Réttur


Réttur - 01.02.1925, Síða 39

Réttur - 01.02.1925, Síða 39
41 Rjettur einkaeign. Árið 1922 gaf verslunarráðuneytið og út fyrir- skipanir um rekstursráð við námurnar, En þau hafa sætt mótspyrnu og hafa þvi aldrei fyllilega komist á. Pá skal vikið að Rússlandi. í byltingunni árið 1905 voru stofnuð verkamannaráð, er skyldu taka að sér stjórnina. Eftir byltinguna þar í landi 1917 voru samskonar ráð sett á fót mjög víða. Kerenski- stjórnin reyndi að takmarka vald ráðanna, en þau hjeldu fast í vald sitt. í nóvemberbyltingunni var vígorð foringjanna: alt vald til verkalýðsráðanna, Eftir að sameignamenn höfðu fyrir alvöru náð völdum í Rússlandi, voru verkamannaráðin þar í landi í eðlilegu sam- bandi við þjóðnýtinguna og allan rekstur atvinnuveganna. í desembermánuði 1917 gaf rússneska stjórnin út fyrirskip- un, er gaf verkamannaráðunum í hendur víðtækt vald yfir atvinnugreinunum, án þess að þær væru með þvf að fullu þjóðnýtfar. En þetta mikla vald ráðanna leiddi til þess, að verkamennirnir sjalfir ráku eigendur og stjórnendur fyrirtækj- anna á burtu og slóu eign sinni á fyrirtækin. En þetta gekk með ýmsu móti og hepnaðist misjafnlega. Á árinu 1918 voru allar atvinnugreinir í rússnesku bæjun- um að fullu þjóðnýttar. Hjeldust þá ráðin að vísu í einstök- um atvinnugreinnm, en ráðstjórnin í Moskva hafði með hönd- um æðsta valdið, og henni voru ráðin háð. Á árinu 1921 breytir ráðstjórnin rússneska nokkuð um stefnu. Atvinnurekstur, er ekki hafði fLiri en 20 verkamenn í þjónustu sinni, gat eftir það orðið einstakra manna eign. Auk þess ráku hlutafjelög atvinnu, og átti ríkið altaf minst 51°/o hlutafjárins. Stjórnir verksmiðjanna voru útnefndar eftir t'llögum verklýðsfjelaganna. Rekstursráð skyldu vera í hverri atvinnugrein og voru þau einnig tilnefnd af fagfjelögunum. Ráðin eiga þar að starfa í sameiningu við verksmiðjustjórn- irnar, og hafa yfirleitt mjög mikið og víðtækt vald.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.