Réttur - 01.02.1928, Page 73
Rjettui']
PRA ÓBYGÐUM
75
rannsakað hraunið, því að degi var tekið að halla, þegar
hér var komið. Upptök þess gátum við því ekki fundið, en
hitt var augljóst, aö það hefir runnið til norðurs á þeim
stöðum, sem ég gat athugað. Ætla ég því helst, að upp-
tök þess séu undir jökli, en vera má og, að það hafi runn-
ið frá Eyfirðingahólunum sjálfum. Síðari rannsóknir
munu skera úr því, hvort sannara er.
Hraunið hjá Eyfirðingahólum. Bak við það sjást hólarnir og
í fjarska Sátujökull.
Mcðan við töfðum hjá Eyfirðingahólum, tók norðan-
andvarinn að færast í aukana. Sól rann í vestur, og loftið
gerðist kuldalegt. Hvítir þokumekkir teygðust upp frá
bygðadölunum og sóttu suður heiðarnar. Þótti mér þetta
ískyggilegt, því að Iangt var eftir leiðarinnar. Við lögðum
því af stað og hvötuðum ferðinni. Héldum við nú austur
Jökultungu.
Nokkuð austur frá Eyfirðingahólum komum við fram á
bratta brún. Austan viö hana var djúp lægð, og rann Vest-
ari-Krókkvísl um lægðina austanverða. Vestan við ána
voru flatar sandeyrar og á þeim nokkur gróður. Var þar