Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 27

Réttur - 01.12.1916, Side 27
141 að Skeiðarársandi. En þegar Þorlákshöfn er komin, mundi endastöð landpóstsins austur verða þar, en ekki í Reykjavík. Frá Djúpavogi landpóstur vestur um Austur-Skaftafellssýslu að Skeiðarársandi. Frá Reyðarfirði um Fagradal í alla bygð- ina við Lagarfljót og Jökulsá á Brú. En vélbátur gengi með allri ströndinni frá Djúpavogi norður að Borgarfirði. Frá Vopnafirði gengi póstur í bygðina þar um kring, til Bakka- fjarðar og upp á Hólsfjöll. Frá Þórshöfn tveir póstar, annar um Langanes, en hinn til Raufarhafnar. Frá Húsavík gengi póstur um Tunguheiði, í Kelduhverfi, Axarfjörð og til Kópa- skers, en annar fram þjóðveginn að Einarsstöðum og það- an aukapóstur í Mývatnssveit og Bárðardal, Kinn og Laxár- dal. Frá Akureyri gengi póstur fram í Eyjafjörð og annar í Öxnadal og Hörgárdal, en vélbátur út fjörðinn til Siglu- fjarðar, Frá Grenivík færi póstur að lllugastöðum og í Fjörðu. Frá Sauðárkróki þrír póstar, einn fram í Skagafjarð- ardali og tveir út með firðinum, sinn hvoru megin. Frá Hvammstanga tveir aðalpóstar, annar að Stað í Hrútafirði, hinn út á Skagaströnd, en aukapóstar inn dalina. Frá Hólmavík tveir póstar, annar inn til Borðeyrar, hinn út á takmörk sýslunnar. Frá ísafirði vélbátur um Djúpið, og annar vélbátur með ströndinni frá Patreksfirði til Súganda- fjarðar. Frá Stykkishólmi vélbátur inn með allri strönd Hvammsfjarðar, Gilsfjarðar, Barðaströnd og til Flateyjar, en aukapóstur um Dalina frá Búðardal. Þannig mundi póstkerfi þetta verða í aðaldráttum, þó að mörgum smáferðum yrði hagað á anrtan veg. Aðalbreyting- in er í því fólgin, að láta skip, sem flytja vörur, menn og póst, gera sjóinn kring um landið að aðalþjóðvegi ís- lendinga, í stað þess að halda uppi strjálum hringferðum á landi, yfir fjöll og firnindi, þar sem alt ferðalag er dýrt og þó varla um að gera að flytja nema bréf og blöð. Með þessu móti féllu niður langferðir yfir fjallvegina: Holta- vörðuheiði, Vestfjarðahálendi, Vatnsskarð, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Skeiðarársand o. m. fl. Næst er að reyna að gera sér dálitla hugmynd, hvað þessi breyting mundi kosta og hver hagnaður fylgdi henni.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.