Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 48

Réttur - 01.02.1925, Page 48
50 Rjeílur stríð haldist um það, hversu ágóðaþóknunin eigi að vera há. 2. Ágóðaþóknun er illkleyft að koma á við atvinnufyrir- tæki ríkis og bæja- eða sveitafjelaga, að minsta kosti landbúnað. 3. Ef ágóðinn er miðaður við Iangan tíma, er erfitt að koma því við, þar sem tíð mannaskifti eru. 4. Spurning rís þá einnig um það, hvort verkamenn eigi einnig að taka þátt í tapinu. 5. Pað gæti leitt til þess, að atvinnurekendur og verka- menn tækju sig saman um það, að ofþyngja neytend- unum. 6. Pað myndi leiða til þess, að ilt yrði að samræma laun og ágóða veikamanna í hinum ýmsu atvinnugreinum. 7. Það myndi að mestu svifta verkalýðinn því bitrasta og áhrifamesta vopni, er hann á í fórum sínum, en það er máttur samtakanna og verkföllin. Ýmsir fleiri gallar hafa verið tilnefndir á þessu skipulagi, en of langt yrði að fara nákvæmlega út í það efni hjer. Fjesýslumaður einn í Danmörku, E. Mörup að nafni, hefir nýlega gefið út bók, sem lofsamar ágóðaþóknunina, er hann hefir komið á í atvinnugrein sinni. En atvinnurekendur þar í landi hafa yfirleitt tekið bók þessari fálega. Einnig hafa jafnaðarmenn í Danmörku ákveðið mælt á rnóti þessu skipu- lagi og telja það sumir aðeins koma á glundroða og deilum meðal verkamannanna sjálfra. Mörup hefir nú af fjelagsmála- ráðherranum verið skipaður í nefnd þá, er hefir til yfirvegunar fyrirkomulag verklýðsmálanna, og hef r nefndarinnar verið getið hjer á undan í kaflanum um rekstursráðshugmyndina í Danmörku. Víða hjer í álfunni hefir verið rætt talsvert um ágóðaþókn- unina, og það skipulag komst á í einstaka atvinnugreinum, en þó lítið til langframa. Og helst er útlit fyrir, að það fyrirkomulag verði ekki til frambúðar, enda gengur krafa verkamanna alment alls ekki í þá átt.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.