Réttur - 01.02.1928, Page 40
Kommúnisminn og bændur.
Eftir Brynjólf Bjarnason.
Málsvör-n.
I.
í fyrsta tbl. Tímans þ. á., skrifar ritstjórinn, Jónas
Þorbergsson, greinarstúf til andsvara ritgerðar minn-
ar í »Rjetti« um kommúnisma og bændur. í rauninni er
hjer fáu til að svara, því grein hans er ekki annað en
fúkyrði frá upphafi til enda. Kallar hann mig ofstopa-
mann, oflátung, illviljaðan, froðusnakk, flón o. s. frv.
Eigi vil jeg gjalda honum í sömu mynt, en hitt leynir
sjer ekki, að hann kann ekki að stilla orðum sínum í
hóf og ristir ekki djúpt í skoðunum sínum um þjóðfje-
lagsmál.
Jeg ætlast svo til að umræður um þetta efni sjeu til
fróðleiks fyrir almenning. Tel jeg þá vænlegast að
ræða málin stillilega og vingjarnlega. Gífuryrðin ein
leysa ekkert vandamál. Grein mína í »Rjetti« og gagn-
rýninguna á starfi Framsóknarflokksins, ritaði jeg
frá hagsmunasjónarmiði þeirra manna, sem flokkinn
fylla. Og svo mun jeg enn rita. Sá er vinur, er til
vamms segir. Taldi jeg því dálka »Tímans« rjettan
vettvang til að ræða mál þetta. En ritstjórinn færðist
undan að Ijá mjer rúm fyrir stutta athugasemd. Hefi
jeg því engan annan kost en að eyða hinu dýrmæta
rúmi »Rjettar« til að svara ljelegum’ blaðagreinum.
1. Aths. J. Þ. spyr hverskonar þvingunarráðstöfun-
um sje beitt, til þess að fá menn til að lesa »Tímann«.
Satt er það, að eigi er ennþá til lagastafur um það efni,
en hitt hjelt jeg vera alkunnugt, hverjum aðferðum er
beitt. Samvinnumenn verða að líta svo á, að »Tíminn«