Réttur - 01.02.1928, Side 74
76
FRÁ ÓBYGÐUM
[Rjethir
Eyfirðingaflá. Brekkan niður að flánni er allhá og snar-
brött, og var ilt að fara hana. Snjór lá víða í brekku þess-
ari. Flaug mér þá í hug, að snjórinn mundi eiga drjúgan
þátt í sköpun hennar, eins og síðar mun sagt verða.
Litla hressingu fengu hestar okkar í Eyfirðingafiá.
Komust þeir hvergi að grasi fyrir aur og sandbleytu, og
voru áður hvektir á hvorutveggja. Við héldum nú áfram og
sóttist ferðin greiðlega, því að milli Krókkvíslanna eru
víðast melöldur í yfirborði, vindgnúðar og flatlendar.
Krókkvíslarnar voru báðar vatnslitlar og tálmuðu ekki för
okkar.
Þegar við komum austur fyrir Austari-Krókkvísl, riðum
við upp á melhæð eina lága og lituðumst um. Við vorum
nú komnir á Hofsafrétt, og þar voru mér allar leiðir ó-
kunnar. Sunnan við okkur var Krókafell. Nokkuð fyrir
austan það reis hár tindur upp úr jökulröndinni. Tindur
þessi heitir Ásbjarnarhnjúkur. Norður frá honum er allhár
fjallshryggur, sem Ásbjarnarfell heitir. Það er úr móbergi,
en í brúnum þess virðist vera grágrýtislag. Fell þetta er
ekki áfast við stalla Hofsjökuls, og er allbreitt skarð milli
þess og Ásbjarnarhnjúks, en hann stendur uppi á stallan-
um. I' skarði þessu eru melöldur, sem að líkindum eru
fornar jökulöldur.
Alllangt norður frá Ásbjarnarfelli er einstakt fell, Iiátt
og hlíðabratt. Það heitir Sáta og er venjulega nefnt Sáta
á Hofsafrétt, til aðgreiningar frá Sátu á Eyvindarstaða-
heiði. Bæði fellin, Sáta og Ásbjarnarfell, eru auðþekt og
sjást langt að. Norður frá Ásbjarnarfelli gengur melhrygg-
ur, alllangur, en eigi hár. Fyrir norðan hann eru melar og
grjótásar, sem ná norður að Sátu. Hryggur þessi skiftir
vötnum milli Vestari-Jökulsár og Hofsár í Vesturdal.
Milli Ásbjarnarfells og Krókafells verður dalur, all-
breiður, en stuttur. Niður í dalbotninn gengur skriðjökull
milli Krókafells og Ásbjarnarhnjúks. Kemur Austari-Krók-
kvísl undan skriðjökli þessum, eins og sagt er í upphafi
þessarar ritgerðar. í dalnum er hraun það, sem Lamba-