Réttur


Réttur - 01.02.1928, Page 15

Réttur - 01.02.1928, Page 15
Rjettur] »HANN ÆSIR UPP LÝÐINN« 17 Að þessu sinni ætla jeg ekki að svara þessum spurn- ingum, heldur bind jeg mig við það eitt, hver áhrif boðskapur hans hlaut að hafa á alþýðuna og hvernig æðri stjettirnar litu á þau áhrif. Væntanlega verður síðar leitast við að skýra afstöðu Jesú til þjóðmála, en það er mikið efni og erfitt til rannsóknar og einkum fyrir þá sök, að þeir, er færðu í letur boðskap Jesú fæðru hann ekki í letur með það fyrir augum að kynna alþýðuleiðtogann. Þá var myndaður söfnuður á trúar- legum grundvelli, og hafði hann ekki baráttuna fyrir rjetti lítilmagnas á neinn beinan hátt á stefnuskrá sinni, og hafði honum því sjest yfir þá hliðina í starfi meistarans. En þó flytja guðspjöllin mjög mörg um- mæli eftir Jesú, sem gefa bendingu um það, hvað fyrir honum hefir vakað í starfi hans sem alþýðuleiðtoga. Þegar um þetta er rætt, er alveg sjerstök ástæða til að gæta þess, að orð þau, er við eigum eftir Jesú, eru ekki samfeldar ræður, þótt þau komi oft þannig fram í guðspjöllunum, heldur samsafn ummæla, er best geymdust í minni, en víðast færð úr ramma þeirra at- burða, sem gáfu tilefnið til þess, að þau voru töluð, og sem að meira eða minna leyti geyma lykilinn að rjett- um skilningi á þeim. V. Það mun orðin all-almenn skoðun nú á tímum, að kristin kirkja muni hafa misskilið Jesú mjög átakan- lega. Og mönnum þykir líklegt, að ástandið í kristna heiminum væri annað en það nú er, ef allur sá fjöldi prjedikara, sem boðað hafa trú í Jesú nafni, og allar þær miljónir, sem kent hafa sig til nafns hans sam- kvæmt þeim skoðunum, er þeim hafa verið fluttar, hefðu skilið, á hvað Jesús lagði mesta áhersluna í boð- skap sínum. Biblíufræðingar þykjast finna það, að sá misskilningur hafi þegar átt sjer stað meðal hinna fyrstu, sem boðuðu kristindóm eftir dauða hans. Því 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.