Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 11

Réttur - 01.02.1925, Side 11
Um landleigu. i. Bretar. f sumar var háð snörp deila í neðri mál- stofu breska þingsins um fjárlagafrumvarp fjármálaráð- herrans Winston Churchill’s. Fyrverandi fjármálaráðh., Philip Snowden, barðist einkum á móti frumvarpinu fyrir hönd Verkamannaflokksins og flutti dagskrárfillögu þess efnis, að neðri málstofan neitaði að samþykkja frumv. af því, að það grundvallaðist á þeirri skattamálastefnu, sem Ijettir gjöldum af efnamönnunum, en hækkar þau á fátækari stjettunum; leggur gjaldendum ríkisins þyngri byrðar á herðar en fjárlagafrumvarp fyrra árs, einkum með nýjum og auknum tollum á vinnuna og verkalýð- inn, en hefir engin ákvæði um lækkun tolla, í staðinn fyrir land- og lóðaskatt. — Veittist ræðumaður sjerstak- lega að fjármálaráðherranum, W. C., og vitnaði í ræður hans frá fyrri árum, seni færu í þveröfuga átt við frum- varp hans nú. »Fjármálaráðh. spurði oss að því í gær,« sagði P. Snowden, »hvort vjer gætum bent á nokkra aðra tekjustofna, sem hann hefði getað notað til þess að auka tekjur ríkisins. Þegar litið er á afstöðu ráðherrans undanfarið til landskattsins, áleit jeg, að vjer hefðum full- an rjett til að vænta þess, að hann notaði fyrsta tæki- færið, sem hann fengi, til þess að flytja frumvarp utn það efni, sem hann margoft hefir talið »opinbert hneyksl- ismál« og »mjög aðkallandi þjóðarnauðsyn að lagfæra«. Jrg hefi hjer á borðinu eina af þeim mörgu ræðum, sem ráðherrann hefir haldið um landskattinn. Flann sagði eitt sinn við kjósendur sína í Dundee: »Jeg liefi flutt margar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.