Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 65

Réttur - 01.02.1925, Side 65
Réttur 67 hún verður að víkja fyrir annari nýrri. Mér rennur í hug í þessu sambandi ein setning, sem jeg las fyrir nokkrum dögum i nýrri bók, sem verið er að prenta. Setningin er svona: „Eg skerst í hjatrað, þegar eg sé varnarlausar smástúlkur stór- borgarinnar berast eins og rótarslitin blóm um steinköld strœt- in, þar sem öll spor hverfa". -----þar sem náttúran er nógu rík, þar sem kyrð og frið- ur or til i nógu rikum mœli, skapast hjá barninu liugarflug. Æfin- týraheimur opnast. Barnssálin fyllist aðdáun og lotningu. „þar fá hugans helgidómar, heildarblæ á gullin sin“. En „hugans helgidómar", verða varla til á „steinköldum strætum, þar sem öll spor hverfa". Og er það ekki einmitt þetta, sem við finnum að börnin sum vantar svo tilfinnanlega. þau vantar eitthvað til að elska af öllum mætti sálarinnar, eitthvað til að krjúpa fyrir í þögulli lotningu og aðdáun. þungamiðja uppeldisins er eínmitt það, að rækta í barnssálinni slíkan helgilund, að hve- nær seni bamið kemur nálægt honum, ómi því ósjálfrátt við eyra hið fornkveðna: „Drag skó þína af fótum þér, því þessi staður er heilagur". Fagrir staðir, eða tign og dýrð náttúru- íyrirbrigðanna, hjálpa barninu oft til að mynda sér þessa helgidóma af eigin ramleik. En þar sem handaverk mannanna, misjafnlega af hendi leyst, skyggja altaf á skaparans dýrð, hvert sem auganu er iitið, þar þarf að gripa til annara ráða. þar er það sambúðin við föður og móður, sem er eina líf- f kkerið Kærleiksrík handleiðsla á heimilinu er þar eina rót- artaugin, sem getur gefið barnssálinni sprett.uþrótt, Hvað- viljið þið, foreidrar, ekki á ykkur leggja af andvök- um og erfði, til þess að fá börnunum ykkar lækning þeirra likamsmeina, sem að þeim sækja? Skyldi ykkur þá geta stað- ið á sama um andlegan vöxt. þeirra og þroska? En vit, sið- gæði eða annað atgerfi andans, verður ekki hengt utan á barn- ið, eins og kjóllinn eða liatturinn, sem gerir það þokkalegt útlits. Nei, sálin verður að vaxa upp frá helbrigðri rót. þar sem umhverfið spillir gróðurskilyrðunum, þar þarf bara enn- þá meiri nákvæmni við ræktunina. Ef þið viljið að vel tak- ist með uppcldi barnanna ykkar, þá verðið þið að v ak a yfir sál- arþroska þess, ekki siður en heilsu likamans. þið verðið, ef 5*

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.