Réttur - 01.02.1928, Qupperneq 61
gS
Rjetturj FRA ÓBYGÐUM
kvisla þessara, og falla þær saman nokkuð norður frá
Krókafelli.
Vestasta kvíslin kemur upp á sandsléttunni vestan við
Eyfirðingahóla. Hún rennur niður með hólunum að vestan
og síðan norður um »Hraunin«, alt til þess er hún mætir
austurkvíslinni. Nafnlaus er hún, eins og hinar, og mætti
nefna liana Hólakvísl eftir Eyfirðingahólum og Jökulhól-
um. Kvísl þessi er bergvatn og vatnslítil. En það hafa sagt
mér fróðir menn og kunnugir, að áður fyr hafi hún veriö
jiikulvatn og vatnsmeiri en nú. Ef þetta er rétt, hlýtur kvísl
frá Sátujökli að hafa runnið i hana, og er það ekki ótrú-
legt. Á alllöngum kafla hefir hún grafiö sér gil niður í
»Hraunin«. Virðist það benda á, að áður hafi luin vatns-
meiri verið en nú er.
Niður frá mótum kvísla þessara rennur Jökulsá í fyrstu
milli melbakka, en hleypur síðan niður í hyldjúpt gljúfur,
sem heitir Þröngagil. Gljúfur þetta nær niður undir
Hraunlæk, en eftir það rennur áin í gili niður Goðdaladal
allan, og eru víða að henni hamrar. Fram úr dalkjaftinum
brýst hún eftir hyldjúpu klettagili.
Lítil aðrensli fær Jökulsá fyrir framan bygð, og eru ekki
önnur teljandi en Hraunlækur og Miðhlutakvísl. Hraun-
lækur rennur vestan i ána fremst í drögum Goðdaladals.
Hann er vatnslítill uppsprettulækur, sem kemur vestan úr
»Hraununum« og rennur austur eftir djúpri dæld, grasi
gróinni. Þar eru hestahagar góðir, og eiga gangnamenn
þar náttstað margir saman. Miðhlutakvísl rennur austan í
Jökulsá í Þröngagili, og er hún því á Hofsafrétt. Hún er
vatnslítil bergvatnskvísl. Kemur hún upp í svonefndum
Miðhlutadrögum, norður frá Sátu á Hofsafrétt. í hana
rennur lækur úr vatni því, sem Miðhlutavatn heitir
Auk kvísla jiessara mun renna mikið vatn í Jökulsá, fram-
an af sumri, meðan snjóa leysir. Vestan af »Hraununum«
liggja farvegar margir og vatnsrásir fram að ánni. Á
haustin eru þeir allir þurrir.
Svartá i Skagafirði kemur upp í Svartárpollum, eins og