Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 88

Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 88
88 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ ÞESSU sinni sýnir Filmundur myndina Blade Runner frá 1982, eina af bestu framtíðarmyndum sem gerð hefur verið, en henni var leikstýrt af hinum virta leikstjóra Ridley Scott en nýjustu myndir hans eru Hannibal og Gladiator. Hér er um að ræða leikstjóraútgáfu frá 1991 sem er af mörgum talin taka upprunalegu út- gáfunni fram. Óvenju miklar breyt- ingar voru gerðar þegar myndin var endurútgefin og ber hæst að endin- um, sem þótti helst til væminn og formúlukenndur, var breytt og jafn- framt fékk rödd Harrison nú fyrst að njóta sín þar sem talað hafði verið fyrir hann í fyrri útgáfunni. Blade Runner féll ekki í kramið þegar hún kom út, eins og vill verða með marg- ar góðar myndir, en óhætt er að segja að hún hafi fengið uppreist æru í seinni tíð og hefur hún verið fyrirmynd fjölda framtíðarmynda síð- an. Myndin gerist í Los Angeles árið 2014 og hefur mannkynið numið land utan jarðar- innar. Þeir sem eru of gamlir, fátæk- ir eða þrjóskir til að yfirgefa jörðina drekka í sig dreggjar siðmenningar- innar. Harrison Ford leikur Deck- ard, svokallaðan „Blade Runner“, eða lögreglumann sem hefur það verkefni að eyða eftirlíkingum af manninum sem voru upphaflega hannaðar til þess að vinna erfið verk fyrir mannkynið en hafa nú gert uppreisn. Deckard fær það verkefni að elta uppi fjögur „mannslíki“ sem hafa snúið aftur til jarðarinnar frá einni af nýlendunum í geimnum í þeim tilgangi að leita uppi manninn sem hannaði þau og fá hann til að breyta erfðamengi þeirra svo að þau geti lifað lengur. Líftími „mannslík- isins“ er aðeins fjögur ár en ekki er óhætt að hafa líftíma þeirra lengri en svo að þeir nái ekki yfirhöndinni í samskiptum sínum við mannkynið. Þessir nýju menn eru orðnir afar þróaðir þegar myndin gerist og taka hinu upprunalega mannkyni í raun fram að flestu leyti og því verður að hafa hemil á þeim. Blade Runner er frábær greining á eðli og þróun mannkynsins. Mynd- in sem birtist af þessum framtíðar- heimi er vægast sagt köld og frá- hrindandi; hann einkennist af úrkynjun hvers konar og hnignun en engu að síður vakna upp margar spurningar, bæði guðfræðilegar og heimspekilegar, um eðli mannsins og eiga þessar vangaveltur jafnvel enn betur við í dag, þegar sú framtíðar- sýn sem birtist í myndinni er orðin skuggalega raunhæf. Það má segja að vangavelturnar um það hvað skilji manninn frá vélunum sé nú meira aðkallandi en nokkru sinni fyrr. Blade Runner hefur þannig að flestra mati elst óvenjulega vel mið- að við myndir í þessum geira. Handritið er í raun leynilögreglu- saga sem sækir stíft í „film noir“- hefðina enda var Philip K. Dick, höf- undur skáldsögunnar Do Androids Dream of Electric Sheep? sem hand- ritið byggir á, spennusagnahöfundur öðrum þræði. Einnig er oft litið á Philip K. Dick sem guðföður „sæber- pönksins“, en Blade Runner er svo sannarlega í anda þess í umfjöllun sinni um tengsl manns og vélar. Hún hafði til að mynda mikil áhrif á Will- iam Gibson sem skilgreindi hugtakið og skrifaði Neuromancer, fyrstu yf- irlýstu „sæberpönk“-skáldsöguna. Einnig má segja að sjónrænt útlit myndarinnar, og þar með hin „dyst- ópíska“ sýn sem gefin er af borg- arumhverfinu hafi haft mikil áhrif í framtíðarmyndum sem á eftir komu og má þar nefna myndir á borð við The Fifth Element og Johnny Mnemonic. Blade Runner verður