Réttur - 01.02.1928, Page 36
38 PLÆGINGARVEIZLAN HJÁ F. TAPBJEIiG [Rjettur
»Þá hefði þér ekki veitt af nokkrum skeppum af salti
og ósviknu eldi, ha, ha, ha.
Eg er jafnvel hræddur um að það dygði ekki til«, hélt
Movns áfram, »nema það færi fyrir önnu hans Thames
eins og Söru konu Abrahams, sem Drottinn kom til á
elliárum hennar«.
Thames inn barnlausi var sá eini, sem ekki hló að
þessum klúryrðum. Karlgarmui'inn glápti bjálfalega og
feimnislega út í loftið, og ofurlítill roði sást færast frá
hárinu niður á ennið og grábláar kinnarnar.
Stórbóndinn hélt áfram að brjóta heilann um sam-
bandið milli húsbænda og hjúa.
»öfundin er rót allra meina nútímans«, sagði hann,
»fátæklingarnir öfunda þá, sem betur eru settir fjár-
hagslega, hjúin öfunda húsbóndann, sem á kost á að
kveikja í pípunni sinni eða hvíla sig meðan þau vinna«.
Nú tók rauði Thames til máls. Var hann að þessu
sinni hygnari en ið fyrra skiftið.
»Það er nú annaðhvor't þó húsbændurnir hafi það
eitthvað skárra en vinnufólkið«.
»Það virðist nú nokkurnveginn sjálfsagt«, sagði
Movns samsinnandi. »f einhverju ættu þeir að njóta
þess, sem borga verða skatta alla og skyldur«.
Meðan allar þessar umræður fóru fram, hafði Lína
verið á stöðugum hlaupum milli borðsins og eldhússins
litla, til að bæta í matarílátin, svo sem hún hafði föng á.
»Hamingjan hjálpi mér hvað þeir háma í sig«, sagði
hún við stúlkuna, sem hjálpaði henni við matreiðsluna,
þegar hún kom í sjöunda skiftið fram í eldhúsið með
tóma diskana.
»Bara að maturinn. verði nú ekki of lítill.
Það veitir ekki af að Guð leggi blessun sína yfir mat-
inn, ef hann á að hrökkva handa þessum átvöglum«.
En áður en hún var komin inn að borðinu aftur sagði
hún við gestina enn á ný: »Reynið þið nú að gera ykk-
ur gott af þessu, eins og þið getið«.