Réttur


Réttur - 01.02.1925, Síða 1

Réttur - 01.02.1925, Síða 1
Locarno og friðurinn. I haust sátu helstu utanríkismálaráðgjafar Vestur- og Mið-Evrópuríkjanna á ráðstefnu í Locarno, einhverri feg- urstu borginni í Sviss, ásamt ýmsum öðrum stjórnskör- ungum. Voru þar gerðir samningar milli Pýskalands ann- ars vegar og Frakklands, Belgíu, Englands, Ítalíu, Pól- lands og Tschekoslowakiu hins vegar. Hafa samningar þessir af ýmsum verið álitnir eitthvert mesta spor, sem stigið hafi verið í áttina til friðar. Er því rjett að athuga nokkuð, hvernig þeim sje háttað og hverjar afleiðingar sje líkast til að þeir hafi. Eiginlega eru það fimm samningar, sem þarna hafa verið gerðir: A) Samningur milli Pýskalands, Belgíu, Frakklands, Stórabretlands og Ítalíu; B) Gerðadómasam- þykt ntilli Þýskalands og Belgíu; C) Gerðadóma- sanrþykt milli Pýskalands og Frakklands; D) Gerða- dómasamningur milli Pýskalands og Póllands; E) Gerða- dómasamningur milli Þýskalands og Tschekoslowakiu. Auk þess hafa svo Frakkland, Pólland og Tschekoslow- akia gert þar samning sín á miili, sern þó aðeins kemur þeim ríkjum við. Er tilætlun þeirra, að hjálpa hvort öðru við að fá framkvæmt ákvörðunum samninganna, er á þurfi að halda, svo að þetta er einskonar bandalag. Aðalatriði höfuðsamningsins eru þau, sem nú skal greina: Sanmingsaðiljar tryggja hver fyrir sig að varð- veita óskert landamæri þau milli Pýskalands og Belgíu og ntilli Pýskalands og Frakklands, sem ákveðin voru nteð friðarsamningnum í Versölum 28. júní 1919, og tryggja, að haldnar verði ákvarðanir þær, sem settar voru 1*

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.