Réttur - 01.02.1928, Side 62
64
FRA ÓRYGÐUM
tRjettuv
áður er sagt. Rennur hún í fyrstu til austurs og niður í
botn Svartárdals. Þar kemur í hana lækur einn sunnan og
austaii úr »Hraununum«. Hann heitir Runukvísl. Áin
rennur síðan niður dalinn og er honum sleppir, út Skaga-
fjörð og fellur í Héraðsvötn vestur frá Hegranesi. i fyrstu
er hún fremur vatnslítil, en verður álitlegt vatn, þegar
kernur ofan í bygð, því að hún safnar vatni úr vesturfjöll-
um Skagafjarðar alt norður að Stóra-Vatnsskarði. Af
þverám hennar skulu þessar taldar: Gljúfurá, Korná og
Mælfcllsá. Gljúfurá kemur upp efst í Gilhagadal. Rennur
hún niður dalinn og út í Svartá, stuttan spöl fyrir sunnan
Gilhaga. Korná kemur upp í skarði því, sem verður milli
Miðfjalls og Járnhryggs og rennur í Svartá skamt fyrir
utan Gilhaga. Mælifellsá kemur upp fremst á Mælifellsdal
í gili, sem gengur upp í Reykjafjall og Svartagil heitir.
Rennur hún norður eftir dalnum og falla þar í hana ýmsir
lækir. Norðan við dalinn sveigir hún til austurs og rennur
í Svartá skamt fyrir utan Mælifell.
Að Svartárpollum liggja farvegar stórir sunnan úr
»Hraununum«. Mun því leita þangað niikið vatn í vor-
leysingum, enda verður Svartá þá oft óreið, nema á
þrautavöðum.
1 síðasta kafla greinar þessarar var sagt frá upptökum
Blöndu og Blöndukvíslum öllum. Verður engu við það
bætt hér. Þar var og getið um Fossbrekkulæk eða Blá-
fellskvísl, en mér þykir rétt að auka nokkru við þá frá-
sögn. Bláfellskvísl kemur upp á sléttu þeirri, sem liggur
milli Jökulhóla og Sátujökuls. Safnast þar sainan margir
jökullækir og gera kvíslina. Hún rennur í fyrstu vestur
um sléttuna, en brýst síðan út í gegnum Jökulhólana og
rennur norður um sandana ait norður að Bláfelli. Þar
kemur í hana lítill lækur, austan úr Bláfellsdraginu eystra.
Við Bláfell beygir kvíslin til vesturs og fellur niður yfir
Fossbrekku og siðan vestur í Ströngukvísl, nokkru fyrir
ofan Áfangaflá. Kvísl þessi mun vera harla breytileg að
vatnsmagni, og eftir kunnugra manna sögusögn eru mikil