Réttur


Réttur - 01.12.1916, Page 24

Réttur - 01.12.1916, Page 24
138 - ráð fyrir, þó að ein höfn falli úr einstaka sinnum, af óvið- geranlegum hindrunum. Ef fella ætti úr þessu kerfi eitt strandferðaskipið, fyrst um sinn, af fjárhagslegum ástæðum, þá yrði það að vera annað póstskipið, enda eru póstferð- irnar hér miðaðar við það að eigi verði nema eitt póstskip fyrst um sinn og gangi austan um land. Mönnum af Aust- urlandi, sem ætluðu til Reykjavíkur, væri kleyft að fara með svo hraðskreiðu skipi norður um land. Ennfremur fara milli- landaskipin alloft frá Reykjavík, bæði til Vestfjarða og Aust- urlands. Pað mundi þess vegna vera mikil framför frá því sem nú er, að fá hringferð um landið 10. hvern dag. En tæplega yrði þess langt að bíða, að þjóðin vildi veita sér þau þægindi að hafa skipin tvö, þó það væri ekki peninga- legur gróði beinlínis. Strandferðaskip þessi gætu þó engan veginn bætt úr flutningaþörfinni á flóum og fjörðum. Ress vegna er gert ráð fyrir að haldið verði áfram þeirri byrjun, sem nú er gerð með eimskip og vélbáta til flutninga á vissum svæðum með sjó fram. í mörg ár hefir gufuskipið x»Ingólfur« geng- ið hafna milli við Faxaflóa, vetur og sumar, enda þykir nú Borgfirðingum og Mýramönnum sem ófært væri, ef þeir mistu hið vikulega samband við Reykjavík. Breiðfirðingar fá nú í sumar ágætan vélbát, sem á að ganga um Breiða- fjörð innanverðan. Þá hefir póstur verið fluttur með vél- bát um ísafjarðardjúp á undanförnum árum, óg þykir ó- missandi. í sumar sem leið var haldið uppi vélbátsferðum þriðja hvern dag milli Akureyrar og Siglufjarðar. Pi hafa Skaftfellingar í smíðum mjög stóran vélbát, sem á að sækja vörur þeirra til Reykjavíkur og Vestmanneyja og skipa þéim upp víðsvegar á hinni hafnlausu strönd milli Víkur og Hornafjarðar, þegar fært er fyrir brimi, sem oft er á sumrin. Petta er snildarráð til að bæta úr samgöngum Skaftfellinga og líklega hið eina, af þektum úrræðum, sem verulega getur átt við þar. En með því að ferðir þessa báts eru algerlega komnar undir veðri og vindi, getur hann ekki béinlínis komið inn í þetta samgöngukerfi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.