Réttur - 01.02.1928, Síða 78
80
FRá ÓBYGÐUM
[Rjettur
gengur austan í gljúfriö, og Hraunþúfa heitir. Hraunþúfu-
kvísl rennur eftir gili þessu og fellur í Hofsá rétt fyrir
sunnan Klaustur. Milli Hraunþúfugils og Vesturdals er hár
rani og brattur. Er liann nefndur Klausturrani. Niður rana
þennan urðum við að klöngrast til þess að komast að
Klaustrum. Langt er síðan bygð lagðist af á Klaustrum,
og eru þar nú hrísmóar, sem áður var tún, en vel sér fyrir
tóttum og er auðséð, að þar hefir bygð verið. Munnmæli
segja, að eitt sinn hafi þar verið nunnuklaustur og 60
hurðir á járnum.
Framan við Klaustur tekur dalurinn að þrengjast, og er
liann venjulega nefndur Runugil, eftir austurhlíð dalsins.
Hún heitir Runa eða Vesturdalsruna, þegar kemur fram
fyrir Klaustur.
Vesturdalur er næsta merkilegur um jarðfræði, og má
þar margt læra um skipun jarðlaga í norðanverðu hálend-
inu. Neðan til er dalurinn allur úr blágrýti. En þegar kem-
ur suður fyrir Þorljótsstaði, fer að bera meira og meira
á molabergi, einkum neðst í dalnum. Þykist ég þess
vís, að nákvæm rannsókn á dalnum muni leiða í ljós margj
an merkilegan fróðleik um sköpun hálendisins og menjar
frá hinni fyrri ísöld.
Þegar við vöknuðum um daginn, var norðansveljandi og
rigning. Dimmviðri var á fjöllum og þótti okkur ekki á-
rennilegt að leggja á öræfin að nýju. Við Hélduin því nið-
ur Vesturdal og fórum norður öxnadalsheiöi til Akureyrar.
5. F y r r i rannsóknir á E y v i n d a r-
s t a ð a h e i ð i.
Eyvindarstaðaheiði hefir lítið verið rannsökuð, og það
sem um hana hefir ritað verið, er lítið, bæði að vöxtum og
kostum. Allmargir fræðimenn og ferðalangar hafa farið
Kjalveg og Vatnahjailaveg, og hafa ýmsir þeirra ritað um
ferðir sínar. Það sem þeir kunna frá heiðinni að segja, er
furðulega lítið. Virðast þeir ekki hafa gert sér far um að
athuga það, sem fyrir augun bar.