Réttur


Réttur - 01.02.1925, Síða 54

Réttur - 01.02.1925, Síða 54
56 Rjettur Macmanus, Bell, Murphy, Campbell, Arnot, Cant og Wintz• ingliam. Kommunistaflokkurinn enski hefir vaxið óðfluga upp á síðkastið, og einkum hafa áhrif hans á vinstri væng verkalýðshreyfingarinnar aukist. íhaldið sá því, að tími var til kominn að reyna að hefta dálítið vöxt hans, og greip því til þessara ráðstafana. Fyrst ekki var hægt að fá neina sæmi- lega átyllu, falsað skjal, mútur frá Rússum eða slíkt, var það ráð tekið að brjóta svo herfilega í bága við ritfrelsið, sem raun varð á. »Nauðsyn brýtur lög,« segir máltækið. En hætt er við, að auðvaldinu skjátlist, ef það ætlar að útrýma Kommúnismanum með ofsóknum. Rær hafa hingað til aðeins styrkt og hreinsað allar byltingarstefnur. Frá Rússlandi. Rússneska verkamannalýðveldið hefir nú staðið í rúm 8 ár. Fyrstu 4 árin átti það fult í fangi með að reka af höndum sjer útlenda og innlenda óvini, sem með öllu móti reyndu að steypa ráðstjórninni, og endurreisa hið forna auðvalds- skipulag. Pað var ekki fyr en 1921, að rússneska alþýðan var búin að friða land sitt, og gat tekið til óspiltra málanna að endurreisa iðnaðinn og aðra atvinnuvegi, er koinist höfðu í kaldakol fyrir óstjórn hervaldsins á stríðsárunum, og ekki hafði verið unt að endurreisa, meðan á borgarstríðinu stóð. En síðan 1921 gengur vel með viðreisn landsins. Fram- farirnar á öllum sviðum þjóðarbúskaparins aukast æ meir og hraðara því lengur setn líður, enda rekur flesta þá, er verið hafa i Rússlandi 1921 og koma þangað nú, í rogastans yfir þeim breytingum til batnaðar, sem á eru orðnar. T. d. um framfarirnar skulu hjer nefndar nokkrar tölur, einkum þó til að sýna hverjar breytingar hafa orðið á síðasta ári. Fram- leiðsla ríkisiðnaðarins var 1924 — 25 (1. okt. til 1. okt.) 2998 miljónir gullrúblur, envar 1923 — 24 aðeins 1854 miljónir, en mun á næsta ári verða 4511 miljónir. Steinolíuframleiðsla var 1923—24 362 miljónir pud. (64,5“/o af því sem það var fyrir stríðið); 1924 — 25 423 miljónir, og er áætlað á

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.