Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 25

Réttur - 01.12.1916, Side 25
139 - Aftur á móti er hér gert ráð fyrir þessum flóabátum, og fari þeir jafnmargar ferðir að minsta kosti, hver um sitt svæði, eins og hringferðir póstskipanna: Faxaflóabátur. Reykjavík, Borgarnes, Búðir, Keflavík o. s. frv. Breiðafjarðarbátur. Stykkishólmur, Búðardalur, Skarðs- strönd, Gilsfjörður, Barðaströnd, Flatey. Vestfjarðabátur. Patreksfjörður —Súgandafjörður. Djúpbátur. ísafjörður, Inndjúp, Bolungarvík, Aðalvík. Eyjaffarðarbátur. Akureyri, Svalbarðseyri, Árskógsströnd, Grenivík, Hrísey, Dalvík, Siglufjörður. Austfjarðabátur. Djúpavogur— Borgarfjörður. Vafalaust mundu Húnvetningar og Strandamenn, Skag- firðingar og Norður-Pingeyingar fylla hér í eyðurnar síðar meir. En minni nauðsyn ber þar til slíkra ferða, heldur en við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og Austfjörðum, þar sem landferðir eru erfiðar og seinlegar á öllum tímum árs, en sjóleiðin hinsvegar örugg og hættulítil heim að hverju bygðu bóli. Að sama skapi munu bifreiðar innan skamms verða notaðar á sumrin til að flytja farþega og póst, þar sem akvegir eru góðir. Póststjórnin hefir nú þegar riðið á vaðið og samið við Jónatan kaupmann Porsteinsson um að halda uppi reglubundnum bifreiðarferðum sumarlangt milli Reykja- víkur og Keflavíkur, Reykjavíkur og Pingvalla, Reykjavíkur og Ægissíðu, Reykjavíkur og Eyrarbakka. Hefir Jónatan Por- steinsson skuldbundið sig til að gera þetta fyrir ótrúlega lítið fé (600 krónur) og er auðséð á því, að hann býst við, að ferðirnar verði mikið notaðar og bifvagnarnir sjaldan auð- ir. — Pingeyingar hafa nú þegar bifreið á Reykdælabraut og er auðséð, þó að lítii sé reynslan enn, að fólksflutning- ar verða þar mun meiri en búist var við fyrirfram. — Frá Akureyri geta bifreiðar gengið, bæði út í Hörgárdal og fram í Eyjafjörð. Brautirnar frá Sauðárkróki og Blönduósi lengjast nú með ári hverju og mun biftækjum fært um þau héruð bæði, að miklum mun, áður en langt um líður. —■ Frá Borgarnesi liggur nú góð akbraut vestur í Hnappadalssýslu og önnur upp Mýrasýslu, norðan Hvítár. Par er brú á ánni,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.