sýnd í kvöld kl. 22.30; á föstudaginn kl. 22.30; laugardaginn kl. 14.00 og 22.30 en þann dag er og málþing kl. 16.10. Einnig verður hún sýnd á sunnudag- inn kl. 22.30 og mánudaginn kl. 22.30. Harrison Ford í hlutverki sínu í Blade Runner. Filmundur sýnir Blade Runner Menn og mannslíki Milli fótanna (Entre las Piernas) S p e n n u m y n d  1/2 Leikstjóri: Manuel Gomez Pereira. Handrit: Yolanda Garcia Serrano. Aðalhlutv: Victoria Abril og Javier Bardem. Frakkland/Spánn, 1999. Háskólabíó. (115 mín). Bönnuð innan 16 ára. HÉR ER á ferðinni ástríðuþrung- in kynuslamynd frá Spánverjanum Manuel Gomez Pereia, þar sem þau Victoria Abril og Javier Bardem leika aðalhlutverk- in. Þetta er nokkuð góð útfærsla á noir-glæpasögu- hefðinni, þar sem aðalsöguhetjan glímir við óviðráð- anlegar ástríður í skúmaskotum sál- arinnar, líkt og all- ar góðar noir-hetjur. Er þar um að ræða móðurina og eiginkonuna Mir- öndu sem á við kynlífsfíkn að stríða. Þegar Miranda leitar sér hjálpar kynnist hún fíklinum Javier, og dregst í kjölfarið inn í dularfullt morðmál. Þetta er áhugaverð og nokkuð frumleg spennumynd, ef frá er talin úrlausn flækjunnar í lokin, sem var að mínu mati ansi klén. Utan þess er myndin kraftmikil og þau Abril og Bardem eru vel valin í hin óræðu og ástríðufullu aðalhlutverk. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Spænskur kynusli NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Þið munuð aldrei trúa því hversu nálægt heimsendi við vorum  HK DV  Ó.H.T RÚV  strik.is www.sambioin.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 224. Sýnd kl. 3.50. Vit nr. 203. Sýnd kl. 10.30. Vit nr. 225 2 fyrir 1 Sýnd kl. 3,50. Ísl tal. Vit nr. 183. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 207 Sýnd kl. 5.30 og 8 B.i.16. Vit nr. 201Kvikmyndir.com Christopher McQuarrie leikstjóri Usual Suspects með annan smell með óskarsverðlaunahafanum Benicio Del Toro, Ryan Phillippe, Juliet Lewis og James Caan Óeðlilega snjöll! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára. Vit nr. 228Sýnd kl. 3.45, 5.55, 8 og 10.10. . Vit nr. 223  HK DV Joel Silver framleiðandi Matrix er hér á ferðinni með dúndur spennumynd með topp húmor. Stefnir í að verða stærsta Steven Seagal myndin frá upphafi í USA. Frábær tónlist í flutningi DMX! Kvikmyndir.com HL Mbl Tvíhöfði  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr 220. B.i.14.  Hausverk.is Nýi stíllinn keisarans T R A F F I C Litla Vampíran Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr 213. Sýnd kl. 3.50. Enskt tal. Vit nr 214 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 8 GSE DV ÓFE Sýn eftir Þorfinn Guðnason.  HK DV Yfir 5 vikur á topp 20 Strik.is Ó.H.T Rás2 SV Mbl Lalli Johnslli Yfir 6000 áhorfendur Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10.30.  HK DV Kvikmyndir.com  strik.is  strik.is  Ó.H.T RÚV Sýnd kl. 7 og 10. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Sýnd kl. 5.45. B.i.16 ára. Endursýnd kl. 8. THE GIFT Besta myndin í bænum ÓJ Stöð 2. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. KRINGLUNNI, S. 568 9017 — LAUGAVEGI, S. 511 1717 Allt að 20% afsláttur af völdum vörum fimmtudag til sunnudags af því að við erum komin í sumarskap... Kringlan er opin til kl. 21 fimmtudaga og til kl. 17 sunnudag Diesel Calvin Klein jeans Kookai Tark Imitz Laura Aime French connection Matinique Mao All saints 4 you Free Billi bi Vagabond Zinda The Seller
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.