Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 96

Réttur - 01.12.1916, Side 96
- 210 Framhald frá 122. bls. lendu fjármagni — innstæðum í sjóðum og bönkum — og erlendu lánsfé. Sá banki gæti og verið í svipuðu sambandi við héraðs-sjóðina eins og áður er fram tekið um Lands- bankann. En þá mundi að líkindum draga til meiri sam- keppni á milii bankanna, og þess vegna óvarlegar farið í peningamálunum. Og höfuðgallinn, sem nú er á, mundi samt eigi lagast. Pað er seðlaútgáfurétturinn, sem tvímæla- laust á að komast í hendur þjóðarstofnunar. Pað þarf eindregið fylgi löggjafarvaldsins til endurbóta í þessu máli. Komi fram frá því ákveðnar kröfur og óskir um að þjóðin fái hlutafélagsbankann í sínar hendur, mundi það mál vinnast á skömmum tíma. Ef að innlendu hluthaf- ar bankans og stuðningsmenn vildu meira líta á hag þjóð- arinhar og unna henni sigurs í bankamálinu, þá getur þjóð- in gert erlendum hluthöfum erfitt fyrir með starfrækslu bankans. Það verður að skiljast, að þjóðin hefir enn vald til þess að velja sér leið á þessu sviði, og þá er hart að hún skuli aldrei bera gæfu til að neyta |Dess valds — vera samtaka. — Vonandi er að kjósendur glöggvi sig á því, hvers- konar áminningar þeir eiga að gefa þingmönnum sínum í þessu máli. Og þó að þær beri, ef til vill, eigi árangur um sinn, má þjóðinni eigi gleymast að járnið er til hvenær, sem hún hefir dug í sér til að setja það í eldinn. — Sam- kvæmt nýjustu fjárhagsskýringum er svo talið, að lands- menn eigi nú ca. 18 miljónir innstæðufé í bönkum og sparisjóðum. Pað er járnið, sem hún verður að smíða úr. Hún verður að skipa svo til, að þetta fjármagn komist inn á starfsviðið — í veltuna, þar sem þörfin er mest. Land- búnaðurinn verður að fá aðgang að þessu fé — öllu, sem einstaklingarnir geta við sig losað — til þess að ávaxta það í ræktun landsins. — Með tilstyrk þess þarf einnig að afla þjóðinni erlends lánsfjár. Eg hefi nú skýrt nokkuð hvernig þetta yrði framkvæmt; hvernig hún á að smíða úr járninu. Mér er það eigi mesta kappsmálið, hvort þjóðin kýs heldur að kaupa íslandsbanka-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.