Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 71

Réttur - 01.02.1925, Page 71
Béttur 73 gjöld, sem A þá eru lögð, greiðast óbeinlínis af öllum gjaldend- um landsins með launabótum til emb.m. þess vegna dansa þeir í kringum kjötpottinn með efnaðri stéttunum. það þykir „fínni“ félagsskapur. Sjaldan hcfir það komið jafnskýrt í ljós og á þessu ári, hversu gjöldum til bæjarsjóðs er létt af eigendum og umráðamönnum arðgefandi eigna og velt yfir á bök hinna vinnandi stétta og opinberra starfsmanna. það er einkennilegt ef þeim aðförum verður ekki mótmælt með kröftugri uppreisn og andmælum fyr en varir. Stjórnarvöldum hinna ráðandi stétta í Reykjavík hefir líka tekist að velta nokkru af gjaldabyrði bæjarfélagsins á gjald- endur annara liéraða, eins og sýnt hefir verið. þess má vænta, að eigi líði á löngu, að íbúar þeirra héraða risi einhuga gegn þessu. þær tvær andstæður, sem hér mætast og eiga hlut að máli, annarsvegar dreifðir framleiðendur og verkamenn i sveit- um og sjávarþorpum, en hinsvegar Reykjavíkurvaldið með hags- muni vissra stétta fyrir augum, hljóta að lieyja úrslitabar- áttu sína fyr en varir, og veltur því á miklu fyrir hinar dreifðu sveitir að glöggva vel vörður og veðurmerki á því sviði. — Hér hefir verið bent A nokkra kostnaðarliði, sem Reykjavíkur- bær leggur á aðra landsmenn, og hefir þau áhrif að verðlagið innan lands er óhæfilega hátt í samanburði við verð á aðflutt- um vörum. Húsaleigan og hin fjölmenna milliliðastétt eru óþörf- ustu og dýrustu liðirnir. þvi hærri og ósanngjarnari sem þeir eru þess hærra verður kaup verkamanna og starfsmanna rík- isins. það væri fróðlegt að vita hve margir lifa á húsaleigu- tekjunum og verslunarálagningu í Reykjavík. Væri það rann- sakaö, mundi sannast að meirih. þeirra manna eru eigi aðeins ómagar á þjóðarbúinu, heldur blóðsugur, sem hafa skapað sér aðstöðu til þess að safna fé og okra á fjármunum, með því að lána út peninga gegn margföldum vöxtum. Engar aðrar stéttir hér á landi hafa slík skilyrði til fjársöfnunar nú á tím- um og þessir fjárplógsmenn í höfuðstaðnum. — Núverandi skipulag skatta- og bæjarmálefna hefir trygt þeim þessa að- stöðu, eins og áður er getið. Gleggsta sönnun í þessu efni er hin síðasta útsvarsniðurjöfnunarskrá Rvíkur. Samkvæmt henni ber starfsmannastéttin — verkamenn og þeir sem laun taka —

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.