Réttur - 01.02.1928, Side 77
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 79
niður í grjótið og læstu kræklóttum kvistunum niður á
milli steinanna, eins og þeir vildu fela sig fyrir fjallvindun-
um. Hestarnir sóttu mjög í víðitágar þessar, og varð það
okkur til tafar. Um lágnættið gerði logn. Eftir það varð
hugboðið eitt að ráða stefnu.
Eftir fimm stunda ferð frá Ásbjarnarfelli komum við að
læk einum allstórum. Féll hann til norðurs og reyndist síö-
ar að vera Hraunþúfukvísl. Hún kemur upp í Ásbjarnar-
vötnum austur frá Ásbjarnarfelíi, og rennur í Hofsá hjá
Klaustrum. Dálitlir hagar voru austan við lækinn, og áö-
um við þar. Klukkan var nú um 4, og orðið Ijóst af degi.
Þóttist ég af ýmsu mega marka, aö viö værum komnir
norðarlega á heiðarnar, en ekki vissi ég, hvar ég var. Héld-
um viö nú austur frá læknum, og ekki höfðum við farið
lengi, er halla tók undan fæti. Skömmu síðar kom ég fram
á bratta brún. Framan við hana var hyldjúpt hamragil.
Þokulaust var að sjá niður í gilið, og rann á eftir því.
þóttist ég þá viss um, að það væri Hofsá, og værum við
konmir að Vesturdal einhvers staðar suður frá Klaustrum.
Við skutum nú á ráðstefnu. Eg vildi helst halda suður
með gilinu og reyna að ná Orravatnarústum, en félagar
mínir vildu, að við færum ofan í dalinn og tjölduðum þar
á fyrsta haga, er við fyndum. Veðrið hafði versnað með
fullbirtunni. Norðankalsi var kominn, og tekið var að
rigna úr þokunni. Við vorum allir þreyttir og hestarnir
banhungraðir. Varð það því úr, að við héldum niður í dal-
inn og tjölduðum á Klaustrum.
Vesturdalur er djúpur og þröngur. Nær hann langt suö-
ur í hálendið og endar í djúpu gili, sem nær suður á móts
við Orravatnarústir. Neðan til liggur dalurinn tnjög til
suðurs, en fyrir framan fremsta bæinn, Þorljótsstaöi,
sveigir hann til suðausturs.
Klaustur eru eyðibýli, sem liggur að vestanverðu í daln-
um, um 10 km. fyrir framan Þorljótsstaði. Sunnan við
eyðibýli þetta skerst djúpt hamragil suður úr dalnum.
Heitir það Hraunþúfugil eftir hamrastapa einum, sem