Réttur - 01.02.1928, Side 35
Rjettur] PLÆGINGARVEIZLAN HJÁ F. TAPBJERG
37
graut fengu þau í svanginn og svo urðu þau að gera svo
vel að hypja sig í burtu«.
Movst hélt lengi áfram að lýsa með mörgum orðum
því fyrirmyndar ástandi, sem áður hefði ríkt, þegar
vinnufólkið hlýddi orðalaust hverri minstu bendingu
húsbænda sinna, eins og þrælar, þegar orðið mannrétt-
indi hafði ekki ennþá náð fótfestu í málinu, og þegar
sópurinn og svipan voru máttug til að ráða fram úr
öllum vandamálum heimilisins og þjóðfélagsins, hversu
flókin sem þau voru.
Smátt og smátt barst svo samtalið að öðrurn efnum
og þegar kálfketssteik Línu, ásamt brennivíni Friðriks,
var farin að hafa tilætluð áhrif á innyfli gestanna,
hrutu þeim ýms háfleyg ummæli af vörum, um úrkynj-
un fólksins og ráð til að afstýra henni.
Stórbóndinn fyrverandi gerði sér mikið far um, að
láta það koma skýrt í Ijós, að hann hefði hlotið meiri
mentun en hinir, með því að koma fram með ýmsa há-
fleyga speki fjandsamlega jafnaðarstefnunni; speki
þessi bar þess reyndar ljós merki að vera tekin úr nýj-
ustu »Stiftstíðindum«.
»Fátæklinga nútímans skortir nægjusemi framar öllu
öðru; þetta kemur skýrast í ljós hjá fátækasta hluta
þjóðarinnar«.
Með þessum orðum lauk stórbóndinn fyrverandi
langri ræðu, sem hann hélt, um meinsemdir þjóðfélags-
ins.
Þegar haft er í huga höfuðbólið, sem hann sólundaði,
mátti það heita vel við eigandi af honum, að ljúka ræð-
unni með þessum orðum.
»Þá er nú eitt með barnafjöldann, sem fátæklingarnir
eru að klekja út«, sagði Thames rauði.
»Satt er það«, sagði Movns. Líttu nú t. d. á hann
Friðrik hérna; svona margra barna faðir hefðir þú
aldrei getað orðið, Thames«, bætti hann við í ertnis-
rómi.