elíasson með 191 stig. Þar að auki voru 5 eins kvölds tví- menningar og var þátttakan frá 10 og uppí 14 pör á kvöldi. Hinn 28. apríl sá félagið um Vesturlandsmótið í tvímenningi, 22 pör mættu til leiks, spilaður var Barómeter, 3 spil á milli para, alls 63 spil, þeir Sveinbjörn Eyjólfsson og Höskuldur Gunnarsson sigruðu og hlutu alls 87 stig, í 2. sæti urðu Árni Bragason og Erlingur Einarsson með 81 stig og í því 3. lentu Hreinn Björnsson og Sigurður Tómasson með 69 stig. Vetrarstarfinu lýkur síðan 18. maí með tvímenningi sem er öllum opinn. Spilað verður á Breiðinni, Bárugötu 15 hér í bæ og hefst kl. 19.30. Bikarkeppni BSÍ 2001 Árleg bikarkeppni Bridssam- bandsins er nú komin í farvatnið og er skráning hafin. Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 25. maí kl. 16.00 en dregið verður í 1. umferð þá um kvöldið. Keppnisgjald er kr. 4.000 fyrir hverja umferð. Síðasti spiladagur hverrar um- ferðar: 1. umferð sunnudagur 24. júní 2. umferð sunnudagur 22. júlí 3. umferð sunnudagur 19. ágúst 4. umferð sunnudagur 16. sept. Undanúrslit og úrslit verða spiluð 29.–30. september. Skráning í bikarkeppnina er í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is og eru spilarar hvattir til að tilkynna þátttöku fyrr en seinna. Af gefnu til- efni skal á það minnt að það er mik- ilvægt að sveitafélagar tali sig saman um hver sjái um skráningu þannig að enginn misskilningur sé. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning mánudaginn 7. maí. Miðlungur var 168. Bestum árangri náðu: NS Sverrir Gunnarsson – Einar Markúss. 201 Viðar Jónsson – Sigurþór Halldórsson 196 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 188 AV Bragi Melax – Andrés Bertelsson 186 Unnur Jónsdóttir – Sigrún Sigurðard. 186 Auðunn Bergsv. – Sigurður Björnss. 182 Eldri borgarar spila brids í Gull- smára 13 mánudaga og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45 á hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.