Réttur - 01.02.1928, Page 24
26
PLÆGINGARVEIZLAN IIJÁ F. TAPBJERG [Rjettur
engir fjársjóðir vœri fólgnir í jörðunni á landspildu
hans, og að hún hefði ekkert sér til ágætis nema
hrjóstrugt yfirborðið, varð honum það ljóst, að í stað
rekunnar yrði hann að nota plóg við vinslu hennar, svo
að hægt væri að sá rúgi í stórt svæði, því að ef rúginum
var sáð, kom þó að minsta kosti einhver uppskera.
En hann vantaði eyki til að beita fyrir plóginn.
Honum hafði að vísu verið ráðlagt af sumum, að nota
beljuna, en hún var nú ekki léttari á sér en það, að hún
átti fult í fangi með að komast lausbeizluð yfir kvistótt
heiðarlandið á víxluðum löppunum; hvað þá að hún
gæti dregið plóg eða herfi.
Hann hafði því ekki önnur úrræði en að fara að
dæmi stéttarbræðra sinna, að leita á náðir bændanna
umhverfis og biðja þá að hjálpa sér með einn og einn
reit, þegar þeim var meinfangaminst.
Það var hátíðisdagur í heiðarbýlinu þegar Friðrik
Tapbjerg hafði plægingamenn.
Friðrik var að vísu nokkuð áhyggjufullur út af deg-
inum þeim, því þá jókst skuld hans við kaupmanninn
meira en nokkurn annan dag ársins.
Aftur á móti hlökkuðu börnin allshugar til dagsins.
Var það ekki líka dásaimleg tilbreyting í fásinninu á
lyngheiðinni að sjá spikfeita plóghesta með hnarreist-
an makka og marrandi aktygi tœta sundur hrjóstrugu
landspilduna heima?
Eða þá að fá einu sinni að handleika jafn sjaldgæf
verkfæri sem vagn, plóg og herfi, eða jafnvel að vera
trúað fyrir að halda á svipu. Gat annars nokkur gizkað
á, hver æfintýri kynnu að geta gerztáslíkum degi? Það
var ekki svo lítil tilbreyting frá því að vera dag eftir
dag að róta í sama öskuhaugnum, með sama leirbrot-
inu, eða hendast dag eftir dag yfir sömu sandhólana,
ríðandi á sama ryðgaða pönnugarminum.
Þá var og ekki óhugsandi á slíkum dögum að fá að