Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 68

Réttur - 01.02.1925, Page 68
70 Réttur heimting á, og það viijum við vera. það er ekki lítið traust, sem þið sýnið okkur að trúa okkur fyrir dýnnætustu eign- inni, sem þið eigið. Við viljum reyna að bregðast ekki því rrausti. En þið megið ekki ætlast til of mikils af okkur. J)ið megið ekki ætlast til að við tökum af ykkur ómökin og áhyggj- urnar. það er ekki líklegt að við getum lagt þann grundvöll, sem þið hafið gefist upp við að leggja. Að byggja ofan á undir- stöður, sem vel eru lagðar, það er okkar hlutverk — og það er réttmætt að víta, ef okkur tekst það ekki nokkumveginn. Steinþór Guðmundsson, skólastjóri, Akureyri. Ranglátir skattar. það er nokkuð margt í skattamálum og viðskiftalífi hér á landi, sem nefna mætti þessu nafni. Hér verður ekki út í það farið í einstökum dráttum, en aðeins bent á nokkur atriði, sem nefna niætti orsakir dýrtiðar og útgjalda fyrir almenning. Höfuðstaður landsins, Reykjavík, verður áhrifaríkari i þjóð- lífinu með hverju ári sem líður. þangað safnast fólk af öllu landinu og fjölgar stöðugt, þar aukast atvinnufyrirtækin örar en annarstaðar og þar hefir verið lagt fram mest fé til umbóta, til verklegra fyrirtækja í bæjarfélaginu og lifsþæginda eftir menningarkröfum nútímans. En framkvæmdir þessara umbóta hafa orðið svo dýrar og óheppilegar, og skipulagið á atvinnu- málefnmn í bænum svo ranglátt, að til vandræða horfir. Afleið- ing þess er sú, að Reykjavík mun vera talinn dýrasti bær eftir því sem gerist í nálægum menningarlöndum, húsaleigan er hér hærri og flestar lífsnauðsynjar, einkum þær er stafa frá nýrri fyrirtækjum bæjarfélagsins — höfninni, rafmagnsveitunni og vatnsleiðslunni. þessi fyrirtæki voru reist á mjög óheppilegum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.