Réttur - 01.02.1928, Síða 58
60
FRA ÓBYGÐUM
[Rjcttur
Þess var áður getið, að austan við hrygg þann hinn
niikla, sem nú hefir verið frá sagt, liggi Svartárdalur.
Hann er vestastur og minstur Skagafjarðardala. Gengur
hann suðvestur frá aðalsveitinni skamt fyrir sunnan Gil-
haga og er djúpur og þröngur. Bygður er hann alllangt
fram eftir. Fremsti hærinn er að vestaverðu í dalnum og
heitir Ölduhryggur. Fyrir framan hann tekur dalurinn að
þrengjast. Austurhlíðin er liærri og brattari en sú vestari,
og nefnist hún Svartárdalsruna,
Dalurinn nær langt suðvestur í hálendið og endar þar
austanhalt við stóra lægð í »Hraunununi«. í henni eru
uppsprettur miklar og nokkrar smátjarnir. Heita þær
Svartárpotlar, því að þar cru upptök Svartár í Skagafirði.
Suðaustur frá »Pollum« er lítið fell, kollótt. Heitir það
Hraunkúla.
Austasta álma Hraunahryggjarins liggur milli Svartár-
dals og Goðdaladals. Hún er allhá, en mjó. Að norðan
endar hún í fjalli því, sem skilur Vesturdal og Svartárdal.
í fjalli þessu er hlágrýti, og nær það nokkuð suður eftir
álmunni, en hverfur síðan inn undir hin miklu grágrýtis-
þök. Frá Goðdaladal hefir verið sagt í upphafi greinar
þessarar. Þar var þess getið, að sunnan við dalinn næðu
»Hraunin« niður að Jökulsá. Hér verður því engu aukið
við það, sem áður er sagt frá landslagi á austanverðri Ey-
vindarstaðaheiði.
Nú víkur sögunni til vesturhluta Eyvindarstaðaheiðar.
Liggur hann í lægð þeirri, sem gengur norður frá Kili,
vestan við Hraunahrygg. Lægð þessi eru flatlend, eins og
áður er sagt. Engin fell eru þar, en aðeins lágar hæðir,
bunguvaxnar, einkuni með frani Blöndu.
Jarðvegur og jökulmelar eru þar víðast á yfirhorði og
sér óvíða fast berg. En sú er ætlun mín, að grágrýti sé
undir lægðinni allri. Gægist það upp úr melunum í holt-
um og hæðum. Haugahraun er grágrýtisslétta, eins og áð-
ur er sagt, en það liggur í lægð þessari.
Norðan við Haugahraun er grunn lægð, sem Galtará