Réttur


Réttur - 01.02.1925, Síða 38

Réttur - 01.02.1925, Síða 38
40 Rjettur 1. Ákvæði og breyting á vinnustjórn. 2. Skifting vinnutímans, matmálstímar o. fl. 3. Launakjör. 4. Sáttaskipun í vinnudeilum. 5. Atkvæði um frítíma (sumarleyfi o. fl.). 6. Heilbrigðisráðstafanir og aðbúð verkamanna. 7. Ákvæði um vinnuaga. 8. Inntökuskilniála nýrra verkamanna. 9. Mentun verknema og ungra verkamanna. 10. Bókasöfn, fyrirlestrar og fræðsla. 11. Tillögur til breytinga og bóta á atvinnurekstrinum og vinnuaðferðum. 12. Ráð til framleiðsluaukninga. 13. Fjársöfnun og sjóðastofnun. 14. Skemtanir og íþróttir. 15. Ráðstafanir til þess að bæta og auka þekkingu verka- lýðsfulltrúanna í ráðunum. í október 1917 sendi breska stjórnin út opinbera tilkynn- ingu, er mælti eindregið með stofnun ráðanna, á frjálsum grundvelli, og leiddi það til þess, að þau voru stofnuð í mörgum atvinnugreinum í Bretlandi. í orði kveðnu áttu ráðin að vera skipuð bæði atvinnurek- endum og verkamönnum, en í reyndinni voru verkamenn einir í ráðunum. Verksvið ráðanna varð einungis ráðgefandi. Þau báru fram tillögur, en gátu ekki gefið fyrirskipanir. Ekki gátu þau heldur ákveðið upphæð verkalaunanna. Ráðin hafa sætt allmisjöfnum dómum meðal verkamann- anna sjálfra. En á þingi verkalýðsfjelaganna varð niðurstaðan þó sú, að þótt fyrirkomulagið, eftir tillögum nefndarinnar, væri ekki allskostar gott, hefði það þó ýmsa kosti og myndl auka þekkingu verkamanna á atvinnurekstrinum, og greiddu 2,4 miljónir manna atkvæði með tillögunum, en 0,8 miljónir á móti. Ress skal að lokum getið, að eftir lögum frá 1921 voru í Bretlandi stofnuð rekstursráð við járnbrautirnar, sem eru

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.