Réttur - 01.02.1928, Page 32
34 PLÆGINGARVEIZLAN HJÁ F. TAPBJERG [Rjettur
af eldmóði afkvœmum truntunnar öllum, í þriðja og
fjórða lið.
Skýrsla þessa óviðjafnanlega hrossafræðings og
markaðssögur, höfðu nokkur vekjandi áhrif á aðra þá,
er viðstaddir voru.
Þeir vildu fyrir enga muni standa Movst að baki um
frásagnir af hrossavanhöldum, því á þeim höfðu þeir
allir fengið að kenna.
Það leið því góð stund svo, að ekki var talað um ann-
að en meiðsli, ígerðir, upphlaup, brunasár og hankanir.
Movst hélt því fram, að reynsla sín hefði fært sér heim
sanninn um þau grundvallarsannindi að »ekki sé öll von
úti meðan fliparnir eru voigir« og Thames Moesbjerg
inn rauðhærði, rak endahnútinn á umræðurnar með
þeirri staðhæfingu, sem naumast verður hrakin, að
»það væri að sjálfsögðu auðvelt að lækna alla hrossa-
sjúkdóma, ef mlaður bara þekti meðölin, sem við ættu«.
Eftir að þeir höfðu haldið uppi sæmilega löngum um-
ræðum um hjartfólgnasta umraeðuefnið, barst talið
umsvifalaust að vinnufólki.
»Gaztu fengið vinnumanninn sem þú varst að fala
Movst?« spurði Thames rauði.
»Það var nú ekki höppin að sækja þangað. Það er
ekki svo auðvelt að fá vinnumenn nú á tímum«, sagði
Movst og stundi við. »Það er eins og djöfullinn sé
hlaupinn í alt vinnufólk, síðan þessi helvízkir jafning-
ar fóru að vaða hér uppi«.
»Þú meinar »jafnaðarmenn««, sagði »stórbóndinn«.
»Mig varðar ekkert um, hvað þið viljið kalla þá«,
sagði Movst þrjóskulega, »en það er eins og ritningin
segir. Af ver-rr-kunum skuluð þér þekkja þá! Og það
er eins og eg segi, að síðan það rakkahyski fór að láta
hér á sér bæra, er vinnufólkið orðið svo öfugt og snú-
ið, að því verður ekki mjakað til nokkurs hlutar«.
»Já, þarna hittirðu naglann á höfuðið«, muldraði í
Movns hinum megin við borðið.