Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 70

Réttur - 01.02.1925, Page 70
72 Réttur kftupmanna- og verslúnarstétt í Reyk.javík, er að miklu leyti óþörf og altof dýr fyrir þjóðina. Á hinn bóginn getur heldur engum dulist, að þægindi þau, sem íbúar höfuðstaðarins, og þar á meðal flestir einbættismenn þjóðarinnar, hafa af höfninni, rafmagnsveitunni, vatnsveit- unni o. s. frv., eru stórum meiri en þau þægindi, sem almenn- ingur á við að búa út um sveitir og í sjóþorpum. En sá sami almenningur á að borga fyrir embættismennina og kaupmenn- ina húsaleiguna, þægindin og lóðaleiguna, með hárri, endúrtek- inni dýrtíðarupphót — og umboðslaunum, vöruálagningu og hafnargjöldum. — þeim sem fást við vérslunarrekstur í fjar- lægum landsfjórðungum, er vel ljóst, hversu kostnaðarsamt það er, að fá vörur frá Reykjavík, með áföllnum gjöldum þar. — Ef að helmingi af húsaleigu opinberra starfsmanna og gjöldum þeirra til dýrustu fyrirtækja bæjarfélagsins væri jafnað niður á gjaldendur i landinu sérstaklega, þá mundi það þykja óþyrmi- iegur- skattur. Óhætt. er að telja að hin sérstaka dýrtíð í Reyk- javík nemi svo miklu. En hún stafar af ranglátu skipulagi í bærium og slysalegri framkvæmd þeirra fyrirtækja, sem bær- inn hefir látið gera. — Við þetta bætast þeir skattar, sem heild- salar og kaupmenn í Reykjavik leggja á almenning og ekki verða metnir. Nú er þess að gæta, að það er minni hluti allra borgara í Reykjavík, sem hirðir þessar tekjur. Fyrst og fremst húsa- og lóðaeigendur, sem kosta kapps um að halda fasteignum sínum í óeðlilega háu verði og hafa félagsskap með sér í þeim tilgangi. Og í öðru lagi er það kaupmannastéttin, sem með öflugum sam- tökum hlynnir einnig að hagsmunum sinum, og á jafnan hæg- ast með að fiska í gruggugu vatni. þegar verðlag lífsnauðsynja er spent sem hæst og er á sífeldu reiki. En undarlegast af öllu er það, að fjöldinn allur af starfsmönnum ríkisins fylgir þess- um aðilum að verki í bæjar- og landsmálum, svo að í bæjar- málum, að minsta kosti, hafa þeir öll völd. pað gegnir furðu að starfsmenn ríkisins skuli hjálpa þessum stéttum til að komast hjá réttmætum gjöldum til bæjar og ríkis af fasteignum sínum og atvinnurekstri, og láta niðurjöfnunarnefndir hlaða þeim á hinar starfandi stéttir. En embættismennirnir vita, að þau

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.