Réttur


Réttur - 01.02.1928, Side 52

Réttur - 01.02.1928, Side 52
54 FRA ÓBYGÐUM [Rjettur við jökulinn austast á Eyvindarstaðaheiði, milli upptaka- kvísla Vestari-Jökulsár. Jökullinn liggur fram á fellið, og skiftir það skriðjöklum. Vestan við það er Sátujökull, en að austan annar minni, er liggur niður að Lambahrauni. Verður hans síðar getið. Þar sem skriðjöklar þessir beygja upp með fellinu, ganga lítil vik upp milli fells og jökuls. Þau heita Austari- og Vestari Jökulkrókur. Þar eru sandar og melar, og á þeim hagasnapir litlar. Finst þar jafnan fé í haustleitum. Hestahagar eru þar engir. Krókafell virðist vera úr móbergi, sem önnur fell í brúnum Hofsjökuls. Meðfram Sátujökli öllum er röð af hólum, sem Jökulhól- ar heita. Þeir standa svo þétt sem væru þeir víggarður. Ekki eru þeir liáir, en jafnháir flestir, strýtulagaðir eða kollóttir. Jökulgerði þetta er furðulega skýr endameluri Hefir skriðjökullinn um langan aldur varpað þar niður grjótbyrði sinni og þannig hlaðið hólana. Nokkur hundruð metra bil er rnilli jökulsins og hólanna, að minsta kosti fyrir vestari helming jökulsins. Sýnir það, að jökullinn hafi hrokkið til baka, síðan hólarnir sköp- uðust. Eg hefi tvisvar farið með hólunum vestanverðum og gengið upp á þá á nokkrum stöðum. Þeir eru brattir og bleytusamir, því að í þeim er ískjarni. Milli þeirra og jök- ulsins eru sléttir sandar, og liðast jökullækir um þá. Jök- ulbrúnin er víðast snarbrött og sumstaðar þverhnípt. í ís- hömrum þessum eru margir hellar, sem spýta gulmórauðu jökulvatni út úr kolgrænum kjöftunum. Vatn þetta leitar til vesturs og verður að Bláfellskvisl. Norður frá Jökulhólunum liggur allstór slétta, sem er grcindur. Hann var þaulkunnugur á Eyvindarstaðaheiði og gangnaforingi nokkur ár. Heyrt hefi ég aðra nefna fellið Jök- ulfell, en ekki er það nafn alment, og hafði Pétur ekki heyrt það. Nafnið Krókafell er dregið af Jökulkrókunum. Það er réttnefni og skýrara en hitt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.