Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 89

Réttur - 01.12.1916, Side 89
- 203 - ef ís lægi við land, er vegir væru færir. En strandferðirnar þurfum við fyrir því, þegar unnt er. Enn hefi eg ekki minnst á burðargjald. Pegar ferðirnar væri kostaðar af almannafé, þætti mér sanngjarnt að heimt- að væri hálft burðargjald undir bréf óg sendingar, sem ekki þyrfti að flytja út úr héraðinu, og þykir sennilegt að svo yrði, í samræmi við innanbæjarpóst í Reykjavík. Ef aðrir kosta ferðirnar, hlýtur það að verða samkomulags- atriði hlutaðeigandi. Innansveitarpóstflutningur yrði að sjálf- sögðu alltaf gjaldfrjáls,- * * * Þetta mál hefir nýlega verið til umræðu í ungmenna- félögum hér í Suður-Þingeyjarsýslu, og fengið yfirleitt mjög góðar undirtektir. Hefir verið gert ráð fyrir héraðspóstleið frá Húsavík að Einarsstöðum í Reykjadal. Talið heppileg- ast að hafa miðstöð héraðsins þar eða í grendinni, og aukapósta þaðan til sveitanna í kring. Vona eg fastlega að byrjað verði á framkvæmdum í þessu máli sem allra fyrst, og að það verði upphaf ann- ars meira, þó að leið þess kunni að líkjast öðrum órudd- um vegum hér á landi, og ekki reynast torfærulaus. Fel eg svo hugmyndina hugsandi lesendum, og vænti málinu fylgis í orði og verki frá ungum mönnum og góð- um drengjum, er samböndum unna og andlegri menning. Sigurgeir Friðriksson. * * * Aths. Framanskráð grein var upphaflega rituð fyrir sveitarblað. Og þó að hún fjalli að nokkru leyti um sama efni og önnur ritgerð í þessu hefti (»Strandferðir og póstgöngur«), þótti mér rétt að fá hana til birtingar í ritinu samhliða henni, af því að þær eru nokkuð sín á hvoru sviði, og byggja hvor aðra upp. —. Vera má að einhverjum lesend- um þyki þetta hefti tímaritsins nokkuð mikið upptekið af

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.