Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 75

Réttur - 01.02.1925, Side 75
Réttur 77 Allra augu mæna nú til Bretlands. Verkamenn í nálægum lönd- um sýna samúð sína í verkinu. Franskir prentarar, þýskir kolanemar, danskir hafnarverkamenn neita í atvinnuleysinu að framkvæma nokkurt það starf, er enska verkalýðnum má til fjóns verða. Hálf önnur öld er nú liðin siðan stóriðnaðurinn spenti greipar um atvinnulíf Breta. Vélarnar og aðrar dásamlegustu nýsmiðar, sem mannsandinn hefir látið reisa, og mest gætu auðgað mannkynið, ef rétt væri á lialdið, þær hafa leitt böl yfir breska verkaliðinn og hrakið fólkið úr sveitunum í verk- smiðjubæina. I rúrna öld hefir breski verkalýðurinn orðið að heyja harða baráttu fyrir einföldustu réttindum sínum.. Upp- runalega var verkamönnum bannað með lögum að mynda sam- tök til að ba;ta kjör sin, og félagsskapurinn var ekki viðurkend- ur fyrri en eftir harða og langa baráttu. Með verkföllum og deilum var hann knúinn fram, því að atvinnurekendur létu ekki undan fvrri en i fulla hnefana. Verklýðssamtökin eru dýru verði keypt. Fjölmargir forgöngu- og áhugamenn þeirra hafa rutt þeim braut ineð blóði sínu, og með þeirri kolamáladeilu sem nú stendur, er verkalýðurinn að sækja aukin réttindi og lífsskil- yrði i hendur atvinnurekenda og ráðandi stjórnmálaflokks í Bret- landi. — í kröfum og tillögum verkalýðsins or bent á framtíð- arskilyrði fyrir því að fólkinu geti vegnað vel i landinu. þar er rætl um nauðsyn þess að umskapa iðnaðarlíf Breta frá rótum. Að öðrum kosti muni það vera dæmt til hnignunar og hruns. Skórinn er farinn að kreppa að fætinum víðar en í kolanánm- rekstrinum. í öllum helstu iðnaðargreinum má sjá hin sömu tmignunarmerki, t. d. járn- og stáliðnaði, hómullar- og ullariðn- aði. Framleiðslan minkar og atvinnuleysið eykst. Áður en kola- verkfallið hófst voru 1,25 miljón atvinnulausra verkamanna í Bretlandi. þegar atvinnulífið heima fyrir stendur í stað eða hnignar, þá snúa bresku auðmennimir sér með peningana i aðrar áttir. þá leggja þeir fé sitt i erlend fyrirtæki, sem gefa betri arð en iðnaðurinn heima fyrir, og jafnvel stórbankarnir bresku ráða bluthöfum sinum og innstæðueigendum að leggja fé sitt í er- iend fyrirtæki, er gefi meira af sér. Rkki er nú meiri þjóðrækni

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.