Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 2

Réttur - 01.02.1925, Page 2
4 Rjetíur um afvopnaða svæðið í 42. og 43. gr. sama samnings (um Rínlandið). Ennfremur skuldbinda Pýskaland, Belgía og Frakkland sig til þess, að fara eigi með ófrið hvort á hendur öðru, nema því aðeins, ’) að þau sjeu að verj- ast sökum þess, að samningur þessi hafi verið rofinn, 2) að um framkvæmd greinarinnar nr. 16 í Þjóðabanda- lagslögunum sje að gera, en hún fjallar um framkvæmdir á hernaðarráðstöfunum, er Þjóðabandalagið kann að gera gagnvart einhverjum, er það mislíkar við, t. d. ef það þyrfti að fara með her gegnum Þýskaland,3) eða um aðra framkvæmd samkvæmt fyrirskipun bandalagsráðsins sje að ræða. Ennfremur er svo ákveðið, að ákvarðanir sainn- ings þessa snerti í engu rjettindi þau og skyldur, sem ákveðin eru í friðarsamningnum í Versölum eða öðrum samningum, er á undan sjeu gengnir, að Lundúnassmn- ingnum frá 30. ágúst 1924 meðtöldum. Svo er tekið fram, hver skilyrði sjeu til að segja samning þessum upp og þarf ti! þess samþykki 2/s hluta bandalagsráðs- ins. Næstsíðast er það svo tekið frarn, að hvorki ensku nýlendurnar nje Indlatid sjeu þessum samningi bundin. 10. grein samningsins ákveður svo, að hann skuli í gildi ganga, er hann hafi verið samþyktur af þingum þjóðanna og Þýskaland sje orðið meðlimur Þjóðabandalagsins. Gerðadómasamningarnir ákveða um gerðadóma í þrætu- málum milli ríkjanna, er fyr voru nefnd. Eru þar þó undanskilin öli þrætumál, sem kunna að rísa út af gerð- um, sem framdar hafa verið áður en þessi satnningur var gerður og tilheyra fortíðinni ({. d. Versalafriðnum). Það hefir mikið verið um alþjóðaþing og milliþjóða- samninga í Norðurálfu á síðustu tímum, og er það skýrt tákn þess óróa, sem undir býr, og gefur til kynna vand- kvæðin, sem á því eru, að fá lausn á vandamálum Ev- rópu á þeint grundvelii, sem það er reynt. Á hverjum fundinum á fætur öðrum eru gerðar árangurslitlar eða árangurslausar tilraunir til að leysa hnút þann, er vald- lrafar Vestur-Evrópu hafa hnýtt með Versalafriðnum. Þrá

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.