Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 22

Réttur - 01.02.1925, Page 22
24 Rjettur »Hinir rómversku járnbrautarmenn, samankomnir í »Casa del PopuIo«, til þess að ráða frani úr vandræðum þeirn, sem hlotist hafa af framkomu Fascista, hafa ákveðið, að halda áfram verkfalli því, er nú er hafið, og skal því ekki linna, fyr en Fascistar eru í brottu frá Rómaborg; skulu þeir hypja sig burt úr borginni með einhverjum þeim flutningstækjum, er járnbrautarmenn eru ekkert við riðnir. En járnbrautar- menn skulu hlíta þeim fyrirskipunum, sem verndarnefnd ör- eigalýðsins gefur þeim.« Pessi ályktun var samþykt í einu hljóði. Eins og sjá má af þessu, náði verkfallið upprunalega aðeins til járnbrautar- manna, en undir eins morguninn eftir lögðu aðrir flutninga- menn einnig niður vinnu. Sporvagnar hættu að ganga og olli það eklci litlum óþægindum í víðáttumikilli borg með S00.000 íbúum. Verkamenn í öðrum atvinnugreinum hófu einnig samúðarverkfall, og meira að segja prentarar hættu vinnu, svo að dagblöðin komu ekki út. Að loknum fundi ruddust verkamenn út úr »Casa del Populo* og hófu göngu um götur og torg borgarinnar í afarstórri fylkirgu. Efst í götu þeirri, er kend er við Leonardo da Vinc', mættu þeir herdeild af konunglega varðliðinu. Reyndi herliðið að tvístra múgnum, en verkamenn þverskölluðust og köstuðu jafnvel grjóti á varðliðið. Loks varð að kveðja riddaralið varðlið- inu til hjálpar og tók þá múgurinn fyrst að dreifast. í þeim svifum komu tveir meiri háttar Fascistar akandi í vagtii. Pá espuðust verkamenn um allan helming og rjeðust á Fascist- ana. Pað var méð mesta harðfylgi, að vopnuðu lögregluliði tókst að koma Fascistunum undan. Urðu þeir að yfirgefa vagninn og flýja inn í næstu hús. Eftir þetta dreifðist múg- urinn, en nokkrar óspektir urðu þó víðar í borginni og gerði stjórnin ráðstafanir til að koma henni í hernaðarástand. Sama daginn og þessir atburðir gerðust í Rómaborg, var D’Aragona sócíalistafulltrúi á leið til Rómaborgar með eim- lest. í nánd við stöðina Pistoja ruddust nokkrir Fascistar inn í vagn hans, óðu að honutn með skömmum og ætluðujafn- vel að klippa af honum skeggið. Aðrir gætnari Fascistar

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.