Réttur - 01.02.1928, Síða 25
Rjettur] PLÆGINGARVEIZLAN HJÁ F. TAPBJERG
27
smakka á einhverju lostæti sem stingi nokkuð í stúf við
grautinn eilífa og óþrotlegu kartöflurnar.
í stuttu máli sagt var plægingadagurinn einn af þeim
fáu dögum ársins, sem margskonar óvænt atvik gat
geymt í skauti sínu.
En umsvif dagsins komu sarnt þyngst niður á Línu.
Það var ekki að ástœðulausu að hún fann til þungr-
ar ábyrgðar fyrir þá sök, því það er ekki vandalaust
verk fyrir fátæklings garma að taka á móti slíku vand-
fýsnu hyski.
í þessu efni hafði líka viðbúnaðurinn orðið erfiðast-
ur. Það hafði ekki reynst auðgert að afla alls þess, er
nota þurfti.
Lína varð að fara bæ frá bæ til að fá til láns ýmis-
legt, sem nota þurfti. í einum staðnum fékk hún lánað-
an pott, í öðrum nokkra hnífa, skutul eða annað, en
Friðrik hafði orðið af dagkaupinu sínu daginn áður,
vegna þess að hann þurfti að fara í kaupstaðinn. Það-
an kom hann aftur örmagna f þreytu undan byrðinni,
fullum stórum poka með alskonar kræsingar, kjöt og
fisk og síðast en ekki síst, heljarstóran brennivínskút,
sem gutlaði í við hvert skref sem hann gekk. Það var
ekki hvað síst kútnum að kenna að burðarkaðallinn
særði hann á sinaberri öxlinni.
Dag nokkurn snemrna gat að líta reykjarmökk mik-
inn á veginum inn við bæinn. Vagnalestin var komin af
stað.
Að fjórðungi stundar liðnum komu fjórir vagnar,
sem tveim hestum var beitt fyrir, heim yfir hrjóstuga
akurlendið hans Friðriks Tapbjergs. Hestarnir voru
stórskornir, feitir og sællegir af hafraeldi og þeir fóru
svo geyst að hringlaði í aktygjunum, en tréherfin í
vögnunum ygldu sig framan í plógjárnin.
Það var í mörgu að snúast á heiðarbýlinu.
Krakkagrúinn var eins og mý á mykjuskán um alt
hlaðið.