Réttur


Réttur - 01.02.1925, Síða 50

Réttur - 01.02.1925, Síða 50
Baráttan um heimsyfirráðin.*) Sameining verkalýðsins. Síðan hinn mikli klofningur varð í herbuðum verkalýðsins út af ófriðnum og afsföðunni til auðvaldsins, hafa verið 2 alþjóðasambönd verkalýðsins í heiminum. Hefir annað þeirra átt aðalaðsetur sitt í Moskwa og verið kallað >Rauða alþjóða- sambandiðe, en hitt hefir átt aðalaðsetur í Amsterdam í Hollandi og er það einkum skipað þeim, er skemra vilja ganga. (Ressum alþjóðasamböndum verkalýðsins má engan veginn rugta saman við hin pólitisku al|3jóðasambönd jafn- aðarmanna, II. og III. Internationale; hin síðarnefndu mynda nfl. pólitísku flokkarnir: Sosialdemokratar II. Internationale, en Kommúnistar III.; en verklýðsfjelögin myndu hin alþjóða- samböndin). Nú hefir þeim, er ant láta sjer um hag verkalýðsins engan veginn dulist, að þessi klofningur verkalýðsins í Evrópu bakar honum mikinn skaða, og að sameining er bráðnauðsyn- leg nú, þegar sýnilegt er, að auðvaldið er að undirbúa sókn mikla á hendur verkalýðnum. Hafa því víða frá komið fram raddir um það, að það yrði að fara að hefjast handa til að sameina allan verklýðsfjelagsskap í álfunni í eitt alþjóðasam- band. Hafa þessar raddir einkum komið frá ensku og rúss- nesku verklýðsfjelögunum; eru hin fyrri aðalstoð sambandsins í Amsterdam ásamt þýsku fjelögunum, en rússnesku fjelögin eru kjarni »Rauða alþjóðasambandsins*. í nóvember 1924 sendi enska verklýðssambandið nefnd til Rússlands, til að at- huga ástandið þar, og komst sú nefnd að þeirri niðurstöðu, að þar u'kti hrein verklýðsstjórn, og að kjör verkamanna *) í þessum kafla eru sagðar pólitískar frjettir utan úr heimi.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.