Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 24

Réttur - 01.02.1925, Side 24
26 Rjettur á Sardi-veginum, þai sem Sóc alistahöllin Bebel stendur, kom hópur verkamanna á móti þeim. Sendu ve kamenn Fasc'stum tóninn, en þeir svöruðu í sömu mynt. En er skammirnar nægðu ekki, tóku flokkarnir að skiftast á löðrurgum og um hríð snoppunguðu hvorir aðra í gtíð og kergju. Herlið gerði þó enda á þessum aðförum, áður en meiri v.ndræði hlutust af. En er fremstu flokkar Fascistanna voru að koma inn á (orgið »Piazza Tiburtina«, sem var fult af fólki og herliði, lieyrðust alt í einu skothvellir í einu horninu á torginu og flýði fólk þaðan í ofboði. Búðunum við torgið var skyndi- lega lokað og hlerar dregnir fyrir gluggana, en hinn ótölu- legi manngrúi á torginu laust upp ógurlegu angistarópi. Með miklu snarræði tólcst þó lögregluíoringja nokkrum, Janietti að nafni, að einangra þetta horn á torginu með herliði. Lágu þar þá 4 menn á jörðinni; 3 þeirra veinuðu af kvölunum, en sá fjórði gaf ekkert hljóð frá sjer; var þegar dauður. Hann hjet Baldini og var af Fasc:staflokknum. Peir satrðu voru fluttir á sjúkrahús. Eftir þetla riðluðust Fascistafylking- arnar og tókst herliðinu og lögteglunni að dreifa múgnum En lögreglan og herliðið ljet taka fjölda manna fasla fyrir að hafa sýnt mótþróa og valdið óspektum. Annan verkfallsdaginn, 11. nóv., var bjart veður og fag- urt. Ætluðum við íslendingarnir því að nota þann dag til að ganga til Pjeturskirkjunnar og horfa af þaki hennar yfir Rómaborg. Við hjelduni því af stað kl. 9 um morguninti í át ina þangað, og uin tíu leytið vorum við komnir yfir Tiber og voruin staddir á stórfenglegu torgi, sem kent er við Cavour, stjórnmálamanninn fræga. Finnur Thoriacius var í óðaönn að taka þar myndir af Civour-minnisvarðanum og stórhýs- unutn í kringum torgið, en við síra Stefán vorum að skoða okkur um á lorginu. Pá heyrðum við alt í einu ógurlegt háreysti, óp, vein og óhljóð. Alt fólk, sem var statt á torg- inu, liljóp í dauðans ofboði að húsunutn í kring. Við fylgd- um dæmi þess og hlupum í skyndi upp að dómhöllinni (Palazzo della Giustizia). Sú höll er feiknarlega stór og ríku- lega skreytt með likneskjum. Snýr önnur aðalblið hennar að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.