Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 67

Réttur - 01.02.1925, Side 67
Réttnr 69 þá er það sjálfsagt mest um vert að láta börnin segja sér frá því, sem þau hafa numið, tala við þau um það, benda þeim á andann og kjarnann, og hjálpa þeim til að fá heildarblæ á alt, sem þeim et kent. Eg hefi stundum heyrt kvártað undan því, að börnin lærðu ýmislegt ljótt í sollinum i skólanum, og eg býst við því, þvi miður, að þetta sé ekki með öllu tilhæfulaust En við það mun ekki verða gott að ráða, ef foreldrarnir eiga ekki þann að- gang að barnssálinni, að þeir uppræti jafnóðum þessi skaðlegu áhrif. Einmitt í sollinum kemur það best í ljós, hvert mótstöðu- afl börnin hafa fengið í foreldrahúsum, því bami er ekki svo hætt, sem hiklaust getur opnað sig fyrir föður eða móður. Vanti þann innileik í heimilislífið, er hætt við að okkar áhrif reynist of veik og skammvinn, hversu vel sem við erum að ve.rki. þetla er alvarlegasta atriðið við alt skólahald hér i bæ. eins og því miður svo víða annarstaðar. Feðurnir kvarta í sífellu yfir því, að þeir hafi engan tíma til að sinna börnunum, og mæð- urnar na ekki til þeirra, þær missa þau út i sollinn á götunni, en eru sjálfar bundnar við búverk og brjóstmylkiga. Eg veit ekki hvort þetta getur verið öðru vísi. því miður er alt mót á þvi, að þessu lík sjeu lífskjörin að verða fyrir ærið mörgum, sem verða að fleyta fram lífinu á kaupstaðarmölinni. En hér er alvörumál á ferðum. þau verðmæti, sem bömin fara á mis við af þvíliku uppeldi, verða ekki bætt með æfilangri skólagöngu. Og sannarlega væri það þess vert, að hverjir ein- ustu foreldrar tækju það til alvarlegrar íhugunar, hvort ekki væri einhver vegur að leggja svolítið meiri sál inn í heimilis- lífið. pó friðarstundirnar sjeu fáar, þó getur samt þýður hug- blær leikið, jafnvel um stritið og störfin. Og barnssálin er ótrú- lega viðkvæm fyrir öllum yl og hlýju. Sem betur fer, sjáum við þess mörg dæmi, að mannlífið þarf ekki að vera eintómur kuldi. Og þótt ærið oft vilji fjúka í skjólin, þá verðum við í iengstu lög að verja bömin fyrir næðingunum. Skólinn og kennararnir vilja hjálpa ykkur foreldrunum til að gera hlýtt og bjart i kringum bömin í þessum bæ. Við ættiim að geta verið ykkur talsverður styrkur — það eigið þið

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.