Réttur - 01.02.1928, Page 76
78
FRÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
fór nú á undan og lét félaga mína reka hestana á eftir.
Stefndi ég til noröausturs og hafði áttir eftir veðurstöðu.
Ekki þorði ég að fara eftir uppdráttum, því að ég vissi af
Lambahraun, Ásbjarnarfell og' Ásbjarnarhnjúkur.
afspurn, að uppdrættir af þessum slóðum voru mjög óná-
kvæmir og rangir. Er við höfðum farið svo um hríð, kom-
um viö að kvísl einni litilli. Jökullitur var á kvíslinni. Hugði
ég þvi, að það mundi vera Bleikálukvísl, því að ég hafði
heyrt, að stundum væri í henni jökulvatn nokkurt. Bleik-
álukvísl fellur í Hofsá skamt fyrir norðan og vestan Orra-
vatnarústir. Hélt ég því, að ég hefði stefnt of sunnarlega
og beygði því nokkuð til norðurs. Síðan hefi ég spurt, að
kvíslin, sem þarna varð fyrir okkur, heitir Fossá, og fellur
hún í Hofsá á móti Þorljótsstöðum, fremsta bæ í Vest-
urdal.
Við riðum lengi, Iengi um auðar öldur og ása. Enginn
lækur varð á vegi okkar, og hvergi fundum við haga.
Hingað og þangað uxu litljr víðirunnar, sent bældu sig