Réttur


Réttur - 01.12.1916, Page 21

Réttur - 01.12.1916, Page 21
135 - heppilegt. Samgöngukerfi það, sem hér er átt við, er þá í fáum orðum svona: Landið lœtur gera fjögur strandferðaskip, sem fara alt árið reglubundnar hringferðir um landið. Pau flytja vörur, menn og póst. Á stœrstu flóum og fjörðum eru vélbátar (eða lítil gufuskip t. d. Ingólfur á Faxaflóa), sem taka við af strandferðaskipunum og annast flutning og póstferðir á ákveðn- um svœðum af ströndinni. Hringferðir landpóstanna séu lagð- ar niður, en i þeirra stað sé pósturinn fluttur frá helstu höfnum landsins upp um dalina og undirlendin, en á vélbát- um meðfram ströndinni, þar sem það þœtti heppilegra en landflutningar. Allvíða yrði að flytja póstinn á hestbaki, eins og nú iiðkast, einkum að vetrarlagi. En þar sem ak- fœrir vegir eru, og þeir lengjast með hverju ári, mœtti flytja póstinn i bifreiðum, og á „mótorhjólum“ meðan jörð er auð. A einstöku stað mundu vélbátar annast um póstflutning eftir ám og stöðuvötnum (Lagarfljóti, Hvitá, Mývatni, Pingvalla- vatni). Skipgöngur frá Reykjavik til útlanda yrðu að vera mjög tíðar, helst að skip kœmu og fœru daglega á sumum timum árs. Par að auki mundu sum millilandaskipin koma við i helstu kauptúnunum, eins og nú, þegar um verulega vöruflutninga vœri að rœða. Pess mundi þó síður þörf, þegar höfnin i Reykjavik er fullger og umskipun auðveld og ódýr. Nú er að líta nánar á einstök atriði. Strandferðaskipin eiga að vera tvenskonar: Tvö vöruflutningaskip allstór en fremur hægfara, með mjög litlu farþegarúmi, og tvö póstskip, frem- ur lítil, hraðskreið, vel löguð til mannflutninga, en með til- tölulega litlu farmrúmi. Þeim væri fyrst og fremst ætlað að flytja fólk og póst. Eins og allir munu sjá, sem hugsa um málið, skiftir það mestu með þungavöruflutning, að geta fengið vöruna á sem allra flesta staði. Hitt er eigi jafnnauð- synlegt, að flutningaskip séu mjög hraðskreið. En skip, sem flytja ferðafólk og póstflutning, þurfa að vera mjög fljót í ferðum, ef vel á að vera. Þess vegna verða strandferðaskip- in að vera tvenskonar, til að geta bætt úr þörf landsmanna. Öll eiga skipin að ganga frá Reykjavík stöðugar hringferðir.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.