Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 53
167 -
Það er á allra vitund, að nú er, og verður sennilega fyrst
um sinn, tilfinnanlegur skipaskortur hjá þjóðunum. Er því
nauðsynlegt að athuga að nokkru, hvernig fyrirkomulag
það, sem nú hefir verið rætt, geti samrýmst efnahag okkar
og ástæðum í næstu framtíð.
— í áætlun þeirri, sem nú gildir fyrir Eimskipafélag ís-
lands, er gert ráð fyrir, að »GulIfoss« fari tíu ferðir milli
íslands og útlanda og »Goðafoss« níu ferðir. Væri nú þann-
ig breytt til um fyrirkomulag ferðanna, að skipin þyrftu
eigi að koma við nema á fjórum höfnum hér á landi:
Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði — þá gæti
»GuIIfoss« farið fjórtán til sextán ferðir árlega til Bretlands
og Danmerkur, en »Goðafoss« tólf til fjórtán. En ef Dan-
mörk hætti að vera endastöð ferðanna erlendis og aðeins
væri siglt til Bretlands, þá mætti vafalaust fara tuttugu ferð-
ir á »GulIfossi«, en sextán á »Goðafossi«. Væri þá hægt,
þegar slík breyting yrði komin í framkvæmd, að flytja til
landsins og frá því helmingi meira af fólki og farangri, en
nú er gert af sömu skipunum.
Meðan farþegjaskip til strandferða eru eigi fengin, mætti
halda uppi allgóðum samgöngum fyrir fólksflutning milli
fjarlægra landshluta á þann hátt, að láta Suðurlandsskipið
haga þannig ferðum sínum, að þegar það hefir affermt í
Reykjavík og á ísafirði — og tekið þar farm — þá fari
það norður um land og komi við á Akureyri og Seyðis-
firði, og halda síðan til útlanda. Eftir sömu reglu fari
Norðurlandsskipið, þegar það hefir skilað vörum og tekið
farm á Seyðisfirði og Akureyri, til ísafjarðar og Reykjavík-
ur og þaðan til útlanda. — Haust og vor, þegar mest er
um fólksferðir milli Suðurlands og Austfjarða, mætti skip-
in, þegar þau eru á leið milli Reykjavíkur og útlanda, koma
við á einni höfn eða tveimur á Austfjörðum, til þess að
taka farþegja eða skila þeim.
— — Pó vörurnar séu kómnar til landsins, er samt eft-
ir að koma þeim út um landið. Skal með nokkrum orðum
vikið að, hvernig því yrði komið fyrir.
Víða erlendis — t. d. í Norvegi — hafa seglskip stöð-