Réttur


Réttur - 01.12.1916, Síða 21

Réttur - 01.12.1916, Síða 21
135 - heppilegt. Samgöngukerfi það, sem hér er átt við, er þá í fáum orðum svona: Landið lœtur gera fjögur strandferðaskip, sem fara alt árið reglubundnar hringferðir um landið. Pau flytja vörur, menn og póst. Á stœrstu flóum og fjörðum eru vélbátar (eða lítil gufuskip t. d. Ingólfur á Faxaflóa), sem taka við af strandferðaskipunum og annast flutning og póstferðir á ákveðn- um svœðum af ströndinni. Hringferðir landpóstanna séu lagð- ar niður, en i þeirra stað sé pósturinn fluttur frá helstu höfnum landsins upp um dalina og undirlendin, en á vélbát- um meðfram ströndinni, þar sem það þœtti heppilegra en landflutningar. Allvíða yrði að flytja póstinn á hestbaki, eins og nú iiðkast, einkum að vetrarlagi. En þar sem ak- fœrir vegir eru, og þeir lengjast með hverju ári, mœtti flytja póstinn i bifreiðum, og á „mótorhjólum“ meðan jörð er auð. A einstöku stað mundu vélbátar annast um póstflutning eftir ám og stöðuvötnum (Lagarfljóti, Hvitá, Mývatni, Pingvalla- vatni). Skipgöngur frá Reykjavik til útlanda yrðu að vera mjög tíðar, helst að skip kœmu og fœru daglega á sumum timum árs. Par að auki mundu sum millilandaskipin koma við i helstu kauptúnunum, eins og nú, þegar um verulega vöruflutninga vœri að rœða. Pess mundi þó síður þörf, þegar höfnin i Reykjavik er fullger og umskipun auðveld og ódýr. Nú er að líta nánar á einstök atriði. Strandferðaskipin eiga að vera tvenskonar: Tvö vöruflutningaskip allstór en fremur hægfara, með mjög litlu farþegarúmi, og tvö póstskip, frem- ur lítil, hraðskreið, vel löguð til mannflutninga, en með til- tölulega litlu farmrúmi. Þeim væri fyrst og fremst ætlað að flytja fólk og póst. Eins og allir munu sjá, sem hugsa um málið, skiftir það mestu með þungavöruflutning, að geta fengið vöruna á sem allra flesta staði. Hitt er eigi jafnnauð- synlegt, að flutningaskip séu mjög hraðskreið. En skip, sem flytja ferðafólk og póstflutning, þurfa að vera mjög fljót í ferðum, ef vel á að vera. Þess vegna verða strandferðaskip- in að vera tvenskonar, til að geta bætt úr þörf landsmanna. Öll eiga skipin að ganga frá Reykjavík stöðugar hringferðir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.