Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 56

Réttur - 01.02.1925, Page 56
58 Rjetiur alveg að öllu leyti. Pað gengur því í áttina til fullkominnar jafnaðarstefnu á Rússiandi. En til að fræðast um ástandið í Rússlandi að öðru leyti, er best í.ð leita til skýrslna þeirra, er verklýðssendinefndir þær, sem þangað hafa farið á síðasta ári, hafa gefið út. Sjálfstæðisbarátta Egipta. 1922 vakti það athygli mikla víðast hvar uin lönd, að Englendingar hefðu gefið Egiptutn frelsi það, er þeir svo lengi höfðu þráð og barist fyrir. Síðan hefir mönnum verið æði óljóst, hvað fram hefir verið að fara í Egiptalandi. Skal því hjer reynt að bregða nokkru Ijósi yfir það. Að nafninu til var Egiptum gefin stjórnarskrá 1922 og áttu nú að taka við völdum í iandinu sínu sjálfir, að af- stöðnum kosningum. En mörg voru þó þau vandamál, er Englendingar höfðu ekki viljað fá þeim til úrlausnar. Var það einkum þrent, er þeir vildu tryggja umráð sín yfir, hvernig sem á stæði um sjálfstæði Egipta. Pað var fyrst og frenist að hafa völdin yfir Suez-skurðinum, þessari afar-fjölförnu versl- unarleið. í öðru lagi vildu þeir ráða Sudan, sem þá stóð undir sameiginlegu eftirliti ensk-egipiskrar nefndar. Attu enskir bómullarræktendur þar mikilla hagsmuna að gæta. í þriðja lagi vildu þeir helst halda við völdum ensku embættismann- anna í Egiptalandi og Sudan, sem sátu þar í bestu embætt- unum og fóru með mest völd. Rað varð nú hlutverk hinnar nýju stjórnar, er mynduð var eftir kosningarnar 1922, að semja við Englendinga. Sá, sem varð forsætisráðherra, hjet Zaglul Pasha og var foringi þjóð- ernissinna. Hafði sá flokkur fengið yfirgnæfandi meiri hluta við kosningarnar. En Zaglul var engan veginn eins harður í horn að taka við Englendinga og búist hafði verið við. Hins vegar beitti hann hörku mikilli við verkamenn í borg- unum, bannaði fjelagsskap þeirra, bældi niður blöð þeirra, ofsótti verkfallsmenn og hnepti meðlimi Kommúnistaflokksins í varðhald. Leiddi þetta framferði hans tii þess, að flokkur hans klofnaði. Rótti róttækum þjóðernissinnum hann of væg-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.